Skólavarðan - 01.06.2011, Síða 14
14
Skólavarðan 2.tbl. 2011
Texti: Tryggvi Guðmundsson
Það eru engir töfrasprotar til,
bara mikil vinna
Peter Mortimore, einn af eftirsóttustu fyrirlesurum í Evrópu á
sviði menntamála, segir kennara vera í mikilli varnarstöðu um
þessar mundir, hér á landi sem í allri Evrópu. Kennurum er lífs-
nauðsynlegt að láta almenning vita hvenær og hvað gengi vel í
menntakerfinu ef yfirvöld eiga ekki að keyra þá í kaf með „um-
bótum“ í anda nýfrjáshyggjunnar, eins og gerst hefur í heima-
landi hans, Bretlandi. Menntakerfið á Íslandi stendur vel að hans
mati og mikilsvert er hversu ánægðir nemendur eru í skólanum.
Umhverfið er á skjön við það sem fram fer. Peter Mortimore hefur
nýlokið erindi sínu á 5. þingi Kennarasambands Íslands, þingi sem
haldið er í skugga niðurskurðar og erfiðrar varnastöðu í menntamálum
gegn kreppuspám og bölsýni. Mortimore hagræðir sér í rauða leðursóf-
anum í móttökusal Grand Hotel, umkringdur glerveggjum, gosbrunn-
um, þjónum á þönum og öðru því sem minnir óþægilega á góssentíðina
sem að lokum rak okkur í vörn niður í skotgrafirnar. Eftir stutt spjall
um einkahagi, sem virkar eins og móteitur gegn umhverfinu, snýst talið
fljótlega að stefnum og straumum í menntamálum, nýfrjálshyggjunni
og hvaða áhrif hún hefur haft á menntamál í hinum vestræna heimi.
„Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar í menntamálum, NPM,
(Newpublic management) er kolröng en framsetning hennar er afar
heilsteypt og hljómar sannfærandi,“ segir Mortimore. „Lögð er ofur-
áhersla á að val sé lykillinn að velgengni og að markaðslögmálin eigi
vel við í menntamálum. Ég efast stórlega um að það sé rétt. NPM
byggist fyrst og fremst á fjárhagslegum ávinningi sem mér finnst
persónulega betur eiga við málaliða en skólamál. Hún ýtir einnig undir
að litið sé niður á opinbera starfsmenn eins og kennara og gerir lítið úr
hvað hvetur kennara og nemendur áfram. Því er haldið fram að fólk
gerist kennarar aðallega til að bæta eigin hag. Við getum öll verið sam-
mála um að það sé fjarstæðukennt, enda fer enginn inn í kennslu laun-
anna vegna.“
Mortimore heldur áfram á svipuðum nótum og kann bersýnilegs
nýfrjálshyggjunni litlar þakkir fyrir þau áhrif sem hún hefur haft á
stefnu skólamála í Bretlandi. Hann talar af áhuga og ástríðu, auk festu
og öryggi þess sem þekkir viðfangsefni sitt. Augljóst er hvers vegna
hann er jafn eftirsóttur fyrirlesari og raun ber vitni.
„Í mínu heimalandi hefur þessi endalausa löngun eftir markaðslög-
málum og löngun eftir besta valinu leitt af sér að allir vilja velja
skólann sem er bestur samkvæmt opinberum samræmdum prófum. Og
hvað gerist þá? Foreldrar og nemendur sem ekki komast inn í þá skóla
sem þeir sækjast eftir verða óánægðir,“ segir Mortimore. „Ég hafna
algjörlega þessum áherslum á einstaklingshyggjuna því hún hundsar
Peter Mortimore hefur gegnt stöðu formanns Mennta-
vísindasviðs háskólans í London, skrifað vikulegar
greinar í Guardian um menntamál, auk þess sem hann
hefur skrifað fjölda fræðigreina og verið fenginn sem
álitsgjafi bæði af kennarasamböndum og stjórnvöldum
um allan heim í mennta- og kennslumálum. Hér flytur
hann erindi sitt með tilþrifum á fimmta þingi KÍ.
„Ég hafna algjörlega
þessum áherslum á
einstaklingshyggjuna“
5. þIng kí