Fréttablaðið - 19.09.2016, Síða 6

Fréttablaðið - 19.09.2016, Síða 6
Bretland Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, hefur boðist til þess að gefa sig fram í Bandaríkjunum ef Barack Obama Bandaríkjaforseti náðar Chelsea Manning. Wikileaks skýrði frá þessu í Twitter-skilaboðum. Chelsea Manning var árið 2013 dæmdur í 35 ára fangelsisvist í Bandaríkjunum fyrir uppljóstranir til Wikileaks. Sænskur áfrýjunardómstóll hafn- aði fyrir helgi kröfu um að framsals- krafa gegn Assange yrði felld niður. Dómstóllinn segir enga ástæðu til að líta á einangrun Assange í sendi- ráði Ekvadors sem frelsissviptingu. Í læknaskýrslum, sem Wikileaks hefur birt opinberlega, segir að and- legri heilsu Assange sé hætta búin í sendiráðinu. - gb PI PA R\ TB W A • S ÍA Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN Sími 587 2123 FJÖRÐUR Sími 555 4789 SELFOSS Sími 482 3949 15-50% afsláttur af umgjörðum ÚTSALA Frelsun undan sjúkdómum Indra Jatra trúarhátíðin fór fram í síðustu viku í Nepal. Einn af hápunktum hátíðarinnar er þegar konur keppast um að dreypa á áfengum dropum sem seytla út úr munni líkneskis guðsins Swet Bhairab á torgi í Katmandú. Þetta gera þær í þeirri trú að að kraftur vökvans muni frelsa þær undan sjúkdómum. Á hátíðinni er Indra, konungur guðanna og regnsins heiðraður, en hátíðin markar endalok rigningartímabilsins. Fréttablaðið/EPa. Brasilía Málaferlum sem tengjast Petrobras-hneykslinu í Brasilíu er engan veginn lokið þótt Dilma Rousseff hafi verið rekin úr forseta- embættinu í sumar. Í síðustu viku var forveri hennar, Luiz Inacio Lula da Silva, ákærður fyrir spillingu í tengslum við hneykslið. Hann er sagður hafa tekið þátt í spillingunni, meðal annars með því að telja ekki fram til skatts glæsi- íbúð mikla í Guaraja, sem hann segist þó aldrei hafa átt. Deltan Dalagnol ríkissaksóknari segir að Lula hafi meira að segja verið höfuðpaurinn í Petrobras- málinu: „Lula var á toppi valda- píramídans,“ sagði saksóknarinn á blaðamannafundi. „Án ákvörðunar- valds hans hefði þessi svikamylla aldrei getað verið til.“ Þau Lula og Dilma voru vinsæl- ustu stjórnmálamenn Brasilíu lengi vel, að minnsta kosti Lula. Sam- kvæmt skoðanakönnunum hefur almenningur þó misst álit á öllum stjórnmálamönnum. Lula var stofnandi Verkamanna- flokksins og vann stórsigur í kosn- ingum árið 2003. Dilma var náinn samstarfsmaður hans og tók við af honum árið 2011. Þau segja pólit- íska andstæðinga sína standa á bak við dómsmálin. „Ef þau sanna að ég hafi verið spilltur, þá skal ég sjálfur gefa mig fram og gerast fangi,“ sagði Lula við blaðamenn. Petrobras-svikamyllan snerist um að stjórnmálamenn veittu verktaka- fyrirtækinu Petrobras samninga gegn mútum. Í ljós hefur komið að þessi iðja var afar útbreidd. Málið hefur að mörgu leyti lamað allt samfélagið, jafnt stjórnmálin sem efnahagslífið. Fréttaskýrendur hafa meira að segja sagt, sumir hverjir, að múturnar hafi verið nauðsynlegar til að halda samfélag- inu gangandi. Hagfræðingar eru að vonast til að efnahagurinn byrji að rétta úr kútnum á næsta ári eftir erfiða kreppu. Óvíst er hins vegar hvort dómsmálin tengd Petrobras muni til lengdar draga nokkuð úr spill- ingunni.gudsteinn@frettabladid.is Skandallinn sem ekki fer Saksóknari segir Lula da Silva, fyrrverandi forseta, hafa verið höfuðpaurinn í Petrobras-hneykslinu sem lamað hefur brasilískt þjóðfélag lengi. Ef þau sanna að ég hafi verið spilltur, þá skal ég sjálfur gefa mig fram og gerast fangi Luiz Inacius Lula da Silva, fyrr- verandi forsætis- ráðherra Brasilíu Helstu dagsetningar málaferlanna 2016 17. apríl samþykkti neðri deild þingsins að hefja ákærumál varð- andi embættismissi á hendur Rousseff 12. maí samþykkti öldunga- deildin að rétta yfir Rousseff 31. ágúst komst öldungadeildin að niðurstöðu um að Roussef hefði brotið af sér. Sama dag vék Rousseff úr embætti og Michel Temer varaforseti tók við 14. september var Lula ákærður fyrir aðild að spillingarmálinu Í skýringarmynd um búvörusamningana á bls. 4 í Fréttablaðinu sl. laugardag stóð að bændur fá 79 kr./l í stuðning frá ríkinu vegna samninganna. Þetta er ekki rétt tala, en hún er 49 kr./l. Samtala stuðnings vegna samninganna og framleiðsluverðs frá afurðastöð er því 135,16 kr. Beðist er velvirðingar á þessu. - hlh leiðrétting Náða Manning og fá þá Assange Julian assange Stofnandi Wikileaks 1 9 . s e p t e m B e r 2 0 1 6 m Á n U d a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 F -0 C 0 C 1 A 9 F -0 A D 0 1 A 9 F -0 9 9 4 1 A 9 F -0 8 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.