Fréttablaðið - 19.09.2016, Síða 22
Ljós sem eru hönnuð í anda sjötta
og sjöunda áratugarins prýða nú
nýtt kaffihús, Kaffi Laugalæk, og
koma þar vel út. Með Demo-loft-
ljósinu eru þau Dagný Elsa Ein-
arsdóttir og Magnús Ólafsson hús-
gagnasmíðameistari að endur-
vekja íslenskt handverk sem var
nokkuð algengt á þessum tíma.
Dagný Elsa segir að það hafi því
miður ekki varðveist mörg eintök
af þessum fallegu ljósum. „Þetta
er gömul hugmynd sem við erum
að endurvekja. Þessi ljós voru víða
og fólk var að gera þau í hinum
ýmsu myndum, stundum var grind-
in utan á og spónninn fyrir innan
og stundum öfugt. Svo voru þau í
mismunandi formum. Ég rakst ein-
mitt á mynd á netinu af ljósi í þess-
um stíl frá því um 1960 en það var
komið alla leið til Bandaríkjanna
en hafði verið keypt í Danmörku.
Þessi andi sveif því yfir vötnunum
á Norðurlöndunum.“
Endurnýting hugmyndin
Dagný Elsa segir að enginn einn
hönnuður hafi verið að ljósunum.
„Ég kannaði það mikið til að vera
viss um að vera ekki að stela hönn-
un einhvers. Enda gefum við okkur
svo sem ekki út fyrir að vera hönn-
uðir ljóssins, við erum meira að
endurvekja gamla hönnun og færa
í stílinn. Við styrktum ljósið líka,
settum í það brasshringi, einföld-
uðum það en gerðum það sterkara.“
Hugmyndin að ljósunum kom
þannig til að þegar Dagný Elsa
var í námi í húsgagnasmíði tók
hún áfanga í hönnun samhliða. Eitt
verkefni í þeim áfanga snerist um
endurnýtingu. „Á verskstæðinu
þar sem ég var í húsgagnasmíð-
inni var mikið af spóni sem fór til
spillis og ég fór að hugsa hvernig
hægt væri að nýta hann. Ég fór svo
í smávegis rannsóknarvinnu og þá
kom þetta ljós upp víða og þannig
kviknaði hugmyndin.“
Heillandi tími
Sama hugsun, að endurvekja gam-
alt handverk og endurnýta, er á
bak við hönnun jólatrjáa sem þau
Dagný Elsa og Magnús hafa gert.
„Við fórum á Árbæjarsafn og feng-
um að skoða gömlu trén sem þar
eru. Aðlöguðum þau svo aðeins að
nútímanum með því til dæmis að
setja tinda á greinarnar til að auð-
velda skreytingu og hafa þau sund-
urtakanleg svo hægt sé að geyma
þau auðveldlega í poka milli ára.“
Dagný Elsa er heilluð af hönn-
un sjötta og sjöunda áratugarins
og sækir enn innblástur í hana.
„Ég er svakaleg sixtís mann-
eskja, finnst það algjört gullald-
artímabil. Nú er ég að endurvekja
skermagerðina síðan þá, og lamp-
ana og er að fara út í bæði borð-
lampa og standlampa líka, þessa
með gæsahálsinn,“ segir hún.
Mikil vinna á bak við ljósin
Dagný segist hógvær ekki geta
sagt að Demo-ljósin renni út hjá
þeim Magnúsi enda sé svona
handverk frekar dýrt. „Það er
óttalegt staut að gera þetta. Það
eru þrettán hringir á hverju ljósi
og þarf að máta hvern þeirra á
grindina og líma hann saman.
Hver og einn þessara þrettán
hringja er svo límdur á sex stöð-
um á grindina. Allt er bæsað í
höndunum, hver og ein ræma
fyrir sig. Við erum búin að reikna
út hve margar vinnustundir fara í
ljósagerðina og ef við gerðum eitt
ljós í einu tæki það hátt í tvo daga
að gera það. En ljósin eru búin að
geta sér gott orð, það eru marg-
ir sem kannast við þau,“ segir
Dagný Elsa og brosir.
Gömul hönnun
endurvakin
Dagný Elsa Einarsdóttir er heilluð af hönnun sjötta og sjöunda áratugarins.
Demo-ljósin sem þau Magnús Ólafsson gera eru í stíl þess tíma.
Mikil vinna er á bak við Demo-ljósin. MYNDIR/KARL PETERSSON
Demo-ljósin eru í stíl sjötta
og sjöunda áratugarins.
Jólatré sem þau Dagný Elsa og Magnús gera eru líka byggð á gömlu handverki.
Demo-ljósið er fáanlegt í
tveimur stærðum og ýmsum
litum og einnig ólitað.
Lilja Björk
Hauksdóttir
liljabjork@365.is
ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is
NOTAR ÞÚ MEIRA EN AÐRIR?
Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á
samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og
bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.
• Reiknaðu út orkunotkun heimilistækjanna
• Berðu orkunotkun þína saman við önnur heimili
• Fáðu góð ráð varðandi orkunotkun
• Kíktu á reiknivél ON: www.on.is/reiknivel
LJóS OG LAMPARKynningarblað
19. september 20168
1
9
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
9
F
-1
5
E
C
1
A
9
F
-1
4
B
0
1
A
9
F
-1
3
7
4
1
A
9
F
-1
2
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K