Skólavarðan - 01.06.2011, Qupperneq 12

Skólavarðan - 01.06.2011, Qupperneq 12
12 Skólavarðan 2.tbl. 2011 Vandamál kennara eru þau sömu um allan heim Texti: Tryggvi Gunnarsson „Vandamál kennarastéttarinnar eru að grunninum til þau sömu hvort sem um ræðir í skólastofu í Peking eða Reykjavík,“ segir Fred van Leeuwen, framkvæmdastjóri Alþjóðsamtaka kennara. Nýfrjálshyggjan og aðferðafræði hennar í menntamálum eru áhyggjuefni að hans mati. Alvarlegur kennaraskortur á heimsvísu er í uppsiglinu. Með aukinni hnattvæðingu og samtengingu efnahagssvæða er ekki hægt að slíta einstaka lönd eða landsvæði úr hnattrænu samhengi, né horfa fram hjá þeirri staðreynd að ójöfnuður er að aukast. „50 milljónir manna hafa misst vinnu sína í efnahagsþrenging- unum nú og áætlað er að 200 milljónir falli undir fátæktarmörkin. Til skemmri tíma litið horfum við fram á mikinn niðurskurð í mennta- málum og að margir af okkar félagsmönnum missi vinnuna sína.“ segir van Leeuwen. „Við lifum á dramatískum tímum en það þarf svo sem ekki að minna ykkur Íslendinga á það.“ Sjálfstæði kennara Kennarar hérlendis hafa átt í baráttu við viðsemjendur sína sem vilja í auknum mæli draga úr sjálfstæði kennara með því að þrengja að vinnu- tíma og gefa stjórnendum meira vald yfir honum. „Þetta er ekki bara vandamálið hér á Íslandi heldur út um allan heim. Samfara nýfrjálshyggjunni hafa stjórnendur og stjórnvöld reynt að auka stjórn sína á kennslu og minnka um leið sjálfstæði kennara. Þetta er partur af stærra vandamáli sem ég kalla innleiðingu and-fagmennsku innan kennslugreinarinnar (e. de-professionalization). Hún felur meðal annars í sér að fleira ófaglært fólk er tekið inn í skólana og samræmd próf fá aukið vægi á kostnað frumkvæðis kennara,“ segir van Leeun- wen. „Sem betur fer sjáum við að þetta viðhorf, sem ríkjandi hefur verið nær alls staðar, er að breytast að einhverju leiti og nú er frekar leitað eftir fyrirmyndum í löndum þar sem góður árangur hefur náðst með auknu sjálfstæði kennara, eins og til að mynda í Finnlandi.“ Mikill kennaraskortur í uppsiglingu Fred er bjartsýnn á að stjórnvöld fylgi þessum skoðanabreytingum eftir, enda standi og falli menntakerfi með vel menntuðum og sjálfstæðum kennurum. Nýliðin ráðstefna OECD, EI og menntamálaráðherra víðs vegar að gaf ástæðu til bjartsýni. Málsaðilar voru sammála að jafnvel á tímum efnahagslægða mætti ekki slaka á hæfniskröfum til kennara- menntunar, enda kennarar ein af lykilstéttunum er kemur að endurreisn efnahagsins. Að auki var mikilvægi símenntunar undirstrikað. Þrátt fyrir þessa vakningu nú horfir svo við að í náinni framtíð verði skortur á hæfum kennurum. „Á hnattrænum skala sjáum við fram á skort á menntuðum kenn- Fred van Leeuwen framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka kennara: 5. þIng kí

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.