Skólavarðan - 15.10.2002, Blaðsíða 13
Skólaárið 2001-2002 fór fram tilraun í
níu grunnskólum í Reykjavík þar sem
könnuð voru þau áhrif sem fjarvera nem-
enda úr bekkjartímum vegna hljóðfæra-
náms hefur á námsárangur þeirra í kjarna-
greinunum íslensku og stærðfræði. Að taka
nemendur úr tímum í grunnskóla til tón-
listarnáms er ein þeirra leiða sem unnt er
að fara til að mæta breyttum aðstæðum.
Tilraunin og niðurstöður hennar voru
unnar af Þóri Þórissyni tónlistarkennslu-
fræðingi og Sigurgrími Skúlasyni próffræð-
ingi hjá Námsmatsstofnun með styrk frá
Fræðsluráði Reykjavíkur.
Þeir Þórir og Sigurgrímur hafa nú lokið
við gerð skýrslu um tilraunina þar sem
lagðar eru fram tillögur að frekari þróun
þessa fyrirkomulags.
„Víða erlendis,“ segir í skýrslunni,
„tíðkast að hljóðfærakennsla fari fram sam-
hliða kennslu og er nemendum þá veitt
leyfi úr bekkjarkennslu á meðan þeir sækja
hljóðfæratíma. Erlendar rannsóknir benda
til að almennt komi þetta ekki niður á ár-
angri nemenda í skólanámi.“
Á annað hundrað nemendur tóku þátt í
tilrauninni og ríflega fimmtíu grunnskóla-
kennarar og hljóðfærakennarar. Stofnanir
sem tóku þátt voru Skólahljómsveit Aust-
urbæjar, Skólahljómsveit Árbæjar og Breið-
holts, Skólahljómsveit Grafarvogs, Skóla-
hljómsveit Vesturbæjar og Tónskóli
grunnskólanna í Grafarvogi. Níu grunn-
skólar sem skólahljómsveitirnar tengjast
samþykktu þátttöku og fór hljóðfæra-
kennslan þar fram: Breiðholtsskóli, Engja-
skóli, Foldaskóli, Grandaskóli, Hamraskóli,
Húsaskóli, Laugarnesskóli, Melaskóli og
Rimaskóli.
Tilhögunin skaðar ekki námsárangur
Til þess að kanna áhrif fjarveru vegna
hljóðfæranámsins á annað nám barnanna
voru lögð próf í íslensku og stærðfræði fyr-
ir nemendur fyrir og eftir tilraunina.
Nemendum var skipt í tilrauna- og saman-
burðarhóp: Í tilraunahópi voru þeir
nemendur sem viku úr kennslustund til
hljóðfæranáms. Samanburðarhópurinn var
myndaður með pörun. Bekkjarkennarar
voru beðnir að tilnefna sambærilegan nem-
anda í íslensku og stærðfræði af sama kyni
og þann sem þeir höfðu samþykkt að viki
úr kennslustund til hljóðfæranáms. Til-
rauna- og samanburðarnemandi voru því
alltaf úr sömu bekkjardeild.
Nemendur fóru út úr bekkjartíma í 30
mínútur tvisvar í viku til að sækja hljóðfæra-
tíma innan skólans. Tilraunin var keyrð eftir
svokallaðri hlaupandi stundaskrá hljóðfæra-
tímanna til að fjarvist lenti ekki oft á sömu
skyldunámsgrein, til dæmis íslensku. Þannig
var sá nemandi, sem var tekinn síðastur út
úr kennslustund í fyrstu kennsluviku, tekinn
fyrstur í annarri viku og svo koll af kolli.
Þessi tilhögun er víðast hvar höfð þar sem
hljóðfæranám fer fram á skólatíma.
Í ljós kom að sú tilhögun að börn fái að
fara úr bekkjartíma í hljóðfæratíma í 30
mínútur tvisvar í viku skaðar ekki námsár-
angur þeirra í kjarnagreinunum íslensku og
stærðfræði. Sú niðurstaða kemur kannski
ekki verulega á óvart þegar um er að ræða
tvisvar sinnum þrjátíu mínútna fjarveru á
viku, en notuð voru tengslalíkön í tölfræði-
greiningu á námsárangrinum. Tengslalíkön
(structural equation modelling) eru svipuð
þáttagreiningu að því leyti að samskonar
jöfnur eru notaðar til að skýra tengsl breyta
við duldar breytur og að duldu breytunum
svipar að nokkru til þátta í þáttagreiningu.
Tengslalíkönin hafa það hins vegar fram
yfir þáttagreiningu að geta metið tengsl
fylgibreyta og frumbreyta samtímis og að
Ti l raun í h l jóðfæranámi
14
Blómlegt starf tónlistarskólanna und-
anfarna áratugi hefur meðal annars
þrifist í skjóli tvísetinna grunnskóla og
stutts skóladags. Nú er svo komið,
með einsetningu grunnskóla og leng-
ingu skóladagsins, að svigrúm til
hljóðfærakennslu minnkar verulega
og enn erfiðara verður fyrir tónlistar-
skóla að anna eftirspurn eftir hljóð-
færanámi. Brýnt er að fundnar verði
lausnir á þessum vanda, en hvað er
til ráða?
Endurskipulagning
tónlistarfræðslunnar aðkallandi
í framhaldi af einsetningu grunnskóla og lengingu skóladags
Fyrirkomulag tónlistarfræðslu í borginni er að nokkru leyti barn liðins tíma...
Hægt var að nýta morgnana til hljóðfærakennslu nemenda í síðdegisbekkjum
og öfugt. Eftir einsetningu skóla, sem nú er komin til framkvæmda, þrengir
mjög að þessu kerfi. Og enn á skóladagurinn eftir að lengjast. Þegar matarhlé
hefur verið innleitt í öllum skólum má búast við að fyrstu nemendurnir geti ver-
ið mættir í hljóðfæratíma klukkan þrjú síðdegis.
Úr inngangi skýrslunnar