Félagsbréf - 01.05.1971, Page 23

Félagsbréf - 01.05.1971, Page 23
betra lagi á lausavísur, en hitt mun fæsta hafa grunað, að hann ætlaði skáldhneigð sinni annan og hærri hlut. En hafi hann komið mönnum á óvart með útgáfu ljóða- bókar, þá máttu kvæðin siálf ekki síður telj - ast tíðindum sæta vegna hins nýstárlega ljóð- stíls, sem þar var að finna. Að sönnu stóðu kvæðin málfarslega á þjóðlegum merg og hin persónulegu viðhorf, sem þau túlkuðu, áttu að sama skapi arfhelgar rætur í einfaldri trú- artilfinningu og barnslegri ást á náttúru og móðurmold. En ferskleiki kvæðanna var eink- um í því fólginn, hversu liöfundurinn leiddi framandi augum hina hversdagslegustu hluti, jafnvel stundum því líkt sem væri hann gest- ur úr ókunnum heimi. Sjálfur hélt Þorgeh' því fram, að sig dreymdi ljóð sín, og við lest- ur margra þeirra verður því auðveldlega trúað. Vísur jarSarinnar bera að sjálfsögðu í mörgu tilliti hið sama svipmót og fyrri bækur höf- undarins. Samt gætir þar nú víða nærstæð- ari raunveruleika en áður, jafnframt því sem meðvitundin um nálægan dauða gæðir þau einatt persónulegri þunga. Við hraðan lest- ur kann sitthvað af því, sem markverðast er í þessum ljóðum, að fara framhjá mönnum, en opni lesendurnir hug sinn fyrir þeim i fullri einlægni munu þeir verða margri reynslu ríkari um gott skáld og góðan mann.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.