Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2016, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 27.09.2016, Qupperneq 2
Veður Norðlæg átt, 5-13 í dag. Léttskýjað sunnan- og vestantil, en skýjað og sums staðar dálítil rigning norðaustanlands og jafnvel slydda inn til landsins. sjá síðu 18 Erfitt á Alþingi BRIDS SKÓLINN Byrjendur (stig 1) 3. október: 8 mánudagar frá 20-23 Kerfið (stig 2) 5. október: 8 miðvikudagar frá 20-23 Stig 1 Allir geta lært að spila brids en það tekur svolítinn tíma að átta sig á leikreglunum. Byrjað er alveg frá grunni og farið vel yfir undirstöður hins vinsæla Standard-sagnkerfisins. Það er fólk á öllum aldri sem sækir skólann og ekkert mál að mæta stakur/stök. Stig 2 Hvað meinar makker? Góð spurning. Farið er vel yfir framhald sagna í Standard og ýmsar stöður í sagnbaráttu. Mikið spilað og hægt að koma stakur/stök. upplýsingar og innritun í síma 898-5427 á netinu bridge.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Náttúra Skjálfti um 3,9 á Richter mældist í sunnanverðri Kötluöskj- unni í gær. Skjálftinn er sá stærsti í nokkrar vikur en mikil virkni stórra skjálfta hefur verið í Kötlu undan- farið. Þann 29. ágúst mældust stærri skjálftar, eða 4,5 og 4,6 á Richter. Það voru sterkustu skjálftar sem höfðu fundist í Kötlu síðan 1977. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segist þó ekki missa svefn yfir Kötlu. „Það hafa komið óvanalega stórir skjálftar og nokkuð margir þeirra yfir stærðinni 3. Hvað það þýðir er önnur saga. Þetta eru frekar grunnir skjálftar en maður myndi vilja sjá fleiri merki um virkni, merki um útþenslu og hugsanlegan jarðhita. Ef við sæjum það allt saman þá væri það greini- legt merki um að eldstöðin sé að hitna.“ Magnús segir að jafnvel þó allar þær vísbendingar kæmu saman væri ekki víst að Katla færi að gjósa. „Við verðum að álíta sem svo að Katla sé tilbúin að gjósa. En þegar hún gaus síðast 1918 þá voru engir mælar í landinu til að mæla virkni sem við erum að sjá núna. Það er óvissa um hversu mikill aðdragandinn er. Við eigum alltaf að vera viðbúin því að hún fari að gjósa en eigum ekki allt- af að hafa áhyggjur af henni.“ – snæ Katla lætur vita af sér Sigketill í Kötlu. Fréttablaðið/Haraldur GuðjónSSon stjórNmál Meirihluti Íslendinga er andvígur nýjum búvörusamningum ef marka má könnun sem MMR birti í gær. Alls segjast 40 prósent aðspurðra vera mjög andvíg og 22,4 prósent frekar andvíg. Á hinn bóginn segjast 6,3 prósent mjög fylgjandi búvöru- samningunum og tíu prósent frekar fylgjandi. 21,3 prósent segjast hins vegar hvorki fylgjandi né andvíg. Þeir sem ætla að kjósa Fram- sóknarflokkinn voru jákvæðastir um samninginn en þeir sem ætla að kjósa Viðreisn voru mest á móti. „Það hefði verið gaman að sjá svör við fleiri spurningum til að meta samhengið, til dæmis hversu margir þekkja innihald nýja sauð- fjársamningsins. Það er alltaf hætta á að opinber umræða í svona stóru máli verði götótt,“ segir Svavar Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Lands- samtaka sauðfjárbænda. – þea Samningurinn sem þjóðin er mjög andvíg Fjögur dýrustu forsetaframboðin Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson 50.995 atkvæði alls 175 kr. á atkvæði 352 kr. á atkvæði Kostnaður við framboð 25,1 milljón Kostnaður við framboð 8,9 milljónir Davíð Oddsson 1.103 kr. á atkvæði Kostnaður við framboð 27,7 milljónir 25.108 atkvæði alls Andri Snær Magnason 576 kr. á atkvæði FIM M H UN D RUÐ KRÓ N U R Kostnaður við framboð 15 milljónir 26.037 atkvæði alls 71.356 atkvæði alls stjórNmál Davíð Oddsson varði tæpum 28 milljónum króna í kosn- ingabaráttu sína fyrir forsetakosn- ingarnar sem fram fóru í sumar. Hann hafnaði í fjórða sæti og fékk rúmlega 25 þúsund atkvæði. Þar með greiddi Davíð rúmlega 1.100 krónur fyrir hvert atkvæði sem hann fékk. Enginn hinna þriggja frambjóðendanna sem flest atkvæði fengu kemst nálægt því. Næstmest galt Andri Snær Magna- son fyrir hvert atkvæði. Hann varði fimmtán milljónum í kosningabar- áttu sína og uppskar um 26 þúsund atkvæði sem gera 576 krónur á hvert þeirra. Sigurvegarinn og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varði um 25 milljónum í sína kosningabaráttu og uppskar rúmlega 71 þúsund atkvæði. Alls 352 krónur á hvert atkvæði. Halla Tómasdóttir, sem hafnaði í öðru sæti, varði bæði minnstu í kosn- ingabaráttu sína og minnstu á hvert atkvæði. Alls fóru tæpar níu milljónir í baráttuna og hún fékk tæp 51 þús- und atkvæði. Það gera 175 krónur á hvert atkvæði sem hún fékk. Frambjóðendurnir styrktu eigin framboð mismikið. Sá sem mest styrkti eigið framboð var Davíð en hann lét rúmar ellefu milljónir úr eigin vasa í framboðið. Halla styrkti sitt framboð um rúmar tvær milljónir og Guðni og Andri Snær létu um eina milljón króna hvor í framboð sitt. Aðrir frambjóðendur ráku mun ódýrari kosningabaráttu. Framboð Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur kost- aði um hálfa milljón króna en fram- boð Ástþórs Magnússonar, Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur, Hildar Þórðar- dóttur og Sturlu Jónssonar kostuðu öll minna en 400 þúsund krónur. Sé kostnaður allra þeirra framboða lagður saman kemst hann því hvergi nálægt kostnaði neins hinna fjögurra framboðanna. thorgnyr@frettabladid.is Dýr atkvæði Davíðs Talsverður munur var á kostnaði þeirra fjögurra sem flest atkvæði fengu í for- setakosningunum. Halla Tómasdóttir rak ódýrustu kosningabaráttuna en Davíð Oddsson þá dýrustu. Hann borgaði mest úr eigin vasa, rúmar 11 milljónir. Lífið á Alþingi litast oft og tíðum af átökum og geta samskipti verið erfið. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, gluggar því ef til vill í bókina Erfið samskipti, en hana mátti sjá á borðinu hans í þingsal þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar þar að garði. Við vinstri hlið Hösk- uldar í þingsal situr Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar, en ekki er vitað hvort hún hafi fengið bókina lánaða. Fréttablaðið/ernir Magnús tumi Guðmundsson 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 Þ r I ð j u D a G u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -8 4 7 4 1 A B 2 -8 3 3 8 1 A B 2 -8 1 F C 1 A B 2 -8 0 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.