Skólavarðan - 01.06.2011, Qupperneq 36

Skólavarðan - 01.06.2011, Qupperneq 36
36 Skólavarðan 2.tbl. 2011stjóRnARfunduR nLs Hugsaðu dæmið til enda Fáðu ráðgjöf í síma 595 3400 Hvar er þínum séreignarsparnaði best borgið? Allianz Ísland hf. | Digranesvegi 1 | 200 Kópavogi | 595 3300 | allianz@allianz.is | allianz.is Ó · 1 31 75 Stjórnarfundur samtaka norrænu kennarasambandanna, NLS, var haldinn í Reykjavík 3. maí síðastliðinn. Fundurinn hófst með því að Eiríkur Jónsson sagði af sér for- mennsku NLS en hann, sem formaður KÍ, hafði verið for- maður NLS frá síðustu áramótum. Nýr formaður KÍ, Þórður Á. Hjaltested var kosinn nýr formaður NLS út árið 2011 og tók við stjórnun fundarins. Fimm aðildarlönd NLS skipta með sér forystuhlutverki NLS og fer Ísland því með formennsku fimmta hvert ár. Eftir að Eiríkur setti fund og áður en hann sagði af sér afhenti hann formanni norsku kennarasamtakanna, Mimi Bjerke- strand, kassa með þakkarbréfum norskra barna til íslenskra barna frá 1945. Félag íslenskra barnakennara (FÍB) stóð fyrir söfnun meðal landsmanna árið 1944 með það að markmiði að senda matarpakka til norskra fjölskyldna (barna). Með í pakk- anum var bréf frá nemanda í íslenskum barnaskóla. Bréfin fundust í dánarbúi fyrrum stjórnarmanns FÍB en þau bárust eftir að skóla lauk það árið og voru því aldrei send út. Norska kennarasambandið ætlar að koma bréfunum til átthaga sinna þar sem þau hafa mikið sagnfræðilegt gildi. Fundarmönnum þótti þetta afar merkilegt og lýsandi fyrir samstöðu fólks á Norðurlöndum. Bréf norskra skólabarna afhent norska kennarasambandinu Það var tilfinningarík stund þegar Mimi Bjerkestrand tók við bréfunum úr höndum Eiríks Gjafabréf sem Arinbjörn Vilhjálmsson lét fylgja með þegar hann afhenti Kennarasambandi Íslands norsku þakkarbréfin, sem fundust í fórum Ingimars Jóhannessonar móðurafa hans. Ingimar var formaður Sambands íslenskra barnakennara árin 1943-1950 en hann lést árið 1982.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.