Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 16

Félagsbréf - 01.05.1971, Blaðsíða 16
Gumiar Gunnarsson hefur sjálfur lýst þvi, hvernig hug- myndin að Svartfugli varð til og þróaðist með honum a löngu árabili. Hann kveðst aðeins hafa þekkt Sjöund- ármálið af orðspori, er hann kom til Reykjavikur vorið 1913 og hafði þar nokkra viðdvöl, en þá átti hann tíð- um leið framhjá Steinkudys á Skólavörðuholti og stað- næmdist þar þá stundum, „einn á árdegisgöngu til öskju- hliðar, áður Reykvíkingar almennt voru komnir á flakk“. Seinna þetta sama vor fór hann með skipi vestur, norð- ur og austur um land til Vopnafjarðar, og þá var það, „að á leiðinni vestur með Barðaströnd, sem af skips- fjöl að sjá á vordegi dregur mann að sér með draum- fegurð og hrikaleik, beittum við grunnt fyrir Skor, og var ég að raula fyrir munni mér kvæði Matthiasar um Eggert, þegar einhver hnippti í mig og benti mér á húsaþúst í grónu túni innar af Skorarhlíðmni, æðispöl frá sjó. Það var Sjöundá. Ekki man ég nú lengur, hvort ég sá þess nokkur merki, að jörðin væri í ábúð. Hitt man ég glöggt, að þar mótaði fyrir túni.“ Og enn segir Gunnar: „Þó skömm sé frá að segja, varð mér of starsýnt á þenna litla, græna blett í brattri hlið, umleikinn einhverjum þeim munaðarlausustu minn- ingum, er á Fróni eiga heima, til þess að ég veitti Saurbæ og Rauðasandinum yfirleitt þá athygli, sem vert hefði verið. Enginn túnskiki er svo aumur, að sólbros sóleyja og fifla á vordegi geri hann ekki að unaðsreit, einkum ef umhverfið er nógu óhrjálegt. Ekkert mann- líf, sem sögur fara af, er svo aumt, að af því stafi ekki geislar einhverrar tegundar. Því hafði slegið niður í mér, er ég leit heim að Sjöundá og minntist Steinku- dysar, að þama væri frásagnarefni fyrir mig. Þessa sögu mundi ég geta sagt. Ekki nákvæmlega eins og hún gerðist — það er aldrei hægt. En ég mundi geta sagt hana eins og hún hefði getað gerzt. Ef mér heppnaðist vel, mundi ég meira að segja geta sagt hana eins og hún hefði átt að gerast. Lengra kemst enginn.“ En árin liðu og önnur verkefni urðu fyrir valinu, enda þótt Gunnar hefði Steinkudys og Sjöundá sífelld- lega í baksýn. „I hvert sinn, er mér varð hugsað til sigl- ingarinnar fyrir Skorarbjarg (minningunni um þann

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.