Fréttablaðið - 19.09.2016, Síða 54

Fréttablaðið - 19.09.2016, Síða 54
Ástkær sonur okkar og bróðir, Ágúst Helgi Ágústsson andaðist á vökudeild Barnaspítala Hringsins sunnudaginn 11. september. Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 20. september kl. 12.30. Sérstakar þakkir til starfsfólks barna- og vökudeildar á Barnaspítala Hringsins fyrir góða umönnun og virðingu. Telma Halldórsdóttir Ágúst Hjálmarsson Júlía Mjöll Högnadóttir Þórhildur María Högnadóttir og aðrir ástvinir. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Halldór Guðbrands Bárðarson Hlévangi, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 13. september. Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 23. september kl. 13.00. Guðlaug Bárðardóttir Ólafur Þ. Guðmundsson Oliver Bárðarson Halldóra Jóna Guðmundsdóttir og systkinabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og kærleik við andlát og útför Sigurðar Inga Sveinssonar húsasmíðameistara, Tjarnarflöt 6, Garðabæ. Halldóra Salóme Guðnadóttir Ragnheiður Katrín, Sveinn Ingi, Þórunn Inga og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ingunn K. Þormar lést á heimili sínu, Hrafnistu Hafnarfirði, 10.september sl. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 23. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Sigfús Þormar Þóra Steindórsdóttir Sigríður Þormar Sigfríð Þormar Jón Pétursson Kristinn Þormar Jónína Samúelsdóttir Jón L. Árnason vann það afrek að verða heimsmeistari sveina í skák, þennan dag árið 1977, aðeins sextán ára gamall. Eini kepp- andinn sem sigraði Jón var Garrí Kasparov en hann hafnaði í þriðja sæti. Heimsmeistaramót unglinga í skák var haldið í Frakklandi þetta ár. Jón L. hlaut þar níu vinninga af ellefu mögulegum. Í öðru sæti var Bandaríkjamaðurinn Jay White- head með átta og hálfan vinning og þriðji varð Garrí Kasparov, eins og áður sagði. Hann var þá unglinga- meistari Sovétríkjanna og hlaut átta vinninga á heimsmeistaramótinu. Árangur Jóns á mótinu vakti að vonum eftirtekt og var honum vel tekið við heimkomuna. Aðstoðar- maður hans var Margeir Pétursson. Jón L. var nemandi við Menntaskól- ann við Hamrahlíð á þessum tíma. Hann byrjaði að tefla tólf ára gam- all og rakti upphaf skákáhugans til heimsmeistaraeinvígis Fischers og Spasskys hér á landi. Þ EttA G E r ð i St : 1 9 . S E P t E M B E r 1 9 7 7 16 ára heimsmeistari Jón L. Árnason skákmaður ásamt Ólafi Ragnarssyni og Óla Tynes. Heimspekikaffi verður haldið í menningar-húsinu Gerðubergi í Breiðholti á miðviku-dag klukkan 20. Fjallað verður um áhrif frétta- mennsku á ástand heimsins og munu Gunnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur, og Birta Björnsdóttir, fréttamaður á fréttastofu rÚV, leiða spjallið. Gunnar Hersveinn hefur meðal annars rannsakað friðarmenningu og birt niðurstöður sínar í bókinni Hug- skot – skamm-, fram- og víðsýni. Birta á hins vegar langan feril að baki sem blaðamaður, meðal annars á Morgun- blaðinu, Stöð 2 og rÚV. Hún mun veita innsýn í aðferðir og ábyrgð fréttamiðla þegar fjalla á um stríð, en efni og fram- setning fjölmiðla hefur óumdeilanleg áhrif á skoðanir fólks og hegðun stjórn- valda. „Það er alltaf gaman að tala um vinnuna og allt sem henni tengist. Þegar minn gamli samstarfsfélagi Gunn- ar Hersveinn bauð mér að taka þátt í þessum áhugaverðu umræðum þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um,“ útskýrir Birta. „Í starfi fréttamanns í erlendum fréttum er umfjöllunarefni eðli máls- ins samkvæmt oft ófriður úti í heimi. Það kemur okkur við. Það er hins vegar gaman að velta fyrir sér hvernig fréttir af ófriði eru sagðar, og eflaust engin ein rétt aðferð til þess. Einblínum við um of á hörmungar sem fylgja ófriði?“ Hún segir að í fréttaskrifum sé leitast við að halda staðreyndum til haga og gefa sem skýrasta mynd af gangi mála hverju sinni og draga ólík sjónarmið að borðinu. „Það er að mínu mati mikilvægt að einblína ekki bara á framgang stríð- andi fylkinga hverju sinni og mark- mið þeirra heldur einnig hvaða áhrif ófriður hefur á venjulegt fólk. Gæti það mögulega haft áhrif á baráttu fyrir upp- rætingu ófriðar að við mátum okkur í aðstæður fólks sem á um sárt að binda vegna hans? Ég á nú kannski ekkert endilega von á því að við finnum upp- skriftina að heimsfriði þessa tilteknu kvöldstund en held að allir hafi gott af því að velta þessum málum fyrir sér,“ segir hún að lokum. sara@frettabladid.is Gaman að tala um það sem tengist vinnunni Birta Björnsdóttir fréttamaður tekur þátt í Heimspekikaffi á miðvikudag. Umræðuefni er áhrif fréttamennsku á ástand heimsins og mun Birta veita innsýn í fréttamiðla. 1356 Hundrað ára stríðið: Englendingar vinna sigur á Frökkum í orrustunni við Poitiers og taka Jóhann góða Frakkakonung höndum. 1667 „Gullskipið“ Het Wapen van Amsterdam strandar á Skeiðar­ ársandi með mikinn farm af gulli og dýrum steinum að talið er. Öll áhöfnin ferst, um 140 manns. 1802 Andvana síamstvíburar, samvaxin stúlkubörn, fæðast í Rangárvallasýslu. 1874 Blaðið Ísafold hefur göngu sína. Árið 1929 sameinast það Verði og verður vikuútgáfa Morgunblaðsins til 1968. 1939 Þýski kafbáturinn U30, sem sökkt hafði breska farþega­ skipinu Athenia á fyrsta degi seinni heimsstyrjaldarinnar, kemur til Reykjavíkur með þrjá slasða menn. Þeir höfðu slasast þegar kaf­ báturinn gerði árás á breskt flutningaskip vestur af Bretlandi. 1985 Jarðskjálfti sem mælist 8,1 á Richter skekur Mexíkóborg með þeim afleiðingum að fimm þúsund manns bíða bana. Merkisatburðir Birta Björnsdóttir, fréttamaður á RÚV, mun ræða um áhrif fréttamennsku á ástand heimsins á Heimspekikaffi sem fram fer í Gerðubergi. 1 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r14 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 1 9 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 F -0 C 0 C 1 A 9 F -0 A D 0 1 A 9 F -0 9 9 4 1 A 9 F -0 8 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.