Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Page 7
5
AFMÆLISRIT F. U. J.
ríkssyni falið að gegna formannsstörfum
í forföllum hans.
Innstreymið 1930.
í janúar 1930 fóru fram bæjarstjórn-
arkosningar í Hafnarfiröi. Voru þær all-
hart sóttar og mikill pólitískur áhugi í
bænum um þær mundir.
Ekki verður séð að F. U. J. hafi haft
bein afskipti af kosningunum eða rætt
um þær á fundi, en einstakir félags-
menn unnu eftir mætti að sigri Alþýðu-
flokksins í þessum kosningum eins og
öðrum. En kosningarnar og sú pólitíska
lyfting, sem þær ollu, urðu hinsvegar
ærið þýðingarmiklar fyrir félagið.
Á aðalfundi félagsins, 26. jan., gengu
23 nýir menn í félagið. Sumir þeirra urðu
síðan um langt skeið einhverjir nýtustu
menn félagsins og eru það jafnvel enn.
Má þar nefna menn eins og Jón Magnús-
son, Stefán Júlíusson og Svein V. Stef-
ánsson.
Einn þeirra manna, sem gengu í fé-
lagið á þessum fundi, var Þorsteinn
Björnsson. Hann var þá þegar kosinn
formaður félagsins, en stjórnin var að
öðru leyti þannig skipuð, að Frímann
Eiríksson var ritari, en Guðjón Gísla-
son gjaldkeri.
Þorsteinn Björnsson gerðist brátt ötull
og athafnamikill í formannsstarfi sínu.
Þegar á aðalfundi lét hann kjósa nefnd
til þess að endurskoða lög félagsins og
var því lokið og nýju lögin samþykkt á
næsta fundi (9. febr.). í þeim lögum er
sagt að tilgangur félagsins sé, „að safna
hafnfirzkum æskulýð til fylgis við jafn-
aðarstefnuna og verklýðshreyfinguna og
undii-búa hann til sjálfstæðrar þátttöku
í störfum flokksins“. Þessum tilgangi
hugðist félagið að ná með „öflugri út-
breiðslu- og fræðslustarfsemi um kenn-
ingar jafnaðarstefnunnar og kröfur
hennar“.
Það er því í samræmi við þessa stefnu-
skrá, að haldinn var útbreiðslufundur
2. febrúar með þeim árangri, að 70 menn
gengu í félagið, bæði piltar og stúlkur.
Áður höfðu félagsmenn verið eingöngu
piltar.
Innstreymið í félagið hélt áfram fram
eftir vetrinum. 9. febr. bætast 47 menn
í hópinn, 16. febr. 22, og 9. marz 27. Alls
gengu í félagið á þessu ári 214 manns.
En ekki varð félaginu mikill styrkur í
flestum þessara manna. Þeir komu í
augnablikshrifningu og hurfu svo burt
aftur, þegar hrifningin leið hjá. Sumir
sóttu eina félagsskemmtun og tóku ekki
annan þátt í félagslífinu. Nokkrir
greiddu ekki einu sinni inntökugjaldið,
og margir aldrei neitt ársgjald, svo að í
árslok 1930 eru ógreidd ársgjöld frá því
ári talin 344 kr. á reikningum félagsins,
en þó guldu miklu færri af skráðum fé-
lagsmönnum gjöld sín til félagsins árið
1931, og hafa þau nú fyrir löngu verið
strikuð út sem ófáanleg.
En þó að svona færi þegar frá leið, þá
var félagslíf í F. U. J. mjög fjörugt árið
1930. Umræðufundi hélt félagið 13 og
voru þeir allir mjög fjölsóttir. Auk þess
hélt félagið fjórar ágætar skemmtanir
og eina hlutaveltu. Ágóðinn af henni var
látinn renna í Alþýðuhússjóð.
Síðar í þessum þáttum verður minnzt
á ýmislegt fleira, sem félagið starfaði
að á þessu eftirminnilega ári í sögu
þess.
Aldan hjaðnar.
Á aðalfundi 1931 skoraðist Þorsteinn
Björnsson undan endurkosningu, enda