Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 15

Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 15
Svartfugl Eitt áhrifamesta skáldrit í íslenzkum bókmenntum Fá eða engin ei*u þau sakamál íslenzk frá liðnum öldum, er í minni þjóðarinnar hafi yfir sér hrikalegri harmsögublæ en hin svonefndu Sjöundármorð, sem áttu sér stað árið 1802 á einu afskekktasta kotbýli þessa lands, á innanverðum Rauðasandi í Barðastrandarsýslu. f raun er því líkast sem hinn dimmleiti örlagavaldur, er þar hafði leikstjóm á hendi, hafi að yfirlögðu ráði og rök- vísu vandlæti sett þennan harmleik á svið og ekki að- eins kosið honum það umhverfi, sem eitt hentaði, á sæ- brattri strönd og brimsorfinni, undir gneypum fjöllum, heldur skipað þar heilu mannfélagi í hnotskurn, sem í einangruðum heimi heyr sína örlagaglimu við ytri og innri máttarvöld. Það er þessi saga, um ástir og harm- kvæli Bjama og Steinunnar á Sjöundá, sem Gunnar Gunnarsson hefur tekið til meðferðar í Svartfugli, einu áhrifamesta skáldverki i íslenzkum hókmenntirm.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.