Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Side 12
AFMÆLISRIT F. U. J.
10
þennan vetur og þann næsta, og þótti
það ágætt skemmtiatriði.
Haustið 1931 var eftir tillögu frá
Bjarna M. Jónssyni kosin nefncl til þess
að undirbúa flokkastarfsemi innan fé-
lagsins. í nefndinni voru Stefán Júlíus-
son, Jóna ísleifsdóttir og formaður fé-
lagsins, Ólafur Þ. Kristjánsson. Nefndin
skilaði ýtarlegu áliti á næsta fundi (30.
okt. 1931), og lagði fram almennar
starfsreglur fyrir slíka innanfélags-
flokka. Síðar á fundinum var málfuncLa-
flokkur stofnaður fyrir atbeina Stefáns
Júlíussonar.
Stofnendur málfundaflokksins voru 6,
en fleiri bættust við síðar. Stefán var
formaður hans. Fundir voru haldnir
vikulega og voru umræður oft bæði harð-
ar og skemmtilegar. Starfaði flokkurinn
fram í miðjan febrúar 1932, og hafði þá
haldið 12 fundi.
Flokkurinn tók aftur upp starfsemi
sína í desember 1932, fyrst undir forustu
Stefáns, en þegar hann hvarf burt úr
bænum eftir áramótin, tók Jón Magnús-
son við stjórn flokksins. Skýrslur eru
ekki til um starfsemina að þessu sinni,
en flokkurinn starfaði af talsverðu fjöri
fram eftir vetrinum.
Síðan liggur þessi starfsemi niðri, þar
til í desember 1937, að nýr flokkur er
myndaður. Hefir hann starfað síðan með
miklum áhuga. Formaður hans er Stef-
án Júlíusson, en 10 menn eru í flokkn-
um.
Sauvuiflokkur var stofnaður í desem-
ber 1937, og eru í honum 8 stúlkur. For-
maður flokksins er Unnur Erlendsdóttir.
Leikflokkur hefir aldrei verið stofn-
aður innan félagsins, en nokkrum sinn-
um hafa fleiri eða færri félágsmenn æft
smáleiki og sýnt á skemmtisamkomum.
Öreiginn.
Á 6. fundi félagsins, 9. des. 1928,
minntist Guðm. Gissurarson á það, að
vænlegt væri til gagns og skemmtunar
í félagsskapnum, að gefa út innanfélags-
blað. Tóku menn vel undir það, en ekkert
mun hafa orðið úr framkvæmdum.
Tveim árum síðar (14. des. 1930), er
útgáfa innanfélagsblaös ákveðin. Jón
Pálsson átti upptökin að því, en að und-
irbúningi málsins höfðu þeir Guðmund-
ur Gissurarson og Jón Magnússon unnið
með honum. Blaðið var látið heita Ör-
eiginn. Jóni Pálssyni var falin ritstjórn
blaðsins, og var það i fyrsta sinn lesið
upp á fundi 4. febr. 1931.
Öreiginn er nú orðinn allstór bók, 86
blaðsíður í stóru broti. Alls hefir hann
birzt 13 sinnum, misjafnlega stórvaxinn,
en alltaf áheyrilegur. Jón Pálsson var
ritstjóri að fyrstu 5 blöðunum, en aðrir
ritstjórar hafa verið: Gunnar Jónsson,
Stefán Júlíusson, Guðmundur B. Magn-
ússon (frá Katrínarkoti), Magnús
Kjartansson, Sveinn V. Stefánsson og
Ólafur Jónsson. Fleiri félagar hafa
skrifað i blaðið, og er sérstaklega ástæða
til að nefna Valgeir Sigurðsson í þvi
sambandi. Talsvert er skrifað undir dul-
nefnum, og verður nú ekki um það sagt,
hverjir það hafa gert. Sumt af því, sem
ritað var í Öreigann, birtist síðar í
Kyndli.
Öreiginn skiptist þannig niður á ár,
að 1930 kom hann út 5 sinnum, tvisvar
1932 og jafnoft 1933, einu sinni hvort
árið 1935 og 1936, og tvívegis árið 1937.
Hefir hann jafnan þótt góður gestur á
fundi félagsins.
Alþýðuhús.
Eitt þeirra mála, sem F. U. J. hefir