Skólavarðan - 01.06.2011, Síða 7

Skólavarðan - 01.06.2011, Síða 7
7 Skólavarðan 2.tbl. 2011 fjölmiðlar engan áhuga. Mér finnst enn þann dag í dag að ef von er á hasar þá hlaupa fjölmiðlar til. Ég var einmitt að spauga með það á kennaraþinginu um daginn, þar sem við vorum með góða fyrirlesara og athyglisverð mál til umræðu, að við ættum að láta leka út einhverja tilkynningu um að til stæði á þinginu að samþykkja tillögu um að farið verði í verkfall á öllum skólastigum. Ég er viss um að þá hefðu allir fjölmiðlar mætt en annars sýndu þeir þinginu engan áhuga. Þegar ég læt núna af störfum þá er þetta mín upplifun. Það eru alltof fáir fjöl- miðlamenn sem sýna skólamálum áhuga. Það er einstaka sem hefur samband og þá helst ef þeir sjá einhverjar Pisakannanir og OECD skýrslur og ef þeir geta lesið eitthvað neikvætt út úr þeim. Mér finnst vanta fasta liði í fjölmiðla landsins um skólastarfið sjálft, ekki um for- ystuna eða Kennarasambandið, heldur grasrótarstarfið hið gríðarlega mikla starf sem unnið er í skólunum sjálfum á öllum skólastigum. Það þarf að leyfa þjóðinni að fylgjast með. Þarna vil ég sjá breytingar.“ Settur í geymslu í Kennaraskólanum Víkjum þá að manninum sjálfum, kennaranum Eiríki Jónssyni. Hvernig stóð á því að hann fór í kennaranám? „Það er nú svolítið skemmtileg saga að segja frá því. Ég lauk lands- prófi frá skólanum heima, í Reykholti í Borgarfirði, vorið 1968 og þeir sem muna ástandið þá vita hvað var að gerast. Það var atvinnuleysi og iðnaðarmenn að flytjast til Ástralíu og Svíþjóðar. Á þessum tíma átti ég mér þann draum að verða rafvirki. Pabbi var kennari í Héraðsskólanum í Reykholti. Ég er fæddur þar í skólahúsinu sjálfu og þar bjuggum við þangað til ég var níu ára og foreldrar mínir byggðu sér hús í Reykholti. Pabbi var líka með búskap og ég samdi við hann um að vinna hjá honum við búskapinn með skóla og í fríum en þess í stað myndi hann kosta mig í skóla. Þetta er besti samningur, sem ég hef gert á ævinni og varð til þess að ég kom skuldlaus út úr skóla. Í þessari stöðu vorið 1968 var vonlaust að komast í rafvirkjanám og ég vann hjá pabba um sum- arið. Í ágúst þetta ár tilkynnti pabbi mér að hann hefði talað við Brodda Jóhannesson og hann væri búinn að koma mér í geymslu í Kennara- skólanum þennan vetur. Hann sagði við mig að enga vinnu væri að hafa og ég hefði ekkert nema gott af því að vera þarna einn vetur og sjá svo til hvernig mér litist á framhaldið. Þetta var því enginn köllun, sem ég fékk til að fara í kennaranám, heldur var pabbi bara að redda málunum, sem ég er afar sáttur við eftir á. Eftir fyrsta veturinn kom aldrei annað til álita hjá mér en að klára Kennaraskólann.“ Grindavík, Stykkishólmur, Kleppjárnsreykjar og Blönduós Eiríkur útskrifaðist úr Kennaraskólanum árið 1972 og byrjaði síðan að kenna í tvö ár í Grindavík, þaðan sem móðurætt er og því gott að reyna fyrir sér þar. Síðan kenndi hann í Stykkishólmi í eitt ár en fór þaðan vegna húsnæðisskorts. Árið 1975 lá leiðin aftur á heimaslóðirnar í Reykholtsdalnum. „Þá losnaði kennarastaða á Kleppjárnsreykjum og henni fylgdi þetta dýrindis húsnæði, þannig að það réð för þangað, annars hefði ég verið lengur í Hólminum. Ég kenndi svo í Kleppjárns- reykjaskóla frá 1975 til 1984 og var kominn í hlaðið á æskustöðvunum en ég hef alltaf verið mjög stoltur af sveitinni minni. Svo kom að því að prófa skólastjórastarf á Blönduósi en þar var ég næstu fimm árin. Þetta er allt tilviljunum háð en það var kunningi minn sem benti mér á að sú staða væri laus. Kannski var líka einhver metnaður í mér að staðna ekki og því vildi ég prófa þetta. Ég hætti þarna 1989, sama árið og ég var kosinn varaformaður KÍ og starfið hér togaði í mig.“ Heimilinu lokað klukkan tíu á kvöldin Eiríkur segir að nokkuð sérstakt hafi verið að alast upp í heimavistar- skóla. „Afi hafði verið skólastjóri í aldarfjórðung í Reykholti og pabbi kenndi þar í fjörutíu ár. Þegar ég var krakki bjuggum við í heimavist- inni. Þar var útidyrum læst klukkan tíu á kvöldin og ef foreldrar mínir áttu von á gestum þá urðu þeir að kasta steini í glugga til að komast inn því ekki var dyrabjöllunum fyrir að fara. Ég ólst því þarna upp innan um nemendur, sem komu víða að af landinu og stundaði síðar mitt nám þarna. Mér er mjög hlýtt til þessa mikla menningarseturs Reykholts og Reykholtsdalsins,“ segir Eiríkur Jónsson, sem rétt hafði lokið við að pakka niður á formannsskrifstofunni þegar viðtalið var tekið og meira að segja búinn að taka „Old Trafford“ skiltið niður af hurðinni. „Þetta var því enginn köllun sem ég fékk til að fara í kennaranám heldur var pabbi bara að redda málunum“ vIÐtALIÐ

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.