Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Page 8

Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Page 8
AFMÆLISRIT F. IT. J. varð hann þrítugur á því ári. Hann var einnig um það leyti kosinn formaður í Verkamannafélaginu Hlíf, og var for- maður þess þetta ár (1931). Átti hann mikinn og góðan þátt í stofnun Pönt- unarfélagsins og lífsbaráttu þess fyrstu árin, eins og lýst mun verða, þegar saga þess félagsskapar verður rituð. Formaður F. U. J. var þá kosinn Ólafur Þ. Kristjánsson, en stjórnin, sem nú var skipuð 5 mönnum, var þannig að öðru leyti, að Jón Magnússon var varafor- maður, Þórður Þórðarson ritari, Sigríð- ur Thordersen gjaldkeri og Niels Þórar- insson fjármálaritari. Á þessu ári tók mjög að dofna yfir félagslífinu, þegar hrifningaraldan frá bæjarstjórnarkosningunum árið áður tók að hjaðna. Fundir voru að vísu litlu færri en áður, — 11 málfundir, 2 opin- berir þjóðmálafundir, 2 skemmtanir og 1 kaffikvöld, — en þeir voru miklu verr sóttir en áður. í árslok 1931 voru skráðir félagsmenn 178 að tölu, en aðeins fáir þeirra voru lifandi félagar, sem bezt má sjá af því, að einar 150 krónur heimtust inn af ársgjöldum þetta ár. Næstu ár dregur enn úr fjöri félagsins. Má nokkuð marka það af tölu fundanna. 1932 voru þeir 10, 1933 7 og 1 opinn fund- ur, 1934 5 og 1935 enginn, enda voru bæði formaður félagsins og ritari fjar- verandi úr bænum það ár. Félagatalan fer stöðugt minnkandi. Ýmsir þeirra manna, sem áður höfðu starfað meira eða minna í félaginu, eld- ast úr því á þessum árum, t. d. Emil Jónsson, Þorsteinn Björnsson, Þóroddur Hreinsson, Páll Sveinsson, Bjarni M. Jónsson, Guðm. Gissurarson og Ólafur Þ. Kristjánsson. „Dauðu“ félagarnir voru smám saman strikaðir út. En í félagið 6" gengu nokkrir ungir áhugamenn, piltar og stúlkur, og eru flestir þeirra enn starfandi í félaginu, nema hvað af 23 mönnum, sem smalað var í félagið á skemmtifundi í marz 1934, hafa fáir eða engir orðið félagsskapnum að nokkru liði. Ný starfsemi. En þótt virkir félagsmenn væru ekki margir á þessum árum, hélt samt félagið jafnan uppi töluverðu starfi. Verður á sumt minnzt sérstaklega síðar, í sam- bandi við einstök mál, en hér skal drepið á annað. í ársbyrjun 1931 eru lög félagsins end- urskoðuð á ný og stefnuskrá þess samin nokkuð greinilegar en áður. Þykir hlýða að taka hana hér upp, þar sem hún er enn í gildi: „Tilgangur félagsins er: a) að safna hafnfirzkum æskulýð til fylgis við jafnaðarstefnuna. b) að efla félagsþroska meðlimanna og undirbúa þá til sjálfstæðra starfa í þágu alþýðuhreyfingarinnar. c) að vinna að viðgangi jafnaðarstefn- unnar á allan hátt, sem unnt er. Tilgangi sínum hyggst félagið að ná: a) með fræðslustarfsemi um kenningar jafnaðarstefnunnar og kröfur. b) með fundahöldum og öðrum sam- komum og æfingum í ýmiskonar starfsemi í þágu félagsins. c) með því að starfa í sem nánustu sambandi við verkalýðsfélögin hér í bænum og styrkja þau í störfum þeirra.“ Á þessu ári eignast félagið sérstakan fána. Því máli höfðu Þórður Benedikts- son og Gísli Ásmundsson hreyft fyrstir

x

Afmælisrit F.U.J.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisrit F.U.J.
https://timarit.is/publication/1183

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.