Félagsbréf - 01.05.1971, Page 13

Félagsbréf - 01.05.1971, Page 13
Birgir Kjaran er mikill unnandi íslenzkrar náttúru eins og kunn- ugt er og bækur hans bera með sér. Þær segja frá ferðum hans um landið, oft á fáförnum slóðum, lýsa sérkennilegum stöðum, gróðri og dýralífi, en einnig mörgu því fólki, sem verður á vegi liöfundarins. Birgir er kunnáttusamur rithöfundur, skrifar fallegt mál, og öll frásögn hans er mótuð af djúpri innlifun og samkennd. Birgir Kjaran AUÐNUSTUNDIR FAGRA LAND HAFÖRNINN Þorvaldur Thoroddsen kvað þetta rit vera „bezta og yfirgripsmesta rit, sem skrifað var um Island á 18. öld, áður en Eggert Ólafs- son kemur til sögunnar." Bókin er markverð heimild um land og þjóð eins og högum var háttað hér fyrir röskum tveimur öldum. En auk þess er bókin merkileg fyrir þær sakir, að hún kynnti erlendum þjóðum Island og kvað niður margar firrur um landið og þjóðina. Bókin kom út í Kaupmannahöfn 1752, en var einnig gefin út á þýzku, frönsku, hollenzku og ensku. Steindór Steindórsson íslenzkaði. Niels Horrebow FRÁSAGNIR UM ÍSLAND ÞRJU VEGABRÉF Frásagnir af ferðum Linkershjónanna i fjórum heimsálfum. Halla og Hal Linker GÓÐA TUNGL Saga um konur og ástir i Austurlöndum. Jorgen Andersen- Rosendal SAFNRIT Finnntíu nafnkenndir íslendingar minnast látinna feðra sinna og MÓÐIR MÍN mæðra. Þar er minnzt húsfreyjunnar og móðurinnar í öllum stétt- FAÐIR MINN um þjóðfélagsins. Þar segir frá bóndanum, smiðnum, fræðimann- inum, skútukarlinum, skólamanninum, kaupmanninum, stjómmála- manninum og sveitaprestinum eins og þeir gerðust um siðustu aldamót.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.