Ljóðormur - 01.08.1987, Page 32

Ljóðormur - 01.08.1987, Page 32
Ljóðormur Verðmiði Hér eru hamir þeirra "Hvar eru sálir þeirra?" Þau ljósár eru liðin sem nafnlaust kvalræði var að slökkva kvik augu Hér eru hamir þeirra þóknast yður holdrosar neonljósadætur séu þeir lausir við sýnilegt blóð? Hið ósýnilega? Nei! Og hver sé móðir yðar er ekki spurning á pyndingarstundu - en óræð er sorg og ómælanleg er fláning lifandi barns - sársauki! gagnsætt orð lostans Hvorki lóð né mælisnúra fá kannað móðurharm en göfgi vora getum vér metið í gangaurum Urtusorg fær ekkert brim þvegið af flæðiskeri Hér eru hamir þeirra 30

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.