Skólavarðan - 15.10.2002, Qupperneq 23

Skólavarðan - 15.10.2002, Qupperneq 23
Umfjöllunarefni ráðstefnunnar var brottfall nemenda úr skólum og hvernig skólar geti tekið á því svo að það komi nemendum og þjóðfélaginu öllu að sem mestu gagni. 40% brottfall í árgangi 1975 Jón Torfi Jónasson prófessor við félags- vísindadeild Háskóla Íslands hélt mjög áhugavert erindi þar sem hann fór yfir viðamikla rannsókn sem hann gerði ásamt Stellu Blöndal um árgang 1975 og þar á meðal var að finna ástæður brottfalls nem- enda. Rannsóknin tók yfir allan árganginn og var fylgst með nemendum með ýmsum hætti, bæði með gögnum yfir námsferil og spurningalistum svo að eitthvað sé nefnt. Jón Torfi sagði að mjög margar ástæður gætu verið fyrir brottfalli nemenda, engin þeirra væri einhlít og því þyrfti að líta til margra þátta. Í erindi Jóns Torfa kom fram að 40% nemenda sem fæddust árið 1975 hefðu ekki lokið neinu framhaldsnámi. Þegar betur var skoðað kom í ljós að helsti áhættuhóp- ur brottfalls eru drengir, og eru drengir af landsbyggðinni í mun meiri hættu á því að detta út úr skóla heldur en drengir af höf- uðborgarsvæðinu. Mjög athyglisvert er einnig að sjá hve starfstengt nám á undir högg að sækja í þjóðfélaginu og er greini- legt að gera þarf mikla bragarbót þar á til að allir nemendur geti fundið sér nám við hæfi. Samræmdu prófin gefa helstu vís- bendinguna Jón Torfi sagði að þrátt fyrir þann kynja- mismun sem óneitanlega kæmi fram í rannsókninni og einnig mun á nemendum af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, væri þó árangur á samræmdum prófum það atriði sem gæfi langbesta vísbendingu um hættu á brottfalli. Í rannsókninni kom fram að þeir nemendur sem stóðu sig illa á sam- ræmdum prófum voru mjög ólíklegir til að ljúka námi í framhaldsskóla og einnig var mikil hætta á að þeir lykju ekki heldur starfstengdu námi. Margir þættir geta haft áhrif á brott- fall Í máli Jóns Torfa kom fram að fjölmarg- ar ástæður gætu legið að baki brottfalli, alls ekki væri á valdi skólanna að vinna gegn sumum þeirra heldur tengdust þær fremur stærra félagslegu umhverfi nemandans. Dæmi um slíkar ástæður gætu verið fjöl- skylduhagir, til dæmis að nemandi eignað- ist barn á námsferlinum, eða atvinnutilboð þar sem menntun nemandans væri ekki skilyrði. Mikilvægt væri því fyrir skólafólk að skilgreina vandamálið í hverju tilviki og sjá hvort skólinn getur komið inn í eða hvort vandamálið liggur utan skólakerfis- ins. Verkefnavinna Eiríkur Brynjólfsson kennari í Austur- bæjarskóla og Guðni Kolbeinsson kennari í FG héldu einnig erindi um þær leiðir sem grunn- og framhaldsskólar eru að fara til að styðja sem best við bakið á nemendum sem eiga á hættu að falla út úr skóla. Allir þátttakendur voru virkir í hópastarfi sem miðaði að því að tengja saman skóla og stofnanir í Evrópu. Skólaþróunarverkefni sem eru styrkt af Sókrates/Comeníus byggjast á a.m.k. þriggja landa samstarfi og geta þau notið styrkja í allt að þrjú ár. Dæmi um verkefni sem þátttakendur vildu vinna að eru: Hvernig er hægt að vinna gegn brottfalli, félagsmiðstöðvar tengdar skólum, aukin sjálfsvirðing og jákvæð við- horf. Góður rómur var gerður að ráðstefnunni og þátttakendur fóru heim reynslunni rík- ari með tengsl víða í Evrópu og væntanlega munu fleiri umsóknir skila sér til lands- skrifstofu Sókratesar á næsta ári. Ragnhildur Zoega Námsver fyrir unglinga Í erindi sínu á tengslaráðstefnunni í Borgarnesi sagði Eiríkur Brynj- ólfsson frá námsveri unglinga sem hann hefur þróað í Austur- bæjarskóla í Reykjavík og leysir meðal annars af hólmi sérdeildina sem var starfrækt þar til í fyrra. Námsverið kemur til af tveimur ástæð- um: Í fyrsta lagi vegna þess að sérdeildin sinnti tiltölulega fáum, mjög illa stöddum nemendum. Aðrir nemendur sem þurftu aðstoð í skamman tíma eða litla aðstoð í langan tíma sátu á hakanum. Í öðru lagi vegna ákvörðunar Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur um að leggja niður almennar sérdeildir sem sinntu heilum hverfum og leggja það í vald hvers skóla að sinna sérkennslu. Þetta þýddi að Austur- bæjarskóli fékk ekki lengur sérstaka fjár- veitingu til að reka sérdeild en honum bar þá heldur ekki skylda til að taka við nem- endum úr öðrum skólum eins og var á tíma sérdeildarinnar. Námsverið tekur við af sérdeild Eiríkur reifaði í fyrirlestri sínum undan- fara námsversins og starfsemi þess. Þar sem hann er grunnskólakennari kemur brottfall úr skóla ekki mikið inn á hans borð, enda skólavist á því skólastigi bundin í lögum, en í grunnskóla má hins vegar finna nemend- ur, sem líklegt er að gefist upp á námi eftir að skólaskyldu lýkur, og reyna að fyrir- byggja brottfall síðar meir. Sérdeild var starfrækt við Austurbæjarskóla í átta ár fyrir nemendur á aldrinum 13-16 ára sem bjuggu við náms- eða hegðunarörðugleika, erfiðar félagslegar aðstæður og/eða vanda- mál af tilfinningalegum toga. „Sérdeildin var að mestu lokuð eining,” sagði Eiríkur í erindi sínu. „Nemendur sátu flesta ef ekki alla tíma í sérdeildinni, nokkrir sátu í einhverjum tímum í almenn- um bekkjum. Nemendur voru allt að fjórt- án talsins ár hvert og komu bæði úr Aust- urbæjarskóla og nærliggjandi skólum. Þetta voru nemendur í áhættuhópi varðandi brottfall úr skóla og sumir hverjir í neyslu. En meðan við sinntum þessum fáu nem- endum gleymdust hinir sem þurftu á að- stoð að halda þótt í minna mæli væri, ef til vill einungis í fáar stundir á viku. Á meðal þeirra eru börn sem síðar meir, og jafnvel nú þegar, vilja hætta í skóla og leita ham- ingjunnar á hættulegum stöðum.“ Námsverið er ólíkt sérdeildinni að ýmsu Evrópsk tengslaráðstefna um brottfa l l 24 Helgina 12.-14. september var haldin í Borgarnesi evrópsk tengslaráðstefna um skólaþróunarverkefni á vegum Sókrates/Comeníusar-áætlunar ESB. Um 40 þátttakendur komu víða að úr Evrópu en einnig tóku þátt um 20 Ís- lendingar. Brottfall nemenda í brennidepli

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.