Gestur - 15.09.1933, Blaðsíða 9

Gestur - 15.09.1933, Blaðsíða 9
1,1. G E S T U R ii Sysfir Ulla. Eftir Paul Georg. Frú Simpson sat í lítilli dyngju við gluggann, með prjón- ^ ana í kjöltu sinni, og hún horfði brosandi framundan aér. Sólin var að síga til viðar, og í rökkrinu hafði hún dag- lega guðræknisiðkanir um hönd, en lét vinnuna til hliðar, og þá leyfði hún gömlu minningunum að koma fram í hugann með friði og rósemi. Hægt og hægt yfirgaf sólarljósið húsmunina, og nú hvarf það af gámla skattholinu. Nokkur augnablik sveif það með unaðslegum litbrigðum yfir hinum nýútsprungnu blómum, og yfirgaf svo stofuna, og úti á götunni yfirgaf pað glugga eftir glugga, og hvarf loks að húsabaki. Pá bárust bljómar kirkjuklukknanna hátíðlega um litla, A,- enska sveitarþorpið, og færðu íbúum þess frið og ró, þrátt r fyrir stríðið í fjarska.------------ j • pá opnuðust dyrnar og inn gekk ung stúlka. Hún stans- aði og leit á gömlu konuna. Og þegar síðasti klukknahljóm- urinn heyrðist ekki lengur, gekk hún til hennar eg rétti henni hönd sína. »Hér er yndislegt, mamma, hátíðlegt og fult friðar, Jíkt og heimurinn væri allur eins«. Gamla konau leit upp og augu hennar fyltust tárum. »Ég veit það ekki, barnið mitt«, sagði hún, >hvort það er heimurinn eða mennirnir, sem breyzt hefir, En ég er Guði þakklát fyrir eitt, og það er, að hafa fengid þig aftur, eins og þú áður varst — einmitt þegar okkur vantaði ánægjuna — og hún kemur. Tíminn er bezti læknirinn, sem ég þekki. Ójá!« 1 djúpri þögn hölluðust þær hvor upp að annari og litu út á götuna, þar sem húmið var að færast yfir og verið var að kveikja Ijós í hverjum búðarglugga.

x

Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gestur
https://timarit.is/publication/1192

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.