Fréttablaðið - 19.09.2016, Side 18

Fréttablaðið - 19.09.2016, Side 18
Blaðamaður leit inn í Góða hirð- inn á dögunum. Úrvalið af alls kyns húsgögnum, ljósum, lömp- um, bókum, eldhúshlutum, leik- föngum, barnakerrum og -vögn- um blasti við. Margir viðskiptavin- ir voru greinilega ekki að koma í fyrsta skipti, sumir með fulla inn- kaupakerru. Greinilegt að fólk fylgist vel með því hvað kemur inn í verslunina en daglega eru teknar inn nýjar vörur. Friðrik Ragnarsson, starfs- maður í Góða hirðinum, segir að alls kyns lampar og ljós komi til þeirra á hverjum degi í alls konar ásigkomulagi. „Sumt er nýlegt og öðru hvoru fáum við fín hönnun- arljós. Við fáum mikið af stand- lömpum og sumir eru mjög gaml- ir. Stundum er fólk að leita eftir svona gömlum lömpum til að nota sem skreytingu, til dæmis í sum- arbústað. Oft lætur fólk setja nýjar rafmagnssnúrur og þá er lampinn í fullkomnu lagi,“ segir hann. „Fólk kaupir gjarnan lampa til að gera upp. Yfirleitt selst allt jafnóðum. Svo koma sumir og kaupa vörur til að endurselja,“ segir hann. „Hægt er að fá lampa frá 200 krónum upp í sjö þúsund svo það má gera mjög góð kaup.“ Friðrik er búinn að vinna lengi í Góða hirðinum og segist hafa fundið fyrir breytingu eftir að hrunið. „Þá fórum við að sjá mikið af nýjum andlitum. Fólk sem við höfðum ekki séð áður. Svo er mikill áhugi á hansahillum og tekkhúsgögnum hjá ungu fólki.“ Friðrik segir að gaman sé að sjá þegar viðskiptavinir rekast á hluti sem þeir þekkja frá gamla daga, til dæmis á heimili ömmu og afa. Af nógu er að taka því mikið úrval er í Góða hirðinum af alls kyns stofu- skrauti, styttur í hinum ýmsu út- færslum. Síðan er hægt að gera góð kaup í bolla- og matarstellum. Góði hirðirinn hefur verið starfræktur í þessari mynd frá árinu 1999. Starfsemin hófst hins vegar árið 1993 þegar Sorpa hóf samstarf við nokkur líknar- félög um endurnýtingu húsgagna. Sorpa tók alfarið við þessari end- urnýtingu árið 1997. Markmið Góða hirðisins hefur alltaf verið að endurnýta nytjahluti til áfram- haldandi lífs og rennur ágóðinn til góðgerðarmála. Gamalt, gott og ódýrt Það leynast oft gamlir dýrgripir inni á milli hjá Góða hirðinum í Fellsmúla. Falleg loftljós, stand- og borðlampar eru þar á meðal. Margir gefa hluti sem þeir eru hættir að nota til Góða hirðisins og þar getur fólk keypt þá fyrir afar sanngjarnt verð. „Það er mikilvægt að útilýsing sé þannig úr garði gerð að hún skili ekki bara nægjanlegri ratlýsingu heldur trufli ekki nágranna eða önnur svæði en lýsingin á að ein- blína á. Myrkrið sem við búum við nánast allt árið er einmitt mikil- vægt að nýta og við viljum að úti- lýsing skapi fallegt samspil skugga og birtu. Við viljum alls ekki yfir- lýsa allt og tapa þannig stemning- unni,“ segir Skarphéðinn Smith, framkvæmdastjóri S. Guðjóns- sonar. S. Guðjónsson er rótgróið fyrir- tæki sem hefur starfað frá 1958 og hefur í gegnum tíðina komið að mörgum af stærstu verkefnum landsins að sögn Skarphéðins. Má þar nefna Orkuveitu Reykjavíkur, Ráðhús Reykjavíkur, Hæstarétt Íslands og Hörpuna svo fátt eitt sé nefnt. „Nánast öll útilýsing við Hörpu er einmitt frá S.Guðjóns- syni,“ upplýsir Skarphéðinn. Fagleg ráðgjöf „Það er mikilvægt að fá ráðgjöf um hvað hentar,“ segir Skarphéð- inn og bendir á að hjá S. Guðjóns- syni starfi reynslumiklir ráðgjafar og lýsingahönnuðir sem geti hjálp- að fólki við að hanna sem besta lýs- ingu, hvort sem er innandyra eða utan. En hvað er vinsælast í útilýs- ingu þessa dagana? „Það er ýmiss konar óbein LED-lýsing sem er höfð til dæmis undir bekkjum eða niðurgrafin sem lýsir upp gróður og steinhleðslur,“ svarar Skarp- héðinn. Hann segir mikilvægt að passa að lamparnir sem eru not- aðir falli vel að umhverfinu og þoli íslenska veðráttu. „Ljósapollar eða -staurar standa alltaf fyrir sínu sérstaklega við innkeyrslur og við gangstíga.“ Skemmtilegar nýjungar „Það nýjasta í staurum eru glæsi- legir lampar frá belgíska hönnun- arfyrirtækinu Modular en lamp- inn George hefur slegið hressilega í gegn. Í veggljósum er enn mjög vin- sælt að nota ferkantaða kubba sem lýsa upp og niður, en slíkir lamp- ar uppfylla einmitt þessa kröfu sem við setjum að lýsing sé óbein, upp eða niður eða hvort tveggja og lýsi ekki mikið fram. Slíkir lamp- ar mynda alltaf meiri glýju og geta truflað nágrennið. Síðustu miss- erin hefur það einnig færst í vöxt að vera með lítil LED-ljós innfelld, hvort sem er í pallaefni eða stein- hleðslur. Lömpunum er þá komið fyrir í um 30cm hæð og lýsa þeir með óbeinni birtu niður á við og verður þá til nokkurs konar næt- urlýsing,“ lýsir Skarphéðinn. Hann bendir þó á að þrátt fyrir að óbein lýsing sé falleg og skemmtileg þá sé mikilvægt að staðir eins og við grill, innganga eða heita potta séu með nægjanlega góðri birtu svo hægt sé að sjá vel til. Verið velkomin S.Guðjónsson er staðsett að Smiðjuvegi 3 og er fólki velkomið að líta við með teikningar, fá sér rjúkandi kaffibolla og fá ráðgjöf um hvað hentar best til þess að lýs- ingin sé fagleg og falleg. Samspil skugga og birtu Mikilvægt er að Íslendingar hugi vel að útilýsingu enda búa þeir við langa vetur og takmarkaðrar birtu nýtur við stóran hluta ársins. S. Guðjónsson við Smiðjuveg 3 býður upp á mikið úrval útiljósa og faglega ráðgjöf við val á þeim. Sumt er nýlegt og öðru hvoru fáum við fín hönnunarljós. Við fáum mikið af standlömpum og sumir eru mjög gaml- ir. Stundum er fólk að leita eftir svona gömlum lömpum til að nota sem skreytingu, til dæmis í sumarbústað. Friðrik Ragnarsson hjá Góða hirðinum Síðustu misserin hefur það einnig færst í vöxt að vera með lítil LED-ljós innfelld, hvort sem er í pallaefni eða steinhleðslur. Lömp- unum er þá komið fyrir í um 30cm hæð og lýsa þeir með óbeinni birtu niður á við og verður þá til nokkurs konar nætur- lýsing. Skarphéðinn Smith, framkvæmdastjóri Elín Albertsdóttir elin@365.is Skarphéðinn Smith hjá S. Guðjónsson, en þar starfa reynslumiklir ráðgjafar og lýsingahönnuðir sem hjálpa til við val á lýsingu. Mikið úrval er af alls kyns loftljósum, borð- og standlömpum í Góða hirðinum. MYND/GVA Sumir þarfnast viðgerðar en aðrir eru í góðu lagi. MYND/GVA LjóS oG LAMpAr Kynningarblað 19. september 20164 1 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 E -E E 6 C 1 A 9 E -E D 3 0 1 A 9 E -E B F 4 1 A 9 E -E A B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.