Gestur - 15.09.1933, Blaðsíða 13

Gestur - 15.09.1933, Blaðsíða 13
1,1. GESTUR 11 >1 Bömu svipan tók alda dyraumgerðina og sleit okkur frá bátnum. Ég heyrði formanninn skipa fyrir, og möglandi tóku skipsmenn til ára, og þeir hurfu okkur fljótt sýnum. — Fullur örvæntingar yfir pví að áætlun mín misheppnað- ist, starði ég í myrkrið á eftir bátnum, og hugsunarlaust dró ég ungu stúlkuna, sem mér heppnaðist ekki að bjarga, faat- ara að mér. Pá hljómaði aftur rödd stúlkunnar, pessi ákveðna, hljómmikla rödd, sem einu sinni hafði gjört pað að verkum að ég gleymdi sjálfum mér, >l?ér þurfið ekki að halda mór svona fastri*. sagði hún, og ég held í raun og veru að hún hafi brosað. — >Ég hleyp ekki frá yður. Við ættum heldur að setjast niður, annars fljótum við fyr eða síðar í burtu«. Ég hlýddi henni og fór svo að hugsa um kringumstæð- urnar. Pað var í raun og veru vonlaust. Dyraumbúningurinn var of lítill til að halda tveimur uppi. Öldurnar gengu hver af annari yfir hann, og ógnuðu okkur með pví að færa okk- ur í djúpið með sér. Svo tók ég beltið af mér og batt hönd hennar með pví við járnhringinn. Ég lét aftur augun og ætlaði að renna mér alveg í sjóinn, því öðru hvoru okkar varð að offra, og hluturinn hlaut að falla á inig, sem hvorki átti foreldra né unnustu. En um leið og ég var að renna mér út, greip hún fast í kragann á yfirfrakka mínum, pessi röska, litla kona. »Varið pér yður!« hrópaði hún. Ég heyrði að hún var reið. »Hvað ætlið pér eiginlega að gera? Ég get sagt yður, að ef pér farist hér, vil ég fylgja yður. Ég get ekki hugsað til þess að fljóta hér eina stund einsömul í myrkrinu*. Hún leysti af sér belti mitt og fékk mér pað, og ég sá, að augu hennar voru full af tárum. Ég batt mig sjálfan fastan og hélt henni í fangi mínu, um leið og ég reyndi að hlífa henni fyrir ölduganginum. Alt í einu lagði hún hendurnar um háls mér og hallaði höfði sínu að vanga mér. 1 pví heyrði ég ólgandi gný í

x

Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gestur
https://timarit.is/publication/1192

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.