Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1894, Síða 99
95
Nautgripir, veturgamlir og eldri, voru á öllu landinu samtals:
Árin 1889—91 að meðaltali................................18262
árið 1892 ..............................20142l meðaltal 19160
— 1893 ...............................18178)
Sauðfje, að lömbum meðtöldum, var samtala á öllu landinu:
Arin 1889—91 að meðaltali...............................642974
árlð 1892...............................766941) meðaltal 752695
— 1893................................738449)
Hross samtals, að folöldum meðtöldum, voru:
Árin 1889—91 að meðaltali................................31798
árið 1892
— 1893
35325)
35673)
meðaltal 35499
Að því er búpening snertir, mega þessi tvö ár þannig teljast meira en meðalár
í samanburði við næst undanfarin ár. Eins og getið er til í yfirliti yfir búnaðarskýrsl-
urnar fyrir 1890 og 1891 (Stjt. 1892, C, bls. 37) hefur fjölgun nautgripa haldið áfram. f>ó
að nautgripir sjeu nokkru færri síðara árið, verður ekki af því ráðið neitt því gagnstætt;
það er bein afleiðing af því, að töðurnar urðu árið 1892 miklum mun minni heldur en næsta ár
^ undan; en árið 1893 eru töður aptur meiri, og má því búast við, að í skýrslunum fyrir
1894 verði aptur fjölgun í nautgripum. Yfir höfuð er það vitaskuld, að gott grasár hefur
ekki áhrif á skýrBlurnar, að því er skepnufjölda snertir, fyr en næsta ár á eptir, og eins
er um grasbrest.
Ejölgunin á sauðfjenu er tiltölulega mikil, og hefði verið mjög mikil, ef heyjast
hefði eins vel 1892 eins og 1891 og 1893. Árið 1891 var sauðfje samtals, að lömburn
meðtöldum, 711515, en árið eptir er það komið upp í 766941, eða 55426 sauðkindum
fleira. Af þessu hverfa svo aptur árið 1893 frekar 28 þúsundir fjár, og má ætla, að á-
stæðan sje aðallega sú, að útheyskapurinn 1892 var rírari en árið á undan, og nær sjer
að líkindum aptur í skýrslunum fyrir 1894.
Hrossum hefur fjölgað jafnt bæði árin, þannig, að 1893 er freklega 1800 hross-
um fleira en 1891; en árið 1891 var freklega 3500 fleira en 1889. þess skal getið, að í
yfirliti yfir búnaðarskýrslurnar 1890 og 1891 (Stjt. 1892, C, bls. 38) hefur slæðst inn sú
villa, að hross hafi 1891 verið 5 þúsundum fleiri en 1889.
A skýrslunum um rœhtað land er ekkert að byggja eins og áður hefur verið á
drepið; þó er það eptirtektavert, að þrátt fyrir alla ónákvæmni og vantanir sýna skýrsl-
urnar þó, að maturtagarðar eru að aukast. þeir voru samkvæmt skýrslunum :
1888
1889
1890
1891
1892
1893
en 6 árum áður.
323140 □ faðmar
417763 □ —
446168 □ —
474915 □ —
479850 □ —
493135, eða fullum 50°/° meina
Jarðabœtur fara einnig jafnt vaxandi; þúfnasljettanir voru samkvæmt Bltýrslunum:
1889 ........................ sljettað 180078 □ faðmar
1890 ........................... — 196693 □ —
1891 .......................... — 201670 □ —
1892 ........................... — 211957 □ —
1893 .......................... _ 229446 □ —
Árið 1893 er þannig sljettað 49368 □ föðmum eða nálega 55 dagsláttum meira
en fyrir 5 árum síðan.