Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Qupperneq 4
AFMÆLISRIT F. U. J.
2
F. U. J. í Hafnarfirðí 10 ára
Saga félagsíns eftir Ólaf Þ. Kristjánsson
Ólafur Þ. Kristjánsson
Stofnun.
Fyrsta félag ungra jafnaðarmanna
hér á landi var stofnað í Reykjavík 8.
nóvember 1927, með rúmum 40 félags-
mönnum. Var það ekki nema eðlilegt,
að þetta yrði fyrst í Reykjavík, því að
þar voru höfuðstöðvar Alþýðúflokksins
og skilyrði á marga lund bezt til að
stofna og starfrækja slíkt félag.
Það lætur að Iíkum, að stofnun þessa
félagsskapar helur vakið eftirtekt þeirra
manna, sem áhugasamastir voru í hópi
ungra jafnaðarmanna á öðrum stöðum,
og þá einkum í grennd við Reykjavík.
Sú varð og raunin á, að þrem mánuðum
síðar gengust þrír ungir og áhugasamir
Alþýðuflokksmenn fyrir þvi, að haldinn
var stofnfundur samskonar félags í
Hafnarfirði.
Þessir þrír forgöngumenn að stofnun
félagsins eru nú allir vel þekktir menn
vegna starfa sinna fyrir Alþýðuflokkinn
og verklýðsfélögin. Það voru þeir Guð-
ekki leyst nema á einn veg, — með al-
ræði socialismans. Takmark F. U. J.
félaganna er því fyrst og fremst það, að
skóla sína meðlimi til þess að vinna að
sigri socialismans, en sú hugsjón
kemst fyrst til framkvæmda þegar allur
þorri þjóðarinnar hefir fengið þroska
og skilning á sínu hlutverki.
Æskan verður því að vera vel á verði,
starfa örugg og markviss að sínum á-
hugamálum, láta aldrei bugast, en
sækja fram skref fyrir skref, unz tak-
markinu er náö.
Þessi 10 ára starfsemi F. U. J. í Hafn-
arfirði gefur góðar vonir um það, að
ekki einungis hafnfirzkir æskumenn og
konur, heldur allur æskulýður þessa
lands, verði nýtir og góðir starfsmenn
fyrir verkalýðssamtökin í landinu.
Stærri og einlægari ósk á félagið ekki
á þessum tímamótum á starfsbraut
sinni en þá, að félagið mætti eflast og
blómgast, og að hin margvíslegu menn-
ingaráhrif þess mættu verða sem var-
anlegust, svo að áhrifin frá því næði
tilgangi sínum.
Verndum sjálf okkur innan vébanda
F. U. J. og fáum fleiri til þess að ger-
ast liðsmenn undir einkunnarorðunum:
Friður, Frelsi, Framfarir.