Skólavarðan - 01.06.2011, Síða 16

Skólavarðan - 01.06.2011, Síða 16
16 Skólavarðan 2.tbl. 2011 kannski verið að kenna í áratugi án þess að sjá þá hluti sem augljóslega mega betur fara og þá er það þitt að benda á þá hluti. Að sama skapi sérð þú hvað virkar vel og getur nýtt þér það í þinni kennslu. Svo eftir vikuna snýst dæmið við og ég kem inn í kennslustundir hjá þér,“ segir Mortimore. „Augljóslega máttu ekki vera of gagnrýninn á neikvæðan hátt, eða of linur og hræddur við að benda á vitleysurnar en þegar jafn- vægið næst er gagnkvæm athugun frábær leið til að bæta kennsluna.“ Í fyrirlestri sínum á kennaraþinginu fór Mortimore meðal annars yfir PISA tölfræði Íslands, Norðurlandanna og Bretlands. Samkvæmt töl- fræðinni virðumst við standa vel að vígi, þótt nokkuð sé í hinn heilaga gral menntakerfa, skólakerfisins í Finnlandi. Ýmislegt vekur forvitni Mortimore í tölunum og jafnvel kátínu. Meðal annars veltir hann fyrir sér hvers vegna strákar á grunnskólastigi á Íslandi sláist mun oftar en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum og í Bretlandi. „Ef til vill er það víkingaarfleifðin, en ég þori ekki að fara með það,“ segir Mortimore og glottir. Annað sem vekur athygli er að börn á Norðurlöndunum eru mun hamingjusamari í skólanum en breskir nemendur. Mortimore segir mikilvægt að skoða hvað það er sem veldur að þessu sé viðhaldið. Nú þegar skólakerfið er í vörn er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að láta vita hvaða árangur náist og hvenær vel tekst til. Brenna vilji við að almenningur fái einungis að heyra kvartanir þegar eitthvað fari úrskeiðis eða tölfræðin líti illa út. „Ég veit ekki hvernig er best að gera þetta en af fengninni reynslu þá verður að láta almenning vita þegar vel gengur. Annars er allt of auð- velt fyrir stjórnmálamenn að misnota tölfræðina og einangraða þætti skólakerfisins til að láta líta út sem nauðsynlega þurfi að umbylta öllu með vanhugsuðum aðgerðum,“ segir Mortimore. Það er freistandi að spyrja Mortimore ráða um hvert skuli haldið í menntamálum á Íslandi. Glöggt er gests augað, sérstakelga þegar þetta auga hefur eytt áratugum í að greina, breyta og bæta það sem horft er á. „Ég get ekki svarað því á skynsaman hátt hvar menntakerfið hér stendur vel, og hvar bóta er þörf. Ég er einungis gestur sem bara hefur skoðað tölfræðina. Ég hef ekki gert það sama hér og ég gerði í Noregi og Danmörku, þar sem mér gafst kostur á að dvelja í lengri tíma, heim- sækja skóla og tala við foreldra og þá sem vinna í menntakefinu. Með þá vitneskju gat ég unnið faglegar skýrslur fyrir OECD. Í tilviki Íslands hef ég bara horft á áður útgefnar tölur sem gefa einungis yfirborðsþekk- ingu. En samkvæmt tölunum standið þið vel á flestum sviðum, en eins og ég sagði í fyrirlestri mínum gefur tölfræðin engin svör, hún gefur bara tilefni til spurninga,“ segir Mortimore. „Eins og ég sagði áðan þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað það er sem gengur vel og vinna út frá þeim þáttum. Hér virðast börn hamingjusöm í skóla og skólaganga hefst snemma, sem margt bendir til að hjálpi síðar á náms- ævinni. Brottfall er hins vegar hátt á síðari stigum náms sem er eitthvað sem skoða þarf.“ Önnur freisting skýtur upp kollinum og aftur er látið undan. Í hinum fullkomna heimi, þar sem Mortimore fengi að smíða sitt eigið mennta- kerfi á grunni útópisks samfélags, hvernig yrði það menntakerfi? „Ég er enn að vinna að því, er meira að segja akkúrat að skrifa bók um nákvæmlega það,“ segir Mortimore og hlær innilega. „Í fyrir- myndarmenntakerfi stæði lýðræði næst hjarta þess. Jafnræði, jafnrétti og jöfn tækifæri væru aðrar meginstoðir. Kerfið snerist um gæði og öll viðmiðin væru alltaf í hæsta flokki. Kerfið gerði sér einnig grein fyrir því að það væri í stöðugri þróun og að þeir sem að því koma þyrftu alltaf að halda áfram að læra og bæta kerfið. Foreldrar yrðu hafðir með í ráðum, kennarastarfið yrði metið að verðuleikum, og kennarar væru drífandi afl. Skólarnir væru skemmtilegir staðir að vera á, spennandi og stöðugt að læra sjálfir á nemendur sína. Þeir væru einnig duglegir að gera tilraunir með kennsluaðferðir. Rökvísi væri höfð að leiðarljósi innan kerfisins og skólar væru öruggir staðir að vera á í okkar flókna samfélagi.“ Þess má geta að glærur með tölfræði og punktum Mortimore, sem og tilvísanir í gögn og fræðirit, má finna á vef Kennarasambandsins, www.ki.is. Education International (EI) eða Alþjóðasamtök kennara, ná til 171 lands og 400 kennarasambanda með samanlagt fleiri en 30 milljónir félagsmanna. Fred van Leeuwen, framkvæmdastjóri EI, var meðal gesta 5. þings Kennarasambands Íslands. Á myndinni eru erlendir fyrirlesarar og gestir þingsins: Frá vinstri Peter Mortimore, Fred van Leeuwen, Haldis Holst, Søren Holm og Anders Rusk. Hjá Krumma fæst vandaður Fyrir sköpunargáfurnar mínar: Fyrir rökhugsunina mína: Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík 587-8700 / 587-8707 www.krumma.is krumma@krumma.is Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík 587-8700 / 587-8707 www.krumma.is krumma@krumma.is Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík 587-8700 / 587-87 7 www.krumma.is krumma@krum a.is l flöt 7, 1 2 Reykjavík 587- 00 / 587-8707 www.krumma.is @krumma.is Untitled-2 1 19.5.2011 14:10 5. þIng kí

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.