Fréttablaðið - 08.08.2016, Page 16

Fréttablaðið - 08.08.2016, Page 16
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Guðfinna segir að hún hafi vilj- að nota tækifærið og efla sig sem stjórnanda. Hún hélt því á vit æv- intýranna og fór í mastersnám sem heitir International Human Reso- urce Management eða alþjóðleg mannauðsstjórnun. Guðfinna valdi skóla sem heitir Birmingham City University. „Það voru ýmsir þættir sem urðu til þess að ég valdi hann. Í fyrsta lagi leist mér vel á námið og í öðru lagi leist okkur hjónunum vel á Birmingham. Hún er önnur stærsta borg Bretlands en þrátt fyrir það þekktum við engan sem hafði verið þar og almennt virtust flestir þekkja mjög lítið til borgar- innar. Okkur fannst það vera kost- ur því okkur langaði til að geta kúpl- að okkur alveg út í þennan tíma og vera þar sem væru fáir Íslendingar. Ekki spillti fyrir að Sinfóníuhljóm- sveit Birminghamborgar er mjög virt en maðurinn minn, Sigurjón Örn Sigurjónsson, er mikill áhuga- maður um klassíska tónlist. Því má svo bæta við, fyrir þá sem hafa áhuga á málefnum sveitarfélaga, að Birmingham City er fjölmennasta sveitarfélag í Evrópu,“ útskýrir hún. Þegar hún er spurð hvort ekki sé dýrt að fara í nám í Bretlandi, svar- ar hún: „Skólagjöld eru há í Bret- landi og því er það nokkuð dýrt. Skólagjöldin mín voru um tvær milljónir króna sem er samt ekki svo mikið á breskan mælikvarða, sem spilaði líka inn í við val á skól- anum. Námið tók eitt ár. Kennslan var búin í lok apríl en eftir það tóku við skrif á mastersritgerð sem ég skilaði í september 2015,“ segir hún. Öðruvísi en í HÍ Guðfinna segir að námið hafi verið að sumu leyti ólíkt því sem hún hafði kynnst úr Háskóla Ís- lands. „Til dæmis var lögð miklu meiri áhersla á þátttöku í tímum. Á hverjum degi urðum við að vinna í hópum, svara ákveðnum spurning- um og kynna niðurstöður okkar. Við vorum líka mikið hvött til að spyrja og deila reynslu okkar og hugmynd- um í tímum. Í náminu voru skipu- lagðir nokkrir hlutverkaleikir þar sem við tókum m.a. ráðningarvið- töl, þurftum að taka á máli þar sem starfsmaður var ósáttur við yfir- mann sinn og í því þriðja á máli þar sem starfsmaður var grunaður um að hafa brotið af sér í starfi. Erf- iðasti hlutverkaleikurinn var samt þegar við, sem fulltrúar brugg- verksmiðju, áttum að semja við yf- irmenn á kránum okkar (dæmigert breskt vinnuumhverfi) um kaup og kjör. Þá voru fyrrverandi samninga- menn frá verkalýðsfélögum fengn- ir til að leika hlutverk viðsemjenda okkar og það verður að viðurkenn- ast að við höfðum lítið í þá að gera.“ Guðfinna segir að þetta hafi verið frábær lífsreynsla. „Ég hafði ekki búið erlendis áður. Það var mjög gef- andi og lærdómsríkt að búa í svona fjölþjóðlegu umhverfi en Birming- ham er ein helsta innflytjendaborg Bretlands. Námið styrkti mig Faglega séð hefur námið styrkt mig í hlutverki mínu sem stjórnandi en ég stýri upplýsingadeild Garða- bæjar. Í mastersverkefninu náði ég að samtvinna mannauðsstjórnun og upplýsingamiðlun, sem hefur verið mitt fag, með því að gera rann- sókn á því hvernig starfsfólk upp- lifir gæði innri upplýsingamiðlun- ar hjá stórri breskri stofnun. Við urðum sjálf að finna okkur „place- ment“ hjá fyrirtæki eða stofnun og vinna þar rannsókn sem yrði síðan efni lokaritgerðarinnar. Upplýs- ingamiðlun er eitt af þeim atriðum sem hafa áhrif á það sem er kall- að helgun starfsmanna sem aftur hefur áhrif á frammistöðu þeirra og stofnunarinnar í heild, þannig að það er til mikils að vinna að vanda þar til verka. Ég var svo heppin að fá frábæran leiðbeinanda við gerð lokaritgerðarinnar og að hafa með hennar hjálp fengið tækifæri til að kynna niðurstöður mínar á alþjóð- legri mannauðsráðstefnu sem hald- in var í Kanada í júní á þessu ári,“ greinir hún frá. Eiginmaðurinn er rafmagns- og tölvuverkfræðingur og vinnur við forritun. „Vinnuveitendur hans voru svo almennilegir að leyfa honum að taka tölvuna með sér og vinna í fjar- vinnu. Yngri sonur minn og kær- astan hans sem voru þá 18 ára voru hjá okkur frá ágúst og fram í miðj- an desember. Eldri sonur minn varð eftir til að geta byrjað sitt nám í Há- skóla Íslands. Við leigðum okkur lítið raðhús á almennum markaði svo það var ekkert vandamál. Það tók mig reyndar um 50 mínútur að komast í og úr skólanum með strætó en það vandist fljótt.“ Vel tekið af samnemendum Guðfinnu var vel tekið af samnem- endum sem voru sextán og komu frá tíu löndum. Hún segist hafa verið langelst í hópnum en það truflaði aldrei. „Ég vakti mikla athygli fyrir að vera Íslendingur en Bretar eru gríðarlega spennt- ir fyrir Íslandi. Það var frábær reynsla að búa í Birmingham og upplifa það fjölbreytta mannlíf sem þar er, til dæmis eru mjög margir innflytjendur frá Indlandi og Pak- istan og indverskir veitingastað- ir á öðru hverju horni sem okkur fannst frábært. Við bjuggum í frið- sælu íbúðahverfi í suðurhluta borg- arinnar og höfðum ekta breskan pöbb í tveggja mínútna göngufjar- lægð frá heimilinu svo við upplifð- um líka þá stemningu. Fólkið sem við kynntumst er auðvitað líka of- arlega í okkar huga. Ég var svo heppin að eignast tvær góðar vin- konur sem ég hef haldið sambandi við. Við upplifum sterk tengsl við borgina eftir þessa dvöl og ég fæ ákveðna „heimþrá“ við að hugsa til hennar. Gífurlega lærdómsríkt Hvað varðar námið sjálft stendur vinnan við lokaverkefnið upp úr. Ég gerði bæði rafræna spurninga- könnun og stýrði tveimur fókushóp- um sem ræddu málefnið sem var gífurlega lærdómsríkt.“ Guðfinna segist mæla með því að fólk láti drauma sína rætast. „Ef fólk hefur tækifæri til þess mæli ég hiklaust með því. Þetta var önnur mastersgráðan sem ég næ mér í eftir að ég byrjaði að vinna hjá Garðabæ. Þá fyrri, sem er í opinberri stjórnsýslu, kláraði ég frá Háskóla Íslands árið 2006. Það nám tók ég með fullri vinnu sem er auðvitað mikið álag en líka skemmtilegt. Bæði þá og í náminu úti upplifði ég hvað það er gaman að fara í nám þegar maður er kom- inn með reynslu úr atvinnulífinu og getur þannig tengt saman fræðin og praktíkina.“ Útskriftin var í janúar 2016. “Það gladdi mig mikið hvað stjórnendur stofnunar- innar sem ég vann rannsóknina hjá virtust ánægðir með mína vinnu og auðvitað líka allur sá stuðningur og hvatning sem ég fékk frá leiðbeinandanum í gegnum allt ferlið,” segir guðfinna. guðfinna til vinstri með vinkonum sínum, þeim neenu og Cauline, á stúdenta- barnum við skólann.  lét drauminn rætast og fór í nám guðfinna björk Kristjánsdóttir hefur starfað sem upplýsingafulltrúi Garðabæjar í fjórtán ár. Hún upplifði þörf til að breyta aðeins til og ákvað að sækja um námsleyfi og láta gamlan draum rætast, að fara í nám og búa um tíma í öðru landi og fór til Bretlands í háskólanám. BÓKLEGT ÖKUNÁM Á NETINU ÞÚ LÆRIR ÞEGAR ÞÉR HENTAR OG Á ÞEIM HRAÐA SEM ÞÉR HENTAR OPIÐ ALLAN SÓLAHRINGINN Netökuskólinn hefur það að markmiði að bjóða uppá bóklegt nám með áherslu á gæði og gott verð. netokuskolinn.is elín albertsdóttir elina@365.is SKólar og nÁmSKeið Kynningarblað 8. ágúst 20162 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 1 -F E 3 0 1 A 3 1 -F C F 4 1 A 3 1 -F B B 8 1 A 3 1 -F A 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.