Skólavarðan - 15.10.2002, Side 10
samræmdu prófin og Guðmundur kallar
það mistök að hafa samræmd próf í fjórða,
sjöunda og tíunda bekk og telur það kerfis-
bundið niðurbrot á nemendum: „Við get-
um slegið því föstu að engin þjóð í heimin-
um, í það minnsta sem við viljum bera okk-
ur saman við, gerir skólakerfi sitt út með
þessum hætti. Það byrjar enginn að brjóta
nemendur niður kerfisbundið í fjórða bekk.
30% af árganginum fá einkunn undir fjór-
um. Og þessi einkunn fylgir þér það sem
eftir er í grunnskóla, fylgnin er um það bil
80% samkvæmt rannsóknum, og því hlýtur
maður að spyrja hver sé tilgangurinn með
þessum prófum. Er hann þumalskrúfa
ráðuneytisins á skóla í landinu? Íslenskt
skólakerfi er mjög miðstýrt og því líklegt
að það sé lakara en ella. Þessi próf hamla
eðlilegri skólaþróun, í það minnsta vekja
þau upp spurningar um tilgang þeirra.
Hvað segir samanburður sem sprettur upp
úr þessum jarðvegi og til hvers er hann? Er
tilgangurinn að reyna að skapa óánægu og
óvissu, eða hvað? Allur samanburður af
þessu tagi er út í bláinn. Prófin sem slík eru
ekki einu sinni samanburðarhæf á milli ára.
Þarna er íslenskt menntakerfi á alvarlegum
villigötum.“
Þórgunnur tekur undir með Guðmundi
og bendir á að athuga þurfi marga þætti
þegar bornar eru saman niðurstöður í sam-
ræmdum prófum, þar á meðal skort á
menntuðum kennurum úti á landi. „Víða á
landsbyggðinni eru aðstæður þannig að
mikil hreyfing er á kennurum og stór hluti
þeirra gjarnan leiðbeinendur,“ segir Þór-
gunnur. „Hér höfum við brugðist við með
því að hvetja fólk til fjarnáms og er það far-
ið að skila nokkrum árangri, en eins og allir
sjá hefur þessi sérstaða mikil áhrif á skóla-
starf. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir því
að við á landsbyggðinni komum verr út úr
samræmdum prófum, þar kemur margt til.
Við megum heldur ekki gleyma því að við
eigum líka mikið af góðu námsfólki sem
við eigum að vera stolt af.“
Hulda tekur undir þetta: „Hvað er í raun
verið að bera saman? Það er ekki bara
kunnátta sem mælanleg er á samræmdum
prófum sem segir til um það hvernig ein-
staklingnum vegnar í lífinu, það er svo
margt sem spilar þar inn í. Þess vegna
finnst mér þessi prófastimpill ekki eiga rétt
á sér, hann er oft of þungur dómur fyrir
marga krakka.“
Samræmdu prófin eru notuð til að meta
árangur nemenda og til að raða þeim niður
á framhaldsskólastigi og eru að mati Eyjólfs
ágæt sem slík: „Samræmdu prófin hafa
reynst ágæt mælistika á árangur nemenda í
framhaldsskólum en við lítum ekki á þau
sem einhvern lokadóm. Við tökum nem-
endur inn á forsendum þessara prófa en
skoðum líka skólaeinkunn. Hluti af vanda-
málinu með samræmdu prófin er hvað þau
eru blásin upp og látin verða að lokadómi.
Við eigum að nota þau til að bera saman
það sem við viljum bera saman en skóla-
hald er farið að snúast of mikið um sam-
ræmdu prófin. Árangur í framhaldsskóla
hefur til dæmis lítið forsagnargildi um ár-
angur í háskóla, það er lítil fylgni þar á
milli. Einkunnin segir bara til um stöðu
nemandans á þeim tíma sem hann tekur
prófið og búið.“
„Þetta er kjarni málsins,“ segir Guð-
mundur, „hverjar eru námskrárnar í grunn-
skólanum? Jú, það eru samræmdu prófin
frá því í fyrra og hitteðfyrra. Við erum í
raun ekki að gera annað en að undirbúa
nemendur undir þessi próf og ef við tökum
ekki þátt í þeim hrunadansi hvað þá? Auð-
vitað þarf að prófa nemendur en þetta er
komið út yfir gröf og dauða. Þetta hefur of
mikil áhrif á starf grunnskólans.“
Um þetta segir Þórgunnur: „Þetta er svo
sorglegt, við steypum alla í sama farið.
Hugsaðu þér hvað það væri frábært ef við
gætum fengið að vinna okkar starf í hverj-
um skóla fyrir sig og látið svo framhalds-
skólana um að meta krakkana inn. Þeir
kæmu örugglega ekkert verr út. Til hvers
eigum við að vera að því í tíu ár, með
þremur stórum samræmdum prófum, sem
framhaldsskólinn gæti gert á einum mán-
uði, sérstaklega ef forspárgildi samræmdra
prófa er ekki meira en raun ber vitni?“
Öll eru þau sammála um að þetta komi
fyrst og fremst niður á skapandi starfi í
skólunum og hamli skólaþróun, þá sérstak-
lega á gagnfræðastigi þegar kennarar leggi
megináherslu á upprifjun og kennslu sem
miðar að því að ná sem bestum árangri á
prófunum.
Staðreyndapróf afturhvarf til gamla
landsprófsins
„Þetta er að færast yfir í gamla lands-
prófið. Til þess að geta gengið hindrunar-
laust inn í hvaða framhaldsskóla sem er
þarf einkunnina sex. Er þetta ekki að verða
sama tóbakið? Nú er búið að taka upp próf
í samfélagsfræði svo það er eins gott að fara
að bursta rykið af ártalalistanum, í náttúru-
fræði eru eintómar krossaspurningar og
menn læra utanbókar, þetta eru bara stað-
Skóla l í f á Höfn
11
Þórgunnur: Hugsaðu þér hvað það væri frábært ef við gætum fengið
að vinna okkar starf í hverjum skóla fyrir sig og látið svo framhalds-
skólana um að meta krakkana inn. Þeir kæmu örugglega ekkert verr
út. Til hvers eigum við að vera að því í tíu ár, með þremur stórum sam-
ræmdum prófum, sem framhaldsskólinn gæti gert á einum mánuði,
sérstaklega ef forspárgildi samræmdra prófa er ekki meira en raun ber
vitni?
Skólafólkið á Höfn sér ýmsa vaxtarbrodda í skólastarfinu og er ánægt með samvinnuna á milli skól-
anna. En þegar talið berst að hinum miðstýrðu samræmdu prófum hleypur þeim kapp í kinn.