Skólavarðan - 01.06.2011, Side 8

Skólavarðan - 01.06.2011, Side 8
8 Skólavarðan 2.tbl. 20115. þIng kí Texti: Tryggvi Gunnarsson Sjálfstæði og betri menntun kennara leiðir af sér betra menntakerfi Meðal þeirra sem héldu erindi á 5. þingi Kennarasambands Íslands var Anders Rusk. Hann er framkvæmdastjóri Samtaka norrænna kennara- sambanda, NLS. Hann á að baki langa setu í stjórn samtakanna, auk þess sem hann gegndi formennsku í finnsku kennarasamtökunum. Rusk þekkir því að eigin raun hvaða áhrif kreppa hefur á nútíma skandinavísk menntakerfi, en Finnar gengu í gegnum sitt eigið „Icesave“ snemma á tíunda áratuginum. Hann telur Íslendinga geta lært af Finnum. Hið fullkomna fyrirkomulag Eitt af meginmarkmiðum NLS er að skapa grundvöll þar sem kennarar allra Norðurlandanna geta deilt með sér reynslu, bæði af því sem vel hefur reynst og því sem ber að forðast. „Ljóst er að Norðurlöndin eru svo lík að það sem gefur góða reynslu í einu landi, gefur yfirleitt sömu niðurstöðu á hinum Norðurlöndunum,“ segir Rusk. „Samt eru löndin nógu ólík til að mismundandi hugmyndir vakni í þeim, hugmyndir sem svo er hægt að dreifa og nota til að hvert land geti bætt sitt eigið kerfi. Þetta er í raun hið fullkomna fyrirkomu- lag. Ég er líka formaður Norðurlandaráðs Finnlands, og ég sé þar að þetta á við ekki bara um menntakerfi heldur á flestum sviðum sam- félagsins.“ Finnska leiðin Árangur Finna í menntamálum hefur verið til eftirbreytni síðustu tvo áratugi. Þær endurbætur sem þeir gerðu á kerfinu í kjölfar fjármála- hruns finnska bankakerfisins í byrjun tíunda áratugarins hafa gefið góða raun og eðlilega líta íslensk stjórnvöld og kennarar til Finnlands í leit að svörum um hvert skuli haldið nú eftir okkar eigið hrun. „Ég hef alltaf tekið skýrt fram, þegar ég tala um finnska mennta- kerfið og PISA niðurstöður þess, að engin þjóð getur með góðu móti tekið finnska menntakerfið og mótað sitt eigið kerfi eftir því í óbreyttri mynd. Þetta er vegna þess að finnska kerfið er byggt upp með hliðsjón af finnskri menningu, sögu, samfélagi og viðhorfum. Þú getur því ekki tekið kerfið, farið heim og skellt því í gang,“ segir Rusk. „Eins og ég minntist á áðan þá eru Norðurlöndin svo lík, sérstaklega Ísland og Finnland. Bæði löndin eru útverðir Norðurlandanna landfræðilega, þjóðirnar eru vinnusamar og saga okkar beggja er mörkuð átökum og erfiðum tímum. Því tel ég gáfulegt að skoða hvað Íslendingar geta lært af þeim breytingum sem við gerðum á okkar kerfi og yrðu þær lagaðar að íslensku samfélagi gætu þær gefið góða raun.“ „Norðurlöndin eru svo lík að það sem gefur góða reynslu í einu landi, gefur yfirleitt sömu niðurstöðu á hinum Norðurlöndunum“ Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík / 540 1313 / ruta@allrahanda.is / www.allrahanda.is Flottir bílar og frábær þjónusta! www.allrahanda.is Er bekkurinn að fara í bekkjarferð? Er lúðrasveitin eða hljómsveitin að fara í æfingaferð eða á mót? Er íþróttafélagið að fara að keppa eða í æfingabúðir? Við komum hópnum á staðinn í fyrsta flokks rútum og á hagstæðu verði. Við bjóðum rútur í öllum stærðum með rúmgóðum farangursrýmum fyrir hljóðfæri, farangur og annað sem nauðsynlegt er að koma á staðinn. Einnig bjóðum við upp á áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Kíktu við, hringdu eða skrifaðu okkur línu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Dagsferðir, Afþreying

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.