Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Blaðsíða 14

Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Blaðsíða 14
AFMÆLISRIT F. U. J. 12 félaginu væri alveg óhætt að treysta góðum málstað og leggja til þessarar orrustu. Þó var ákveðið að fresta hólm- göngunni að sinni, en halda í þess stað opinn æskulýðsfund. Sá fundur var haldinn nokkru síðar, en um hann er ekkert bókað. Fór hann þó ágætlega fram. Auk hafnfirzkra ræðumanna töl- uðu þar menn úr F. U. J. í Reykjavík, meðal annarra Árni Ágústsson, Kristinn Ág. Eiríksson, Vilhjálmur S. Vilhjálms- son og Þorvaldur Brynjólfsson. 9. marz var aftur haft orð á því, að bjóða „Stefni“ til hólmgöngu, og var nú ekki á það minnzt, að Reykvíkingar tækju þátt í fundinum. Fundarmenn voru allir á einu máli um að bjóða ,,Stefni“ út, en sumir töldu þó ekki sanngjarnt að Sjálfstæðismönnum leyfð- ist að tefla þar fram eldri mönnum en þrítugum. Sigfús Magnússon og Ólafur Þ. Kristjánsson og Kristinn Ág. Eiríks- son úr Reykjavík, töldu sjálfsagt að „Stefnir“ réði því sjálfur, með hvaða lið hann kæmi á funidnn. Var það og samþykkt. Kappræðufundur þessi fór fram í Bæj- arþingssalnum 23. marz við húsfylli. Var ekki laust við að nokkur glímu- skjálfti væri í F. U. J.-mönnum fyrir fundinn, því að hér gengu þeir til leiks, sem þeir höfðu aldrei háð áður, en mikið var undir komið hvernig tækist. En fundurinn reyndist þeim í öllu hinn ánægjulegasti. Ræðumenn af hendi F. U. J. voru: Emil Jónsson, Guðm. Gissurarson, Guð- mundur I. Guðmundsson, Ólafur Þ. Kristiánsson, Þorsteinn Björnsson og Þóroddur Hreinsson. En meðal ræðumanna „Stefnis“ voru Sigurgeir Gíslason og bæjarfulltrúarnir Ásgrímur Sigfússon, Helgi Guðmundsson og Þorleifur Jónsson. Páll Sveinsson segir þannig frá þessum fundi í áðurnefndri minningargrein: „Félagið gekk með glæsilegan sigur af hólmi. Ræðumenn þess voru margir, allir innan þrítugs. Ræðurnar fluttar með krafti og rökum, sóknin djarfmann- leg, enda fyrir fögrum hugsjónum bar- izt. En ræðumenn félags ungra Sjálf- stæðismanna allir komnir á hin efri ár, að undanskildum þremur, og sýndi það enn betur hvoru megin æskan var. Annars fór fundurinn vel fram sem vera bar, og var F. U. J. til hins mesta sóma.“ Hvernig Stefnir leit á sinn hlut eftir fundinn, má marka af því, að þegar F. U. J. ári síðar (1931) bauð ,,Stefni“ til annars kappræðufundar, er fram- bjóðendurnir til Alþingis, Stefán Jóh. Stefánsson og Bjarni Snæbjörnsson, tækju þátt í með félögunum, þá neitaði „Stefnir“, ásamt Bjarna Snæbjörnssyni, að koma á þann fund. F. U. J. og S. U. J. Þegar Samband ungra jafnaðar- manna var stofnað 4. maí 1929, var F. U. J. í Hafnarfirði eitt þeirra fjögurra. félaga, er það gerðu, og hefir það alla tíð síðan verið önnur öflugasta stoð Sambandsins. Hér verður sú saga ekki rakin, en þess skal þó getið, að á 3. þingi S. U. J. á Siglufirði í september 1930, þegar kommúnistar klofnuðu út úr samtökunum, þá stóðu fulltrúarnir úr Hafnarfirði allir eins og einn veggur með Alþýðuflokknum. Þessir fulltrúar voru: Frímann Eiríksson, Guðmundur Gissurarson, Jón Magnússon, Jónína

x

Afmælisrit F.U.J.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisrit F.U.J.
https://timarit.is/publication/1183

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.