Fréttablaðið - 08.08.2016, Side 10

Fréttablaðið - 08.08.2016, Side 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Það er stórmerkilegt að fylgjast með tilraun-um Færeyinga til að bjóða út fiskveiðikvóta í stað þess að úthluta honum til ríkjandi útgerðarfélaga. Útboð kvóta gengur út frá þeirri grunnforsendu að hámarka arð þeirra sem eiga auðlindina, í þessu tilviki fiskinn á færeyskum miðum, en ekki virðist velkjast fyrir mörgum að eigandinn er færeyska þjóðin. Þrátt fyrir einhverja minniháttar byrjunarörðugleika virð- ist sem tilraunin gangi vel og hafi þegar aukið hagnað Færeyinga af auðlindinni svo miklu munar. Það hlýtur auðvitað að vera okkur Íslendingum hvatning til þess að láta reyna á hið sama og auka arð- inn af auðlindinni sem er eign þjóðarinnar. Það voru því mikil vonbrigði að sjá og heyra svör þeirra Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegsráðherra og Jóns Gunn- arssonar, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, við fyrirspurn fréttastofu RÚV þess efnis hvort ekki mætti láta reyna á að bjóða upp fiskveiðikvóta Íslendinga. Báðir þvertóku fyrir slíkar hugmyndir á þeirri forsendu að slíkt kæmi til með að leiða til samþjöppunar í grein- inni og auka líkur á að útlendingar eignist mikinn hluta aflaheimilda. Vandinn er að þegar betur er að gáð þá halda þessar skýringar ekki vatni. Eins og Jón Steinsson, hagfræð- ingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, og Einar Gautur Steingrímsson hafa báðir bent á þá eru í gildi lög á Íslandi um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnu- rekstri sem koma í veg fyrir slíka þróun í íslenskum sjávarútvegi. Auk þess má leiða að því líkur að með útboði á fiskveiðikvóta megi fremur setja samþjöppun skorður, langt umfram það sem virðist vera tilfellið í dag. Með vönduðu regluverki fyrir útboð mætti svo einnig efla hag byggðarlaga sem á þurfa að halda og stuðla þannig að blómlegu atvinnulífi sem víðast um landið. Þessar staðreyndir vekja því nýjar og alvarlegri spurningar en þær sem beindust upprunalega að Gunnari Braga Sveinssyni og Jóni Gunnarssyni. Eru þeir Gunnar Bragi og Jón Gunnarsson í störfum sínum ekki að vinna fyrir þjóðina? Fylgir því ekki sú sjálfsagða og eðlilega krafa að þar með vinni þeir að hagsmunum þjóðarinnar allrar? Er ekki betra fyrir ríkissjóð og þar með þjóðina að fá meira en minna fyrir fiskinn? Ef svörin eru neitandi hlýtur það að vekja spurningar um það fyrir hvern þeir eru þá að vinna. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Það kann að vera að einhver líti svo á sem þessi fram- setning sé einföldun á stóru máli. En staðreyndin er að viðkvæðið „þetta er nú flóknara mál en svo“ og aðrir slíkir frasar eru einmitt dregnir fram í umræðuna til þess að gera almenningi erfiðara um vik að átta sig á stöðu mála. Til þess að letja fólk til þess að setja sig inn í staðreyndir sem reynast oftar en ekki einfaldari en ráðamenn hverju sinni hafa látið að liggja. Ráðamenn þurfa alltaf að muna að þeir eru í vinnu hjá fólkinu í landinu og því er með öllu óásættanlegt að þeir hlúi að hagsmunum stakra hópa í atvinnulífinu umfram þjóðarhag. Þjóðarhagur Fylgir því ekki sú sjálfsagða og eðlilega krafa að þar með vinni þeir að hagsmunum þjóðarinnar allrar? Miðasala er hafin Stórtónleikar í Eldborg 17. september Chris Norma n Fyrir rúmum 30 árum var mér sem landlækni boðið í tvær ferðir til að skoða hjartaspítala. Sú fyrri var til Glasgow til að skoða nýjan 300 rúma hjartaspítala. Skömmu síðar þurfti ég að sækja fund í London, þáði því boðið og millilenti í Glasgow. Þar beið bílstjóri og ók mér í Rolls Royce á sjúkrahúsið. Forstjórinn tók á móti mér og sýndi mér sjúkra- húsið. Þar störfuðu 10-15 sérfræðingar í hjarta- lækningum, flestir frá Bandaríkjunum. Forstjórinn hafði skrifað flestum Evrópuþjóðum og boðið þeim að senda til sín hjartasjúklinga til meðferðar. Að hans sögn gekk reksturinn vel. Ég gekk í gegnum sjúkrahúsið og heilsaði nokkrum læknum en sýndist sem fáir sjúklingar væru þar. Forstjórinn bauðst til að taka á móti sjúklingum frá Íslandi. Ég tjáði forstjóranum að á Íslandi væri verið að byggja upp hjartaskurðdeild og lofaði hún góðu. Síðan kvaddi ég og var ekið til flugvallarins. Á leiðinni ræddi ég nokkuð við bílstjórann og spurði um spítalann. Bílstjórinn tjáði mér stuttlega að það væri búið að segja honum upp starfinu og væru Sádi-Arabar búnir að taka yfir spítalann. Flestir sjúklingarnir höfðu komið frá Sádi-Arabíu en aðeins örfáir frá Evrópu. Nokkrum vikum síðar kom frétt í skoskum blöðum um að búið væri að loka spítal- anum. Síðari ferðin var áætluð til Írlands til að skoða hjartaspítala. Lítið varð úr þeirri ferð því spítalinn var aldrei opnaður. Á embættisferli mínum voru mér kynnt þrjú atvik svipuð þeim sem hér hefur verið lýst. Sannleikurinn er sá að vel efnað fólk hvar sem það býr fær ætíð viðeigandi læknismeðferð. Almenn- ingur sem ekki hefur efni á dýrum einkatryggingum fær oftast ekki viðeigandi læknismeðferð nema hann njóti almennra trygginga. Einkareknir hjartaspítalar bjarga að minnsta kosti ekki þessu fólki. Tvær stuttar ferðasögur um einkarekna hjartaspítala Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir Nokkrum vikum síðar kom frétt í skoskum blöðum um að búið væri að loka spítalanum. hinsegin virðulegheit Sagt er að nýr tónn væri sleginn í orðræðu forseta eftir innsetningarræðu Guðna Th. Jóhannessonar í síðustu viku. Það tók ekki langan tíma fyrir Guðna að slá annan tón í umræðuna en hann var fyrsti forseti Íslands til að taka þátt í gleðigöngunni um helgina og hélt þar ágætis ávarp með regn- bogabindi um hálsinn. Ólafur Ragnar Grímsson var ávallt virðulegur í embætti forseta en ljóst er að Guðni ætlar að ljá embættinu öðruvísi virðuleg- heit. Reikna má með að hann verði afar alþýðlegur í fasi sem forseti líkt og hann hefur sýnt fram á fyrstu viku sína í embætti. house of cards í arnarnesinu Mbl.is greindi frá því síðast- liðinn föstudag að utanríkis- ráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, væru á „leynifundi“ heima hjá for- manni Framsóknarflokksins á Arnarnesinu. Ekkert er vitað um innihald fundarins en netverjar bentu á að fundurinn í Arnar- nesinu var haldinn í kjölfar þess að landsstjórn Framsóknar ákvað að boða til miðstjórnar- fundar í næsta mánuði til að geta boðað til flokksþings í haust þar sem kosið yrði um forystu flokksins. Línurnar virðast vera að skýrast innan Framsóknar- flokksins og hnífarnir brýndir. stefanrafn@frettabladid.is 8 . á g ú s t 2 0 1 6 M á N U D A g U R10 s k o ð U N ∙ F R É t t A B L A ð i ð SKOÐUN 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 2 -2 A A 0 1 A 3 2 -2 9 6 4 1 A 3 2 -2 8 2 8 1 A 3 2 -2 6 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.