Fréttablaðið - 08.08.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 08.08.2016, Síða 2
Seguldrifinn blandari Veður Norðlæg átt 8-15 m/s í dag, einna hvassast suðaustan- og austanlands og má búast við að hviður verði varasamar austur af Öræfum og að Austfjörðum. sjá síðu 16 Lundar á sundi Mikill fjöldi lundapysja var á sundi við Heimaey í gær. Í júlí sagði Erpur Snær Hansen fuglafræðingur í Eyjafréttum að lundavarp í Eyjum lofaði mjög góðu. Þó væri útlitið dekkra í Dyrhólaey og Ingólfshöfða sem og í Papey. Hlutfall hola sem orpið væri í væri mjög hátt. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson samfélag Tvö börn á Þingeyri mættu hvorki í leikfimi né skóla- sund í heilt ár vegna baðvarðar grunnskólans í bænum. Miklar deilur hafa staðið milli foreldra barnanna  og fjölskyldu baðvarðarins sem heitir Kristján Þ. Ástvaldsson. Kristján var kærður árið 2014 fyrir líkamsárás á móður barnanna en var sýknaður í héraðs- dómi og í Hæstarétti. Í dóminum segir að lögreglustjórinn hafi ekki náð að sanna sekt Kristjáns. Deilurnar hófust eftir að  faðir barnanna lét yfirvöld vita af meint- um tryggingasvikum Kristjáns.  Í kjölfarið héldu foreldrar barnanna því fram að Kristján hefði ráðist á móðurina. Þá hafa ýmsar ásakanir komið frá fjölskyldunum hvorrar í garð annarrar. Málið hefur farið víða en í dag er það á borði menntamálaráðu- neytisins, umboðsmanns Alþingis og Ísafjarðarbæjar. Einnig hafa lög- regluyfirvöld ítrekað haft afskipti af málinu. Þá hefur umboðsmaður barna mætt á Þingeyri og haft afskipti af málinu. Kristján segir deilurnar hafa byrj- að eftir að maður Mörtu hafi logið því að hann væri að svíkja út bætur. Kristján hefur ávallt neitað því að hafa ráðist á móður barnanna. „Þetta fólk hefur verið á móti mér í mörg ár og ég veit ekki af hverju. Þau hafa kallað mig ljótum nöfnum opinberlega og hafa reynt að ljúga ýmsu upp á mig, til að mynda reyndi hann að fá mig rekinn úr öðru starfi sem hafnarvörður með lygum. Þetta játaði hann fyrir dómi,“ segir Krist- ján sem er hættur sem baðvörður. „Ég fæ annað starf hjá bænum. Bæjarstjórinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri betra að ég væri ekki lengur í þessu starfi. Ég hef alltaf gert það sem bærinn biður mig um í þessu máli,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns hefur málið tekið mikið á hann og fjölskyldu hans. Hann er tveggja barna faðir. „Þetta hefur verið alveg ömur- legt en ég fæ ekkert að verja mig á meðan þessi lögreglustjóri er við völd,“ segir Kristján. Skólastjórinn í grunnskólanum á Þingeyri vildi ekki tjá sig um málið en tók fram að hún reyndi alltaf að bera hag barnanna fyrir brjósti. Foreldrar barnanna vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu. nadine@frettabladid.is Fjölskyldudeilur héldu börnum frá skólasundi Tvö börn á Þingeyri mættu hvorki í leikfimi né skólasund í eitt ár vegna deilna foreldra þeirra við baðvörðinn. Málið er á borði menntamálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis. Ömurlegt segir baðvörðurinn sem er hættur störfum. Í nokkur ár hafa staðið miklar deilur milli tveggja fjölskyldna á Þingeyri. Fréttablaðið/PJEtUr Belgía Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS), sögðu í gær að maður sem réðst á tvær lögreglukonur með sveðju í belgísku borginni Charleroi á laugardag hafi verið liðsmaður sam- takanna. Belgísk lögregluyfirvöld segja árásarmanninn vera 33 ára Alsíring. Lögregla skaut hann til bana. Vitni segja að maðurinn hafi endurtekið hrópað „Allahu Akbar“, eða Guð er mestur, á meðan árásinni stóð. – þea Árásarmaður tengdur ISIS lögregla í Charleroi. nordiCPhotos/aFP samfélag Fjölskyldustemming var á Klambratúni í gær en þar brá Sirkus Íslands á leik. Fjölskylduhátíðin á túninu var hluti af lokadagskrá Hin- segin daga sem lauk í gær. Hápunktur Hinsegin daga var Gleðigangan á laugardaginn. Þar vakti það mikla athygli þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hélt þar ávarp fyrstur allra forseta. Guðni nýtti tækifærið í ávarpi sínu við gleðigönguna í gær til þess að hvetja alla til að taka sérstaklega á þeim fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Fordómarnir þykja djúpstæðir og nánast fáheyrt að atvinnuíþrótta- menn komi út úr skápnum. „Maður heyrir sögur af til dæmis strákum í handbolta eða jafnvel fót- bolta sem þora ekki að koma út úr skápnum í liðunum sínum og hætta frekar í íþróttinni til þess að koma út úr skápnum," segir Bjarni Snæ- björnsson, sem situr í stjórn hinseg- in íþróttafélagsins Styrmis. – srs/us Karnival á Klambratúni brugðið á leik á klambratúni í gær. Fréttablaðið/hanna Ég fæ ekkert að verja mig á meðan þessi lögreglustjóri er við völd. Kristján Þ. Ástvaldsson, fyrrverandi bað- vörður 8 . á g ú s t 2 0 1 6 m á N u D a g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 1 -F 4 5 0 1 A 3 1 -F 3 1 4 1 A 3 1 -F 1 D 8 1 A 3 1 -F 0 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.