Gestur - 15.09.1933, Blaðsíða 6

Gestur - 15.09.1933, Blaðsíða 6
4 GESTUR 1,1. ingar þau flytja. En því er ekki að neita, að þær geta verið œiajafnar, þegar það er krufið til mergjar, þótt flest þeirra séu saklaus og sum mjög lærdómsrík, og sóu boðberar sam- úðar og réttlætis, frelsis, gleði og fegurðar. Fyrir það eru flestir vinir þeirra. Skipbrofsmaðurinn. Indverskt æfintýri. Nú ætla ég að segja þér frá nokkru, sem kom fyrir sjálf- an mig, þegar ég sigldi til náma konungsins á Síniaskagan- um: »Ég fór með skipi, sem var 150 álna langt og 40 álna breitt, og með 150 úrvals sjómönnum frá Egyptalandi. Ueir athuguðu loftsútlitið og þeir athuguðu landið, og þeir voru hugaðir sem ljón. Ueir gátu sagt fyrir um vinda áður en þeir komu, og um óveður, áður en það féll yfir. Peir spáðu fyrir stormi, á meðan vér vorum á hafinu, og áður en vér höfðum náð til iands, kom það. Óveðrið skall á og öldurnar urðu átta álnir á hæð. Ég náði í trédrumb. En skipið fórst, og engum var bjargað af þeim, sem á því voru. En öldur hafsins þeyttu mér upp á ströndina, og var ég þar aleinn í prjá daga. Hjarta mitt var eini félaginn. Ég svaf í skjóli trés og hélt mig í skugga þess, á milli þess að ég náði mér í fæðu. Ég fann þar fíkjur og vínber og allskonar ágæta lauka og gurkur. Par voru fuglar og fiskar. Já, það var ekkert til, sem ekki fékst þar. Ég át mig saddan og henti sumu frá mér, því það var alt of mikið handa mér. Pegar ég var búinn að smíða mér eldnafar, kveikti ég bál og færði guðunum fórnir. — En þá neyrði ég hljóð, sem líktust þrumugný, og ég ímyndaði mér

x

Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gestur
https://timarit.is/publication/1192

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.