Fréttablaðið - 08.08.2016, Page 14

Fréttablaðið - 08.08.2016, Page 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Stutt er síðan greint var frá í frétt- um að íslenskur nemi í vöruhönn- un hefði hannað vatnsflösku sem brotnar niður í náttúrunni. Hann er á sömu línu og þó nokkrir aðrir hönnuðir sem hafa sömu markmið að leiðar ljósi. Hér eru dæmi um þrjú umhverfis væn verkefni: Ætir sixpack-hringir Bjórframleiðandinn Saltwater Bre- wery í Flórída hefur unnið að því með auglýsingastofunni We Be- lievers í New York að skipta út hinum hefðbundnu sixpack-hringj- um úr plasti fyrir hringi úr hveiti og byggi en það eru einmitt auka- afurðir sem verða til við fram- leiðslu bjórs. Þessir nýju hring- ir eru því ætir auk þess sem þeir brotna auðveldlega niður í nátt- úrunni. Samkvæmt Greenpeace enda um tíu milljónir tonna af plasti í sjónum á hverju ári. Hluti þess er étinn af dýrum sjávar og veldur skaða. Talið er að yfir 50 prósent sjófugla innbyrði plastrusl. Six- pack-hringir úr plasti þykja hafa sérlega slæm áhrif á umhverfið þar sem dýr geta fest sig í þeim og kafnað. Upphaflega prófuðu hönnuðirnir að nota þara en efnið þótti of stíft á þurru landi þannig að dýrum stafaði hætta af. Því var niður- staðan sú að nota hveiti og bygg til að móta klassíska sixpack-hringi. Fyrirtækið ætlar að framleiða 400 þúsund æta hringi í hverjum mán- uði. Vonir standa til að þetta verði til að hvetja aðra stærri framleið- endur til að stökkva á umhverfis- væna vagninn. Þari í stað plasts AMAM er hönnunarteymi þriggja japanskra hönnuða sem hlaut Lex- us-hönnunarverðlaunin í ár. Verk- efnið heitir Agar Plasticity en breski hönnuðurinn Max Lamb, sem er þekktur fyrir frumlega nýtingu efniviðar, var leiðbein- andi AMAM. Agar er hlaupkennt efni sem búið er til úr þörungum. Efnið notuðu hönnuðirnir til að búa til umhverfisvænar umbúðir. Hönn- uðirnir voru tilnefndir til verð- launanna í nóvember og notuðu tímann til að prófa efnið. Þann- ig sendu þeir ilmvatnsflösku frá Tókýó til Mílanó en Lexus-verð- launin eru veitt árlega í tengslum við hönnunarvikuna í borginni. Hönnuðirnir voru allir nemend- ur í vöruhönnun við Tama Art há- skólann og mynduðu AMAM árið 2015 þegar tveir þeirra höfðu lokið mastersgráðu við London’s Royal College of Art. Mygla til góðs Fyrirtækið Ecovative hannar um- hverfisvæn efni sem eiga að leysa af hólmi ýmis plastefni sem notuð hafa verið í umbúðir. Fyrirtæk- ið var tilnefnt til hönnunarverð- launa ársins 2015 sem veitt eru af hönnunarsafninu í London. Efnið sem Ecovative hefur hannað er úr myglu (mycelium) sem blandað hefur verið saman við aukaafurðir úr landbúnaði líkt og hýði utan af fræjum og kornstönglum. Þannig verður til nokkurs konar lífrænt plastefni. Ólíkt öðrum plastefnum, sem eru búin til úr ólífrænum efnum, brotnar efnið niður í náttúrunni. Nýjasta afurð Ecovative er „gerðu það sjálfur“ pakki sem gefur listamönnum og hönnuðum tækifæri til að rækta sjálfir efnin sem þeir vilja nota í verk sín. Sveppaefnið hefur ekki aðeins verið notað til að búa til umbúðir heldur hafa líka ýmsir munir litið dagsins ljós. Til dæmis lampa- skermar eftir hönnuðinn Dani- elle Trofe sem hún kallar Mush- lume og Mush-bloom. VistVÆn hönnun Vitund um mikilvægi umhverfisverndar og skaðleg áhrif ólífrænna efna á náttúruna hefur aukist. Hönnuðir leita nú sumir leiða til að skipta út umhverfisspillandi efnum fyrir önnur sem brotna niður í náttúrunni. ecovative býr til umbúðir úr myglu sem blandað er aukaafurðum úr landbúnaði. agar Plasticity úr smiðju amam. Klassískum plasthringjum skipt út fyrir hringi sem búnir eru til úr byggi og hveiti. GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJA www.weber.is 8 . á g ú s t 2 0 1 6 M á N U D A g U R2 F ó l k ∙ k y N N i N g A R b l A ð ∙ X X X X X X X X ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum F ó l k ∙ k y N N i N g A R b l A ð ∙ H e i M i l i 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 2 -0 3 2 0 1 A 3 2 -0 1 E 4 1 A 3 2 -0 0 A 8 1 A 3 1 -F F 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.