Skólavarðan - 01.06.2011, Síða 33
33
Skólavarðan 2.tbl. 2011skóLAstARf
fangelsum og fleira. Þetta nám er líka hentugt fyrir þá sem vilja flýta
fyrir sér í námi og taka eitthvað aukalega í fjarnámi með öðru námi.
Þannig vorum við búin að skilgreina alls konar hópa í upphafi sem við
vildum reyna að ná til og þjóna. Framan af féll uppistaðan af þeim sem
stunduðu fjarnám nokkuð undir þessar skilgreiningar. Nú hefur það
hins vegar gerst, bæði hjá okkur og ekki síður hjá framhaldsskólunum
á höfuðborgarsvæðinu, að í fjarnámi eru fyrst og fremst nemendur sem
vilja rétta sig af í námi. Þeir eru oft á framhaldsskólaaldri en hafa
dregist aftur úr með því að falla í einhverjum áföngum eða þá tafist að
einhverjum öðrum ástæðum. Þetta hefur m.a. orðið til þess að eftir-
spurn hefur aukist eftir sumarnámi, þótt við séum ekki með það, hins
vegar eru bæði Verslunarskólinn og Fjölbraut í Breiðholti með sumar-
áfanga, sem eru svona skemmri skírn, ef maður getur sagt svo. Þannig
nám getur oft bjargað miklu hjá fólki sem vantar lítið upp á að halda
sínu striki í framhaldsskóla. Mín tilfinning er að fjarkennslan hafi
þróast svolítið mikið á þennan hátt þótt ég hafi ekki neinar haldbærar
tölur um það. Þessir gömlu hópar sem við lögðum upp með eru þó enn
til staðar.“
Engin þróun í áratug
Hálfdán segir að þótt nemendur séu alls staðar af að landinu og jafnvel
í öðrum löndum þá sé nú stærsti hluti þeirra tiltölulega nálægt Akur-
eyri. Munurinn á VMA og skólunum á höfuðborgarsvæðinu sé sá að
nemendur þeirra skóla séu aðallega af höfuðborgarsvæðinu en VMA
nemendur séu af Eyjafjarðarsvæðinu og annars staðar af landinu. „Fjar-
nemar þurfa ekkert að koma til okkar hingað í skólann nema þá til að
taka próf. Við erum líka með prófstaði út um allt land, þannig að í
fæstum tilfellum þurfa nemendur að fara langa leið í próf. Þau geta þeir
tekið í grunnskólum eða hjá símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggð-
inni.“ Hálfdán segir það sorglega við fjarkennsluna sé að fjarkennslan
hafi lítið þróast í um áratug eða svo. Breytingar séu helstar á því hvers
konar kennslukerfi séu notuð. Hann segir helsta vandamálið vera það
að ekki hafi verið búnar til reglur eða viðmið það hvernig stunda skuli
fjarkennsluna. „Þar af leiðandi hafa menn hjakkað svolítið í farinu með
þetta fjarnám í áratug eða svo. Við sem vorum mjög framalega fyrir
einum og hálfum áratug erum nú á eftir öðrum þjóðum á þessu sviði.
Aðrar þjóðir, sem voru jafnvel á eftir okkur í fyrstu, hafa fyrir löngu
sett sér reglur og viðmið um hvernig skuli stunda þetta.“
Bandaríkjamenn hafa sett viðmið
Hvers vegna hefur þetta ekki verið gert. Er ekki auðvelt að setja svona
reglur og viðmið með því að setja upp eitthvað módel sem notað hefur
verið, t.d. á Norðurlöndunum eða hjá öðrum Evrópuþjóðum?
„Það væri kannski frekar að skoða hvað Bandaríkjamenn hafa verið
að gera. Þeir hafa verið duglegir að búa til staðla um hvernig fjar-
kennsla skuli stunduð. Norðurlandabúar hafa verið mjög íhaldssamir
gagnvart fjarkennslu. T.d . hafa Svíar ekki viljað nota fjarkennslu í
framhaldsskólum nema með mjög ströngum skilyrðum. Þeir hafa
miklar áhyggjur af gæðaþættinum eða m.ö.o. því að nemendur fái ekki
nógu góða þjónustu þannig að fjarkennslan þar er undir mjög ströngu
skilyrðum um hvernig búið skuli að nemanda í þeim skóla sem hann er
skráður í. Þannig er t.d. fjarkennsla í Svíþjóð ekki stunduð nema nem-
andi í fjarkennslu sé með tryggan stuðning í sínum heimaskóla. Þeir
hugsa þetta til að hægt sé að bjóða nemanda á fjarlægum stað, t.d.
norðarlega, upp á nám í einhverjum áfanga sem ekki er í boði í hans
skóla en þá verður líka að tryggja að hann hafi þjónustu í heima-
skólanum. Bandaríkjamenn hafa sett sér viðmið sem menn telja sér
skylt að fara eftir en sú vinna hefur ekki verið unnin hér á Íslandi.“
Bitu snemma í sig að þetta væri ódýr kostur
Hálfdán segir að út af þessu sé ákveðin krísa hér á landi varðandi fjar-
kennsluna sem valdi erfiðleikum við að halda þessari starfsemi gang-
andi. Augljóst er að ganga þarf í þetta verk. „Það er ákveðin fyrirstaða
varðandi fjarkennsluna og sú fyrirstaða er því miður í ráðuneytinu. Fólk
virðist hafa bitið það í sig snemma að þetta væri kennslukostur sem hlyti
að vera miklu ódýrari en önnur kennsla. Það virðist ekki hafa komist
upp úr því hjólfari ennþá. Þar af leiðandi hefur í ráðuneytinu verið forð-
ast að fjalla um gæðaþáttinn því það þýðir að þá þarf að útbúa einhvers
konar verklýsingar fyrir fjarkennsluna og sennilega líkar ráðuneytisfólki
ekki það sem það sér þegar byrjað er á þeirri vinnu. Þá birtist líklega
ýmislegt sem stangast á við þær hugmyndir sem fólk var fyrir fram búið
að bíta í sig að þetta væri svo rosalega ódýrt og hagkvæmt.“
„Þetta þýðir að fjarkennsla kemur
mjög illa út hvað gæði varðar“