Fréttablaðið - 19.09.2016, Page 10

Fréttablaðið - 19.09.2016, Page 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Öll helstu tilþrifin og mörkin! Skotheldur sportpakki sem þú færð bara í kvöldfréttum Stöðvar 2 Af einhverjum ástæðum virðist stjórnvöldum á hverjum tíma nánast fyrirmunað að sjá tækifærin sem felast í vexti og viðgangi lista og menningar í landinu. Öll hugsun ríkis-valdsins virðist taka mið af því að reyna að halda í horfinu fremur en að nýta sér sóknarfærin. Að líta á þessa atvinnugrein sem eitthvað sem við sitjum uppi með fremur en að fjárfesta í henni og uppskera í framhaldinu eins og til er sáð. Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri Listasafns Íslands, gagnrýnir þröngan og hamlandi kost safnsins í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Birta bendir réttilega á að hagræn áhrif listsköpunar séu löngu útrætt mál og að þá standi ekki annað eftir en meðvitað skeytingarleysi stjórnvalda. Í gegnum tíðina hefur málum verið þannig háttað á Íslandi að byggðasvæði og hagsmunahópar hafa átt sína fulltrúa á þingi. Hreppapólitíkin er því miður landsmönnum öllum kunn og afleiðingar hennar hafa ósjaldan kostað þjóðarbúið gríðarlega peninga. Oftar en ekki sökum illra ígrundaðra ákvarðana þingmanna sem fannst rétt að leggja „sínu fólki“ lið við þróun atvinnureksturs eða annarra ævintýra sem enga áttu sér framtíðina en skiluðu þó atkvæðum þegar mest á reyndi. Á sama tíma höfum við fylgst með því að skapandi greinar eru farnar að skila fleiri ársverkum en sjávarútvegur og landbúnaður til samans. Og það án þess að nokkur virðist skilja atvinnuþróunar- og fjár- festingatækifærin sem felast í greininni. Eflaust þykir einhverjum í stjórnmálunum að hér sé illa að þeim vegið. Að á Íslandi sé rekin skynsamleg stefna varðandi menningu og listir en það er því miður ekki þannig. Árið 2013 samþykkti Alþingi mennta- og menningarmálastefnu, en lengi hafði verið kallað eftir slíku framtaki, sem er ætlað að ná yfir helstu þætti greinarinnar. Þessi stefna er forvitnilegt plagg að mörgu leyti og þar kemur fram eitt og annað um ábyrgð og skyldur menningarstofnana, opinbera stefnu í mál- efnum listarinnar og jafnvel markmiðasetning sem er auðvitað vita tilgangslaust að henda framan í fjársveltar stofnanir. Myndlistin virðist reyndar fara sérstaklega illa út úr þessu meðvitaða skeytingarleysi stjórnvalda. Skýringanna er kannski helst að leita í því að þar er dýpra á tengslum við afþreyingarflóð samtímans. Engu að síður er vart til það heimili eða fyrirtæki þar sem daglegt umhverfi fólks á sér ekki rætur í listsköpun auk þess sem íslenskir listamenn hafa náð alþjóðahylli á undanförnum árum. Það er því einfaldlega eins og Pétur Arason listaverkasafnari benti á, í áðurnefndu viðtali við hann og Birtu, „hreint út sagt plebbalegt af stjórn- völdum að átta sig ekki nógu vel á því hvað við erum í mikilli sérstöðu.“ Íslensk stjórnvöld þurfa því að fara að vakna fyrir möguleikum þessarar mögnuðu atvinnugreinar og átta sig á því að það er fleira matur en feitt kjet. Nú þegar stutt er til kosninga þá hlýtur það fólk sem hefur viður- væri sitt af hinum skapandi greinum að hafa í huga, hvort einhver hinna fjölmörgu flokka sem ætla sér á þing geti lagt fram almennilega fjárfestingastefnu fyrir greinina. Plebbaskapur Myndlistin virðist reyndar fara sérstaklega illa út úr þessu með­ vitaða skeyt­ ingarleysi stjórnvalda. Óvenjulegt og óvænt Svavar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, beitti því óvenjulega bragði í Vikulok- unum á Rás 1 um helgina, að heimta sannanir fyrir öllum fullyrðingum sem fram komu í umræðum. Og virtist engu skipta þótt um væri að ræða nokkuð almenn sannindi. Örugglega sniðug taktík hjá þeim sem nálgast umræður í fjölmiðlum sem einhvers konar kappleiki sem vinnast eða tapast. Hvar er sönnunin? Til dæmis vildi framkvæmda- stjórinn ekki fallast á þá fullyrðingu að nýsamþykktir búvörusamningar væru býsna umdeildir í samfélaginu, fyrr en beinharðar sannanir væru lagðar fram í beinni útsend- ingu. Eins og gefur að skilja komust viðmælendur fram- kvæmdastjórans ekki langt í þessum umræðum. Kannski var það ætlunin. Sönnunin í tölunum Þótt það sé líklega ekki til mikils, þá má benda fram- kvæmdastjóranum á að stuðn- ingur við búvörusamningana hefur verið mældur. Í könnun sem gerð var í mars af Maskínu voru 46 prósent aðspurðra andvíg samningunum en tólf prósent hlynnt. andri@fréttablaðið.is Búvörusamningurinn var nýverið samþykktur á Alþingi af 19 þingmönnum sem er innan við þriðjungur þingheims. Innan við helmingur þeirra greiddi atkvæði. Þingmenn skuldbundu þjóðina til um 150 milljarða greiðslna auk annars óbeins stuðn- ings; álögur upp á svona 250.000 kr. á hvert 4 manna heimili á ári. Til tíu ára! Málin gerast vart stærri. Undirritaður er ekkert á móti stuðningi við land- búnað í dreifbýlinu, en þessi samningur er beinlínis vondur. Hann er gamaldags sýn á byggðaþróun, hann er umhverfisfjandsamlegur og stuðlar að offramleiðslu og tekur ekki mið af breyttum aðstæðum í samfélaginu og mismunandi þörf fyrir slíkan stuðning út um landið. Nú eru yfir 30% sauðfjárframleiðslunnar flutt út og líkur á að það hlutfall hækki verulega. Auka á fram- leiðslu burtséð frá landkostum. Bændur geta meira að segja hafnað niðurstöðu á endurskoðun samningsins að þremur árum liðnum. Stjórnarandstöðuflokkarnir aðrir en Björt framtíð múruðu sig inn í „Gamla Ísland“ við þessa atkvæða- greiðslu. Græni flokkurinn guggnaði. Annar hafði ekki „mannskap til að kynna sér málið“, enda þótt það sé af stærðargráðu Icesave. Afstaða Samfylkingar er vægast sagt einkennileg, flokkur sem hefur barist gegn þessu kerfi í áratugi og koðnar svo niður þegar á hólminn er komið. Þær skýringar hafa birst að hér sé um að ræða hræðslu vegna atkvæða í dreifbýlinu sem vega tvöfalt á við atkvæði þéttbýlisbúanna. Ja hérna! Þessir flokkar geta vart brotist aftur úr viðjum „Gamla Íslands“ öðru vísi en með því að koma þessum samningi í þjóðarat- kvæði, líkt og Icesave. Það opnar dyr fyrir aðra nálgun fyrir þessa samningagerð, sem ætti að fela í sér hlut- lausa, víðtæka og opna skoðun á stöðu og þróun land- búnaðarins og dreifbýlis í heild. Alþingi axlaði ekki ábyrgð á búvörusamningnum, en almenningur, dreifbýlið og náttúra landsins sitja uppi með afleiðingarnar. Afgreiðsla Alþingis felur í sér ofbeldi gagnvart lýðræði í landinu. Vísum honum í þjóðaratkvæði! Þingið brást – þjóðin axli ábyrgð Ólafur Arnalds prófessor við Landbúnaðar- háskóla Íslands Afgreiðsla Alþingis felur í sér ofbeldi gagnvart lýðræði í landinu. Vísum honum í þjóðar­ atkvæði! 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r10 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 1 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 F -1 A D C 1 A 9 F -1 9 A 0 1 A 9 F -1 8 6 4 1 A 9 F -1 7 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.