Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Page 10

Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Page 10
AFMÆLISRIT F. U. J. 8 Alþýðuflokksins í bæjarstjórnarkosning- unum 1934. Stjórnin, sem kosin var á aðalfundi 1934, Jón Magnússon, formaður, Vigfús Sigurðsson varaformaður, Stefán Júl- íusson ritari, Marteinn Marteinsson gjaldkeri og Hannes Sigurjónsson fjár- málaritari, hóf starf sitt með myndar- legri árshátíð, og var þá gefið út afmæl- isrit, sem Leiftur hét, 16 síður í allstóru broti, hið eigulegasta rit. Einnig gaf fé- lgaið út 1. maí-blað þetta ár. Síðustu árin. Hér verður ekki fjölyrt um starfsemi félagsins tvö undanfarin ár, því að hún má enn vera mönnum í fersku minni. Einkum hefir verið lögð áherzla á innri byggingu félagsins sjálfs með þeim skilningi, að hlutverk félagsins sé að vera skóli æskunnar undir annað og meira starf í þágu Alþýðuflokksins og þjóðfélagsins. Fundum hefur fjölgað (4 árið 1936, en 6 árið 1937, auk skemmtifunda). Félaga- talan hefur aukizt. Félagar voru ca. 50 í ársbyrjun 1936, en 12. febr. 1938, þegar félagið var 10 ára, taldi það 73 meðlimi. Málfundaflokkur félagsins hefir verið endurvakinn og saumaflokkur stofnað- ur. Félagið átti frumkvæði að því, að bær- inn hóf sérstaka atvinnubótavinnu með skólastarfsemi fyrir atvinnulausa ung- linga veturinn 1936—37. Þá var það og fyrir atbeina félagsins, að nefnd hefir starfað við að svipast um eftir stað, sem væri hentugur fyrir Al- þýðuflokksfélögin í Hafnarfirði til skemmtana og hvíldar. í ársbyrjun 1937 fékk félagið rétt til að láta formann sinn eiga sæti í Fulltrúa- ráði verklýðsfélaganna í Hafnarfirði. Stjórn félagsins 1936 var þannig skip- uð: Vigfús Sigurðsson formaður, Ólafur Jónsson, varaformaður, Sveinn V. Stef- ánsson ritari, Marteinn Marteinsson gjaldkeri og Haraldur Guðmundsson fjármálaritari. Árið 1937 skipuðu eftirtaldir menn stjórnina: Sveinn V. Stefánsson, for- maður, Níels Þórarinsson, varaformaður,. Ólafur Jónsson, ritari, Marteinn Mar- teinsson, gjaldkeri, og Pétur Óskarsson, fjármálaritari. Yfirlit. Hér fer á eftir yfirlit yfir nokkra þætti í starfsemi félagsins. Sýnir það hve margir fundir hafa verið haldnir hvert ár fyrir sig og hve margar skemmtanir, og hve mörg erindi hafa verið flutt á fundum félagsins. Almennir þjóðmála- fundir, sem félagið hefir gengizt fyrir, og kaffifundir eru taldir með í tölu fundanna. Ár Fundir Skemmtanir Erindi 1928 6 1 4 1929 2 1930 16 4 3 1931 14 2 3 1932 10 1 4 1933 9 4 3 1934 6 4 1 1936 4 2 1937 7 1 6 Alls 74 19 24 Við þessa skrá er það að athuga, að fundirnir eru eitthvað fleiri en hér er talið. Kaffifundir eru venjulega ekki bókaðir í gerðabókum félagsins og al- mennir þjóðmálafundir ekki heldur, en

x

Afmælisrit F.U.J.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisrit F.U.J.
https://timarit.is/publication/1183

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.