Fréttablaðið - 19.09.2016, Síða 48
Þegar gengið er inn í BYKO í
Breidd tekur við viðskiptavinum
hefðbundin byggingavöruverslun.
En þegar gengið er fram hjá máln-
ingarvörum, vinnufötum, borvél-
um og sturtuklefum er komið inn
í ævintýralega deild sem er sann-
kölluð hátíð fyrir augað. Þar blasa
við fallegar glitrandi ljósakrónur,
nýmóðins kúplar, gamaldags loft-
ljós og allt þar á milli.
Páll Hafsteinn Ársælsson tekur
brosandi á móti viðskiptavinum
fullur fróðleiks um allt sem snýr
að lýsingu. „Okkar megináhersla
er á heimilin og tekur hið mikla
úrval hjá okkur mið af því,“ segir
hann og leiðir blaðamann um ljósa-
hafið. „En vissulega þjónustum
við líka verktaka og þá sem eru
að setja upp ljós í heilu húsin eða
blokkirnar.“
Gæðin eru mikilvæg
Páll segir fólk hugsa öðruvísi um
ljósakrónur í dag en það gerði
áður. „Í gamla daga var fjárfest-
ing að kaupa ljósakrónu en í dag
getur þú sett ljós í heila íbúð fyrir
brot af því sem það kostaði fyrir
þrjátíu eða fjörutíu árum.“ Hann
áréttir þó að lægra verð hafi ekki
komið niður á gæðunum. „Við
leggjum mikla áherslu á gæði
hér í BYKO en það er bara þann-
ig að eftir því sem þróunin verð-
ur meiri, því meiri verða gæðin
en verðið lækkar,“ segir hann. Þá
segir Páll að BYKO bjóði sannar-
lega upp á samkeppnishæft verð á
ljósum.
Fjölbreytt merki
BYKO býður upp á fjölbreytt ljós
frá ýmsum merkjum. Páll nefnir
til að mynda norska merkið Scan-
light. „Það er birgir sem við höfum
skipt við í hátt í áratug. Þar eru
menn á tánum og fylgjast vel með
nýjungum og tískustraumum enda
eru þeir töluvert áberandi í ljós-
um,“ segir Páll og segir Scanlight
vinsælt meðal Íslendinga. „Enda
er smekkur okkar ekki ósvip-
aður smekk Norðmanna,“ segir
hann glettinn. Af öðrum merkj-
um sem BYKO er með nefnir Páll
írska merkið Robus, þýska merkið
Brilliant auk fjölda annarra.
Miklir tískustraumar
En hvað er í tísku núna? „Stíll-
inn er mjög fjölbreyttur, allt frá
minimalískum upp í íburðarmik-
inn,“ svarar Páll. „Þessi fjaður-
ljós eru til dæmis mjög vinsæl,“
segir hann og bendir á hvíta ljósa-
krónu úr fjöðrum. „Þá þykja þess-
ar Edisonperur líka mjög flottar,“
segir hann og á við mjög falleg ljós
sem eru í raun bara perur úr reyk-
litu gleri. Páll segir koparinn hafa
verið mjög eftirsóttan síðustu tvö
ár. „En það er ekki mikið af kopar
og messing á markaðnum.“
Páll segir þó mest áberandi þá
tísku sem ríkir hjá unga fólkinu.
„Unga fólkið er svona „back to the
sixties“. Það er með hansahillur
og tekkstóla og vill gjarnan fá ljós
í sama stíl. Við erum með nokk-
ur ljós, til dæmis reyklitaðar gler-
ljósakrónur og fleiri, sem henta
mjög vel þessum sérstaka stíl.“
Páll segir töluverða vinnu liggja
í því að fylgja tískustraumum.
„Innkaupafólkið okkar fer á sýn-
ingar, heimsækir birgja og fylg-
ist vel með straumum og stefnum
í gegnum netið.“
Hann er inntur eftir því hvort
innfelldu ljósin sem voru afar vin-
sæl á tímabili séu það enn. „Já,
þau eru vinsæl en það eitthvað að
minnka. Nú er að aukast að fólk
blandi þessu tvennu saman, er með
milda lýsingu út með veggjum en
kaupi sér falleg ljós yfir borðstofu-
og stofuborð. Enda eru ljósakrón-
ur í dag mublur sem gaman er að
skreyta rými með.“
Lýsa upp haustið
Páll segir fólk iðulega taka við
sér strax eftir verslunarmanna-
helgi og huga þá að því að lýsa
upp myrkrið sem fer að færast
yfir. „Fólk er þá bæði að huga að
útilýsingu og inniljósum,“ segir
hann. Útiljós eru orðin afar vin-
sæl að hans sögn, sér í lagi vilji
fólk lýsa upp garðana sína á fal-
legan máta.
Perur eru frumskógur
Mikil þróun hefur verið á peru-
markaðnum undanfarin ár enda
gamla glóperan dottin út og LED-
ljós og díóður teknar við. „Peru-
markaðurinn er hálfgerður frum-
skógur og oft kem ég að fólki sem
stendur fyrir framan perurekk-
ann, ráðvillt á svip, með gömlu
peruna í hendi og veit ekkert
hvað það á að velja,“ segir Páll og
hlær. En þá er gott að hafa ráða-
góða menn í vinnu sem vita hvað
snýr fram og aftur. „Við aðstoðum
fólk við að finna réttu gerðina af
perum.“
Páll segir BYKO leggja frum-
áherslu á góða þjónustu. „Við vilj-
um að fólk komi hingað og fái að
tala við fagmann sem þekkir til og
getur leyst úr málunum.
Virk vefverslun
Þeir sem búa úti á landi þurfa
ekki að leggja upp í langferð til
að kaupa ljós hjá BYKO því það
er rekin öflug vefverslun á www.
byko.is. „Það er orðið algengt að
fólk utan af landi kaupi ljós í gegn-
um netið, og svo sendum við hvert
á land sem er.“
Ljós eru tískuvara
Ljósadeild BYKO er með þeim glæsilegri á landinu. Úrvalið er mikið en þar má fá
allt frá einföldum skermum og kúplum upp í glæsilegar kristalsljósakrónur. Mikil
áhersla er lögð á gæði, góða þjónustu og samkeppnishæft verð.
Unga fólkið er svona
„back to the sixties“.
Það er með hansahillur
og tekkstóla og vill
gjarnan fá ljós í sama
stíl. Við erum með nokk-
ur ljós, til dæmis reyklit-
aðar glerljósakrónur og
fleiri, sem henta mjög
vel þessum sérstaka stíl.
Páll Ársælsson
Páll Ársælsson leiðbeinir viðskipta-
vinum um val á ljósum og perum.
Kopar og messing er vinsælt líkt og Edisonperurnar sem sjást til hægri á myndinni.Í BYKO má einnig fá fjölda lampa og veggljósa.
Kristallinn stendur alltaf fyrir sínu.
Úrvalið í ljósadeild BYKO er mikið. MYND/GVA
Ljós OG LAMPAr Kynningarblað
19. september 201614
1
9
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
9
E
-E
9
7
C
1
A
9
E
-E
8
4
0
1
A
9
E
-E
7
0
4
1
A
9
E
-E
5
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K