Skólavarðan - 01.06.2011, Síða 5
5
Skólavarðan 2.tbl. 2011vIÐtALIÐ
starfsemina þar í dag. „Þetta hús á sér auðvitað 103 ára sögu og tengsl
við kennara. Það var í mikilli niðurníðslu þegar við tókum við því en
mikill metnaður var lagður í að gera húsið upp. Við vorum heppin með
arkitektinn Pál Bjarnason, sem stjórnaði þessu og iðnaðarmennina sem
tóku þetta verk að sér. Sjálfur stundaði ég ekki nám hérna. Nýi kenn-
araskólinn var kominn þá en smíðadeildin var ennþá í þessu húsi. Það
er sómi að þessu húsi í dag og það er hluti af kennarastéttinni. Hér er
um þrjátíu manna starfslið í dag, að vísu margir í hlutastörfum, en ætli
við höfum ekki verið sjö þegar ég byrjaði. Nú eru félögin fleiri og
kennararnir miklu fleiri. Þjónustan við félagsmenn er miklu meiri í dag
en var þá, fyrst og fremst vegna tækninnar. Mér finnst hins vegar að
með tilkomu tækninnar missi maður svolítið tengslin við hinn almenna
félagsmann. Ég er pennavinur margra í gegnum netið og hef kannski
aldrei sé það fólk. Nú hitti ég ekki eins marga og áður. Þá fór maður
um landið á fundi og heimsótti skóla. Ég man t.d. eftir ferð sem við
Árni Þór Sigurðsson, núverandi þingmaður, fórum. Árni Þór var starfs-
maður hér áður en hann fór í pólitíkina og við vorum þá saman með
trúnaðarmannanámskeið vítt og breytt um landið. Þá byrjuðum við
fyrir austan fjall og þræddum skólanna allt austur á Egilsstaði og
flugum svo þaðan til baka. Í þessari ferð komum við í alla þessa litlu
skóla, eins og í Öræfunum, sem við höfðum aldrei komið í áður. Þetta
var mjög gaman og fræðandi. Við komum inn í skólana þegar kennsla
var í fullum gangi og fengum beint í æð það sem kennarar á lands-
byggðinni voru að gera.“
Þurfum áfram virka þátttöku almennra félagsmann
Almenn þátttaka fólks í stéttarfélögum hefur farið minnkandi á síðustu
áratugum en Eiríkur segir Kennarasamband Íslands alltaf hafa lagt
mikla áherslu á þátttöku almennra félagsmanna í starfinu og ákvarðana-
töku. „Virkni félagsmanna í atkvæðagreiðslum er mjög mikilvæg. Við
kennarar höfum auðvitað talsverða reynslu af verkföllum, eins og
alþjóð veit. Ég man t.d. að í einni atkvæðagreiðslunni um verkfall var
kjörsóknin um 95% og jáin við verkfalli 90% þannig að við vorum með
yfir 80% félagsmanna á bak við okkur í þessum aðgerðum. Það hefur
líka oftast verið góð þátttaka í kosningum um kjarasamninga og okkur
þykir ekki gott ef kjörsókn nær ekki 70%. Þetta hefur haldist vel og til
dæmis við kosningu formanns núna í desember var kjörsóknin yfir
70%. Þá voru bréflegar kosningar, sem eru dýrari og hægvirkari, en
virðast skila betri þátttöku. Núna eru umræður um það hvernig við
getum nýtt okkur rafrænar atkvæðagreiðslur án þess að missa niður
kosningaþátttökuna. Það er mjög slæmt eins og t.d. í formannskjöri hjá
VR fyrir stuttu þegar þátttakan var um 17%. Dæmið þaðan er ekki gott
og slæmt ef verið er að kjósa fólk til trúnaðarstarfa með kannski ekki
meira en 5% félagsmanna á bak við sig. Ég vona að því merki verði
áfram haldið á lofti hjá KÍ að tryggt verði að félagsmenn taki virkan
þátt í stærri ákvörðunum á vegum sambandsins.“
Hefur oft velt fyrir sér hvað hann sé sáttastur við
Kjarabarátta kennara hefur verið hörð á stundum og Eiríkur segir
margs að minnast úr þeirri baráttu á löngum tíma. Hann vitnar til þess
sem hann sagði í setningarræðu sinni á þingi KÍ apríl síðastliðnum.
„Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það sé sem ég geti verið sáttastur
við að hafa tekið þátt í að koma í gegn öll þau ár sem ég hef verið að
fást við stéttarfélagsleg málefni. Þegar ég hugsa um þetta staldra ég við
eitt afmarkað mál, sem ég er stoltastur af. Þetta tiltekna mál snýst ekki
um hækkun launa, kennsluskyldulækkun eða neitt þessháttar. Þetta
snýst um að í verkfalli grunn- og framhaldsskólakennara árið 1995
tókst okkur að koma málum þannig fyrir að við gátum í framhaldinu, í
samstarfi við BSRB og BHM, hrundið árásum þáverandi stjórnvalda á
lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Í kjölfar þess að fjármálaráðherra
lagði fram frumvarp um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna 1996,
sem fól í sér afnám áunninna réttinda og skerðingu framtíðarréttinda
hófu KÍ, BSRB og BHM mikla áróðursherferð til varnar lífeyriskerf-
inu. Fundir voru haldnir víða um land og var fundarsókn ótrúlega góð
og samstaðan algjör. Þetta leiddi til þess að forsætisráðherra dró frum-
varpið til baka. Stuttu seinna gerðu samtökin samkomulag við fjár-
málaráðherra um endurskoðun laganna um LSR og í framhaldi af því
fór í gang samvinna þessara samtaka og fjármálaráðherra um endur-
skoðun laganna sem síðan náðist sátt um og varð grunnurinn að núgild-
andi löggjöf um LSR A og B deild.
„Ég man t.d. að í einni
atkvæðagreiðslunni um
verkfall var kjörsóknin
um 95% og jáin við
verkfalli 90%“
Eiríkur mætti í sínu fínasta
Manchester United dressi til
þings KÍ seinni daginn.