Ljóðormur - 01.08.1987, Blaðsíða 32

Ljóðormur - 01.08.1987, Blaðsíða 32
Ljóðormur Verðmiði Hér eru hamir þeirra "Hvar eru sálir þeirra?" Þau ljósár eru liðin sem nafnlaust kvalræði var að slökkva kvik augu Hér eru hamir þeirra þóknast yður holdrosar neonljósadætur séu þeir lausir við sýnilegt blóð? Hið ósýnilega? Nei! Og hver sé móðir yðar er ekki spurning á pyndingarstundu - en óræð er sorg og ómælanleg er fláning lifandi barns - sársauki! gagnsætt orð lostans Hvorki lóð né mælisnúra fá kannað móðurharm en göfgi vora getum vér metið í gangaurum Urtusorg fær ekkert brim þvegið af flæðiskeri Hér eru hamir þeirra 30

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.