Gestur - 15.09.1933, Blaðsíða 4

Gestur - 15.09.1933, Blaðsíða 4
GESTUR 1,1. Æfintýri. Frá aldaöðli hafa mannanna börn skemt sér við æfin- týri sín, að skapa þau og síðan að hiusta á hijómana, sem þau hafa gefið, og unað sér við heimana, er með peim hafa Bkapaðir verið. 1 peim hafa menn látið í Jjós vonir sínar og prár, hugsæi og lífsskoðanir, gleði sína og sorgir, ástir sínar á fegurð og freisi, og hatur á harðstjórn og ranglæti. 1 peim hafa peir sungið lof guðum sínum, hetjum og ástmögum, landi bygð og borgum. I peim er öil náttúran látin eignast skiln- ingarvit og hæfileika mannsins: dýr, jurtir, fuglar ioftsins, skógar, málmar, blóm merkurinnar, vötn og vindar. Alt leik- ur petta hlutverk sín í lifinu, til farsælda fyrir vini sina og velunnara; en tortímingar hinum illu öflum. Æfintýrin fræða oss um margt í hugum og háttum hinna Bundurleitu pjóða, sem pau hafa skapast hjá. Fræða oss um pað, hvað peim pótti eftirsóknarvert, og hvað pað var, er óhamingju pótti valda; um það er í hávegum var haft, og hvað var fyrirlitið. I peim hafa menn látið í Ijós þá bjart- sýni, að hið góða hljóti að vinna sigur að lokum í barátt- unni við hin illu öfl. Vinsældir æfintýranna hafa verið svo iniklar, að þau hafa jafnvel stungið svefnþorni hinum ströngustu vandlætur- um, bvo að hægt hefir verið í þeim að skýra málefni, er ann- ars hefðu verið útilokuð á öðrum vettvangi. Til þeirra hefir jafnvel ekki náð trúarbragðaofstæki né þjóðahatur. En þótt æfintýrin eigi sér aðdáendur alstaðar þar, sem menn mæla, skipa þau þó misjafnt tignarsæti meðal þjóð- anna. í Austuriöndum, svo sem Indlandi, sem af sumum er álitið vagga æfintýranna, skipa þau hvað hæstan sess í hug- um fólksins, sem eftirfarandi saga bendir til: »Synir konungs nokkurs voru bæði daufir og latir, svo að þeir vildu hvorki né gátu lært neitt eða numið. Petta var

x

Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gestur
https://timarit.is/publication/1192

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.