Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2016, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 19.09.2016, Qupperneq 12
Nýjast Hull City 1 – 4 Arsenal Leicester 3 – 0 Burnley Man City 4 – 0 Bournemouth West Brom 4 – 2 West Ham Everton 3 – 1 Boro Watford 3 – 1 Man Utd C. Palace 4 – 1 Stoke City Southampton 1 – 0 Swansea Tottenham 1 – 0 Sunderland Efst Man. City 15 Everton 13 Tottenham 11 Arsenal 10 Chelsea 10 Neðst Burnley 4 Bournemouth 4 West Ham 3 Sunderland 1 Stoke City 1 Enska úrvalsdeildin Pepsi-deild karla FH - Valur 1-1 0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson, víti (19.), 1-1 Kristján Flóki Finnbogason (83.). FH-ingum mistókst að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru þó áfram í lykilstöðu. Víkingur R. - Fylkir 2-2 1-0 Vladimir Tufegdzic (8.), 1-1 Garðar Jó- hannsson (22.), 1-2 Oddur Ingi Guðmunds- son (72.), 2-2 Josip Fucek (83.). KR - Fjölnir 3-2 0-1 Gunnar Már Guðmundsson (8.), 1-1 Kennie Chopart (30.), 2-1 Óskar Örn Hauks- son (49.), 2-2 Ingimundur Níels Óskarsson (51.), 3-2 Morten Beck Andersen (70.). Rautt spjald: Tobias Salquist, Fjölni (88.). KA 2 – 1 Grindavík Leiknir F. 1 – 0 Leiknir R. Fram 2 – 1 Fjarðabyggð Keflavík 2 – 2 Þór Huginn 0 – 4 HK Haukar 1 – 1 Selfoss Efri KA 48 Grindavík 41 Keflavík 34 Þór 33 Fram 29 Haukar 28 Neðri Leiknir R. 28 Selfoss 25 HK 22 Huginn 21 Leiknir F. 18 Fjarðabyggð 17 Inkassodeildin Olís-deild karla ÍBV - Akureyri 25-24 Theodór Sigurbjörnsson 7/1, Sigurbergur Sveinsson 6, Daníel Örn Griffin 4 - Andri Snær Stefánsson 9/7, Karolis Stropus 8. Olís-deild kvenna Fram - Stjarnan 21-21 Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Sigurbjörg Jó- hannsdóttir 5 - Helena Rut Örvarsdóttir 4. Valur - ÍBV 26-22 Diana Satkauskaite 8, Morgan Marie Þor- kelsdóttir 5 - Sandra Erlingsdóttir 11. Grótta - Selfoss 24-23 Laufey Ásta Guðmundsdóttir 8, Lovísa Thompson 7 - Hrafnhildur Hanna Þrastar- dóttir 7, Perla Ruth Albertsdóttir 6. Fylkir - Haukar 15-21 Þuríður Guðjónsdóttir 7 - Sigrún Jóhanns- dóttir 4, Maria Ines De Silve Pereira 4. Í dag Pepsi-deild karla: 16.45 Breiðablik - ÍBV Kópavogsv. 19.05 Þróttur - Víkingur Ó. Sport 2 19.30 Stjarnan - ÍA Sport 22.00 Pepsimörkin Sport 21.00 Messan Sport 2 Olís-deild karla: 19.30 Selfoss - Haukar Selfoss 19.30 Grótta - FH Hertz-höllin 19.30 Afturelding - Fram N1-höllin 19.30 Stjarnan - Valur TM-höllin KörfubOlti „Þetta er frábær tilfinn- ing. Hún var góð síðast en að gera þetta tvisvar í röð er mjög sérstakt,“ sagði reynsluboltinn Jón Arnór Stef- ánsson eftir að Ísland tryggði sér far- seðilinn á annað Evrópumótið í röð. Íslensku strákarnir unnu frá- bæran sigur, 74-68, á sterku liði Belga frammi fyrir troðfullri Laugar- dalshöll á laugardaginn. Reiknings- meistarar Körfuknattleikssam- bandsins voru reyndar búnir að finna út að Ísland mætti tapa með 16 stiga mun og kæmist samt áfram. En það vissu strákarnir ekki. Þeir vildu og ætluðu að vinna leikinn. „Við fórum í þennan leik til að vinna hann. Við fengum ekki að vita nein úrslit fyrir leikinn. Þeir eru með hörkulið og það sýnir mikinn andlegan styrk að vinna þá,“ sagði Jón Arnór sem var á annarri löpp- inni í undankeppninni. „Það er gaman að sjá hvernig ungu strákarnir í liðinu hafa stigið upp og dregið vagninn. Það er mjög gott því ég hef verið í lélegu standi,“ sagði Jón Arnór Erfitt í upphafi Hann, líkt og fleiri leikmenn í íslenska liðinu, átti erfitt uppdráttar í sókninni framan af leik. Eftir fyrsta leikhluta var skotnýting Íslands einungis 18,2 prósent og aðeins þrír leikmenn komnir á blað. Jón Arnór klikkaði á fyrstu átta skotunum sínum og íslenska liðið lenti mest 14 stigum undir, 15-29, snemma í öðrum leikhluta. Íslensku strákarnir hittu skelfilega en voru duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Þrátt fyrir erfiða stöðu brotnaði íslenska liðið ekki, hélt áfram að berjast í vörninni og fór að minnka muninn. Kristófer Acox jafnaði metin í 34-34 af vítalínunni en Belgar áttu lokaorðið í fyrri hálfleik þegar þeir settu niður flautuþrist. Hann var þó aðeins kinnhestur en ekki rothögg. Í seinni hálfleik spil- aði íslenska liðið svo frábærlega og landaði sex stiga sigri, 74-68, á liði sem fór í 16-liða úrslit á síðasta EM. Greip tækifærið með báðum „Fyrri hálfleikurinn á móti Sviss og seinni hálfleikurinn gegn Belgíu eru tveir bestu hálfleikir sem ég hef séð landsliðið spila,“ sagði ein af hetjum íslenska liðsins, Martin Hermanns- son. Martin, sem fagnaði 22 ára afmæli sínu á föstudaginn, byrjaði alla sex leikina í undankeppninni og tók stærra hlutverki og aukinni ábyrgð fagnandi. Strákurinn er algjörlega óttalaus og gríðarlega þroskaður miðað við aldur. Yfirvegunin er mikil og það er sjaldan sem Martin tekur illa ígrund- uð skot eða slæmar ákvarðanir. Martin var stigahæstur í íslenska liðinu á laugardaginn með 18 stig auk þess sem hann tók þrjú fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal bolt- anum tvisvar sinnum. Þá var skot- nýtingin frábær, eða 77,8 prósent. Martin var ekki eini ungi KR- ingurinn sem lét að sér kveða í undankeppninni því áðurnefndur Kristófer Acox kom eins og storm- sveipur inn í íslenska liðið. Kristó- fer var með 6,0 stig og 4,7 fráköst að meðaltali í undankeppninni, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 15 mín- útur að meðaltali í leik. „Hann hefur komið frábærlega inn í þetta,“ sagði Hlynur Bærings- son, fyrirliði landsliðsins, um nýja félaga sinn undir körfunni. „Hann er mjög sérstök týpa í íslenskum körfubolta, mikill íþróttamaður og það er gaman að spila með honum. Þetta er góður drengur og framtíðin er hans.“ Kristófer skilaði ekki einungis flottum tölum heldur sendu troðslur hans í heimaleikjunum gegn Kýpur og Belgíu sterk skilaboð og kveiktu í áhorfendum. „Ég fékk smá nasaþef af þessu á Smáþjóðaleikunum í fyrra en það er geðveikt að spila svona alvöru leiki í fullri höll,“ sagði Kristófer eftir leik. Hann fékk ekki leyfi frá Furman- háskólanum til að fara með á EM í fyrra en hann ætlar að vera með að ári. „Það er ekkert annað í stöðunni, þetta er geðveikt. Ég er bara orð- laus,“ bætti Kristófer við. Björt framtíð Eins og Hlynur sagði er framtíðin Kristófers og framtíðin í íslenska landsliðinu virðist björt. Elvar Már Friðriksson spilaði minna en Martin og Kristófer í undankeppninni en skilaði góðu verki á báðum endum vallarins. Miðherjinn hávaxni Tryggvi Snær Hlinason er í mikilli framför og handan við hornið bíða fleiri strákar úr U-20 ára liðinu sem vann sér sæti í A-deild Evrópumótsins í sumar. Þá eru lykilmenn eins og Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vil- hjálmsson á góðum aldri. Og þeir sem eldri eru hafa lítið gefið eftir. Það eru því spennandi tímar fram undan í íslenskum körfubolta. Framtíðin er þeirra Íslenska körfuboltalandsliðið verður á meðal þátt­ tökuliða í öðru Evrópumótinu í röð. Ísland vann frá­ bæran sigur á sterku liði Belgíu á laugardaginn þar sem ungstirni liðsins skinu skært. Haukur Helgi Pálsson og Kristófer Acox fallast í faðma eftir að lokaflautið gall í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Íslenska liðið vann þá afar sterkan sigur, 74-68, á öflugu liði Belga. Ísland vann fjóra af sex leikjum sínum í undankeppni EM 2017 og tryggði sér sæti í lokakeppninni, annað skiptið í röð. MyNd/BáRA dRöFN KRIStINSdÓttIR EM 2017 í körfubolta l EM 2017 hefst 31. ágúst og lýkur 17. september. l EM 2017 verður með sama sniði og EM 2015. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum. Fjögur efstu liðin í hverjum riðli fara áfram í 16-liða úrslit. l Riðlakeppnin fer fram í fjórum borgum; Istanbúl í Tyrklandi, Helsinki í Finn- landi, Tel Avív í Ísrael og Cluj í Rúmeníu. Útsláttarkeppnin verður leikin í Sinan Erdem Dome í Istanbúl. l Eftirtalin lið komust á EM 2017: Tyrkland, Rúmenía, Finnland, Ísrael, Spánn, Lit- háen, Frakkland, Serbía, Grikkland, Ítalía, Tékk- land, Lettland, Króatía, Rússland, Ungverjaland, Belgía, Slóvenía, Svart- fjallaland, Þýskaland, Pólland, Ísland, Bretland, Úkraína og Georgía. l Dregið verður í riðla í Tyrklandi 22. nóvember næstkomandi. Ingvi Þór Sæmundsson ingvithor@frettabladid.is 1 9 . s e P t e m b e r 2 0 1 6 m Á N u D A G u r12 s P O r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð sport 1 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 F -0 7 1 C 1 A 9 F -0 5 E 0 1 A 9 F -0 4 A 4 1 A 9 F -0 3 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.