Afmælisrit F.U.J. - 01.06.1938, Side 18
AFMÆLISRIT F. U. J.
lff
Fram tíl sóknar!
Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnar-
firði hefur nú um 10 ára skeið verið
cinn þáttur í hinni pólitísku baráttu al-
þýðunnar hér í bæ. Þar hafa verið rædd
flest þau mál Alþýðuflokksins, sem efst
hafa verið á baugi á hverjum tíma. Fé-
lagið hefur veriö vettvangur æskunnar
til að láta mál alþýðunnar til sín taka,
ræða um þau frá ýmsum hliðum, gera
um þau ályktanir og annast fram-
kvæmdir, eftir því sem ástæða og geta
hefur leyft. — Með starfsemi sinni hefur
F. U. J. aukið félagshyggju meðal al-
þýðuæskunnar hér í bænum, þjálfað
hana í félagsstarfsemi, og veitt henni
þroska og æfingu til að taka raunhæfan
þátt í verkalýðsbaráttunni. Það er að
vísu svo, að þessi æskulýðshreyfing er
ekki eins víðtæk hér í bæ og bezt væri
á kosið, en hitt er vitanlegt, að starf-
semi áhugaliðs F. U. J. á hverjum tíma
hefur mjög gætt í hinni pólitísku og
faglegu baráttu verkalýðsins.
F. U. J. á nú sem endranær hóp af á-
hugasömu og fórnfúsu fólki, bæði karla
og konur. Starfsemin þarfnast einmitt
áhuga og fórnfýsi, því nóg eru verkefn-
in og nógir kraftarnir til að hrinda þeim
í framkvæmd, ef viljinn er einlægur og
Eftír Guðmund Gissurarson
einbeittu-r, en kröftum sínum verður
áhugalið félagsins að beina nú fyrst og
fremst í þá átt að gera sem flesta ,og
helzt alla að starfandi áhugaliði, þá
munu margir bætast í hópinn, áður langt
líður.
Á þessum tímamótum F. U. J. vil ég
færa því hugheilar árnaðaróskir, en þær
felast í því fyrst og fremst, að félags-
skapnum mætti auðnast að skapa meiri
og einlægari félagshyggju, ná tökum á
allri alþýðuæsku hér í bæ, veita henni
félagslegt uppeldi á grundvelli jafnaðar-
stefnunnar og gera hana að heilsteypt-
um virkum aðila í alþýðusamtökunum.
Setjið merkið hátt. Vinnið drengilega
og markvíst. Fram til nýrrar og öflugri
sóknar.
Guðvi. Gissurarson.
PRENTSMIÐJAN EDDA H.F.