Skólavarðan - 01.06.2011, Blaðsíða 6
6
Skólavarðan 2.tbl. 2011
Það er mikilvægt í mínum huga að sú vinna sem nú er í gangi varð-
andi heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu leiði til þess að sátt náist um
eitt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn í framtíðinni. Lífeyriskerfi sem er
þess megnugt að greiða fólki mannsæmandi lífeyri að lokinni starfsævi.
Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að forysta Alþýðusambands-
ins og Samtaka atvinnulífsins láti af árásum á lífeyriskjör opinberra
starfsmanna. Gerist það ekki verður engin sátt.“ Þetta sagði Eiríkur m.a.
í ræðu sinni á þingi KÍ og ef þetta hefði ekki tekist með samstöðu þá
væri staðan í dag einfaldlega sú að allir hefðu það að jafnaði skítt og
ekki úr neinum háum söðli að detta fyrir neinn.
Erfitt að kyngja lagasetningu á verkfall
Eiríkur segir einnig að erfitt hafi verið að kyngja lagasetningu á verk-
fall grunnskólakennara árið 2004 þegar fólk hafi verið búið að standa í
verkfalli í margar vikur og Alþingi greip inn í. „Ég man eftir að árið
1987 voru lífeyrismálin í umræðunni og nú árið 2011 eru þau enn í
umræðunni. Síðan er auðvitað það, að ekki hefur tekist að rífa kennara-
launin upp úr því hjólfari sem þau hafa verið í þrátt fyrir eilífðarbar-
áttu. Þetta gildir um öll skólastig þótt kannski svolítið misjafnt sé. Að
vísu hafa komið tímabil þar sem kjörin hafa verið skárri og líka tímabil
þar sem þau voru verri en þau eru í dag. Ég held t.d. að í árslok 1994,
fyrir verkfall, hafi kaupmáttur kennara aldrei farið neðar.
Eiríkur segir að viðurkenning á starfsréttindum kennara með
lögbindingu árið 1986 hafi verið mikill áfangi á þessu tímabili þótt slíkt
hafi ekki náðst í gegn fyrir leikskólakennara fyrr en árið 2008. „Þetta
var barátta sem hafði staðið yfir í fjöldamörg ár og var mikill sigur að
ná í gegn. Á þessum tíma mínum hjá KÍ hefur líka lögum á öllum
skólastigum verið breytt mikið, þannig að það er margt sem hefur
gengið á í þessa þrjá áratugi. Kennarasambandið hefur alla tíð reynt að
fá stjórnmálamenn til að hlusta á þá sem vinna í skólunum og það er
ekki síður mikilvægt nú í dag.“
Eftir að grunnskólarnir fóru yfir til sveitarfélaganna eru tveir megin-
viðsemjendur við Kennarasambandið. Eiríkur segir að sér finnist oft
hafa verið meiri fagmennska í samskiptum við ríkið en við sveitar-
félögin. Hann segir þetta hafa gengið vel í fyrstu þegar Sigurjón heitinn
Pétursson var í forsvari samningagerðar fyrir sveitarfélögin. „Það var
gífurlegt áfall þegar hann féll frá. Það var maður sem þekkti þessi mál
frá öllum sviðum og var heill í öllu samstarf. Þótt ég nefni Sigurjón
sérstaklega þá á það sem betur fer við um marga sem ég haft samstarf
við að vera heilir og trúir í samningagerðinni.“
Kennarar hafa samúð almennings þangað til kemur að verkfalli
Kennarar hafa ekki alltaf haft fulla samúð almennings á kjarabaráttu
sinni. „Þetta er svolítið sérstakt því þegar gerðar eru skoðanakannanir
um traust almennings á starfstéttum þá eru kennarar yfirleitt ofarlega á
blaði enda held ég að þeir hafi trúnað og traust almennings alveg
þangað til þeir fara í verkfall. Þá hrynur allt almenningsálit á kenn-
urum. Það er kannski eðlilegt því kennaraverkfall bitnar á fjölskyldum
landsins. Svo hefur staðan verið þannig síðustu áratugi að báðir for-
eldrar eru útivinnandi og ef kennsla fellur niður þá er þessi öruggi
staður fyrir börnin, sem skólinn er, ekki lengur til staðar. Það fer enginn
í verkfall að gamni sínu og oft er biðin eftir samningi búin að standa
lengi þegar til þess kemur, stundum árum saman. T.d. fyrir verkfallið
1995 þá hafði ekki verið gerður raunverulegur kjarasamningur síðan
1989. Mér finnst það líka umhugsunarefni, þegar ég lít til baka, hvernig
fjölmiðlar taka stundum á málum. Árið 1993 var fellt í atkvæðagreiðslu
að fara í verkfall. Fjölmiðlar sátu um samninganefndina meðan sú
umræða stóð yfir. Um svipað leyti héldum við skólamálaþing á Hótel
Loftleiðum með mjög góðum erlendum fyrirlesurum en á því höfðu
Í ræðustóli á þingi KÍ í apríl
„Mér finnst vanta fasta
liði í fjölmiðla landsins
um skólastarfið sjálft“
vIÐtALIÐ