RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 88

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 88
RM GOTTFRIED KELLER bríkina, halda á nótnablööunum. En sá minnsti, búlduleitur pípuleikari, notaði sína eigin aðferð. Hann kross- lagði fæturna og bélt á nótnablað- inu milli róshvítra tánna og belgdi sig og blés af öllum mætti. Hinir dingluðu löppunum og dintuðu sér. Oðru hverju ypptu þeir flugfjöðrun- um, fagurlituðum eins og fiðrilda- vængjum, svó litbrigðin tindruðu. Músa fékk ekkert ráðrúm til að undrast þessa hluti fyrr en dansin- um var lokið, en á því var drjúg bið. Hinum léttlynda hefðarmanni virtist engu síður skemmt en stúlkunni, sem fannst bún svífa í sjöunda hinmi. Þegar síðustu tónar danslagsins dóu út, nam Músa staðar lafmóð og leit skelfd i kringum sig. Hún starði forviða á roskna manninn, en hann blés ekki úr nös, heldur tók þegar í stað til máls. Hann kvaðst vera Dav- íð konungur, forfaðir heilagrar Mar- íu og hennar útsendari. Hann spurði Músu, hvort hana langaði ekki til að svífa um alla eilifð í þrotlausum fagnaðardansi. Hann lýsti því með mörgum fögrum orðum, að borið saman við slíkan dans væri dansinn, sem þau nú hefðu stigið, aðeins aum- asta klaufaspark. Hún svaraði jafn- skjótt, að einskis gæti hún frekar óskað sér. Þá sagði hinn sæli kon- ungur, að til þess að öðlast slika sælu þyrfti hún ekki annað að vinna, en leggja niður allan dans um sína jarðvistardaga og varpa frá sér öll- um þessa heims lystisemdum. I þess stað bæri henni að helga sig yfirbót og guðrækilegum iðkunum. Þetta yrði hún að framkvæma, án þess nokkru sinni að láta bilbug á sér finna. Ekki mætti bún heldur eitt augnablik snúa aftur til sinnar fyrri villu. Stúlkan hikaði, er hún heyrði þessi skilyrði; var það alveg óhjá- kvæmilegt að hætta algjörlega að dansa, og var það nú alveg víst, að dans væri tíðkaður í himnaríki? Væri það í raun og veru sæmandi? Jörðin virtist henni harla gott og þægilegt dansgólf, að minnsta kosti var hún föst undir fótum. Himnarnir hlutu að hafa eitthvað annað til síns ágætis, ella væru vistaskipti þau, sem fram færu í dauðanum alltof tilefn- islítil. En Davíð sýndi henni fram á með ljósum rökum, að í þessu efni væði hún í villu og svíma. Með ótal biblíutilvitnunum og einkum með skírskotun til eigin reynslu sannaði hann, að dans væri helguð íþrótt, mjög tíðkanleg meðal hinna útvöldu. Annars þyrfti bann nú að fá svar í skyndi. Tafarlaust yrði hún að á- kveða, hvort hún vildi öðlast eilífa sælu á kostnað tímanlegrar vellíðun- ar. Kærði hún sig ekki um það, yrði hann að halda áfram leit sinni sem fyrst, sökum þess að í himnaríki væri hörgull á dansmeyjum. Músa stóð þarna á báðum áttum og fitlaði við fingurna á sér. Hún gat enga ákvörðun tekið. Henni fannst það nokkuð hæpin hagsýni að hætta öllum dansi án þess að launin væru fullkomlega trygg. 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.