Afmælisrit F.U.J.

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Qupperneq 15

Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Qupperneq 15
13 AFMÆLISRIT F. U. J. Filippusdóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Björnsson. Og þegar heim kom, samþykkti félagið einum rómi gerðir fulltrúa sinna á fjölmennum fundi, eftir harðar umræður við kom- múnista úr Reykjavík, sem sóttu fund- inn allfjölmennir. Og ekki hvarf einn maður í F. U. J. í Hafnarfirði burt úr félaginu vegna klofningsins. F. U. J. hefir frá byrjun átt menn í stjórn S. U. J., þótt þeir verði hér ekki taldir. í útgáfu Kyndils átti F. U. J. í Hafn- arfiröi drjúgan þátt. Árið 1930 lagði það fram tæpar 150 kr. til útgáfunnar. í ársbyrjun 1931 flutti blaðið til Hafnar- fjarðar. Frímann Eiríksson, Jón Magn- ússon og Jón Pálsson sáu um afgreiðsl- una og fjármálin, en Guðm. Gissurar- son og Ólafur Þ. Kristjánsson áttu á- samt Árna Ágústssyni sæti í ritstjórn- inni. Þeir sátu þar einnig árin 1932 og 1933, eftir að blaðinu var breytt í tíma- rit, en lítil var þátttaka þeirra í rit- stjórninni síðara árið. Útgáfustarfsemi. í síðasta kafla hér fyrir ofan, er sagt frá þátttöku F. U. J. í útgáfu og stjórn „Kyndils". Hér skal því einu bætt viö, að fyrir Alþingiskosningarnar 1931 var eitt blað „Kyndils“ algerlega helgað kosningabaráttunrú í Hafnarfirði, og var það borið í hvert hús í bænum. Þetta blað höfðu þeir ritað allt, Bjarni M. Jónsson og Ólafur Þ. Kristjánsson. Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1930 gaf félagið út „Ávarp til unga fólksins“, og 1933 gaf það út lítinn, pólitískan bækling, „Vér mótmælum“. Þegar 1. maí var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði (1931), var gefið út sérstakt blaö, „1. mai“. Átti F. U. J. sinn þátt í þeirri útgáfu, ásamt hinum félögunum og lagði tii ritstjórann. En 1934 gaf F. U. J. eitt út blaðið „1. maí“, og sá Jón Magnússon um það. Það sama ár (1934), gaf félagið út afmælisrit, „Leiftur“, eins og áður hefir verið minnzt á. Og nú, á 10 ára afmæli félagsins, þetta rit', sem hér birtist. Niðurlag. Hér hefir verið gerð grein fyrir starf- semi F. U. J. í Hafnarfirði og fram- kvæmdum þess í þau 10 ár, sem liðin eru frá stofnun þess. Ályktanir verða hér engar af því dregnar, og getur hver gert það fyrir sig. Það eitt skal samt sagt hér, að þó að stundum hafi þótt dauft yfir starfsemi félagsins og hún jafnvel legið niðri eitt ár, þá verða þó þeir hlutir, sem félagið hefir gert, ekki gerðir nema miklu starfi og miklum tíma sé til þeirra varið, en þeir einir, sem sjálfir hafa eitthvað starfað að félags- málum, geta gert sér glögga hugmynd um, hve mikið starf og hve mikinn tíma slíkt kostar, ekki sízt þegar starfið er unnið af ungu fólki, sem flest hefir litla eða enga æfingu í félagsstarfsemi. Fundir verða taldir, skrifaðar og prentaðar blaðsíður sömuleiðis, tillögur og samþykktir er hægt að reikna saman eftir orðafjölda, en hitt verður aldrei talið né tölum metið, hve mikils þroska allfjölmennur hópur æskumanna hefir aflað sér með starfi sínu í Félagi ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. En sá þátturinn í starfsemi félagsins er mest virði, að það hefir verið og er skóli fyrir ungt fólk í félagsstarfsemi. Ólafur Þ. Kristjánsson.

x

Afmælisrit F.U.J.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisrit F.U.J.
https://timarit.is/publication/1183

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.