Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 4
Þ O R S T E I N N B A C H M A N N E L M A S T E F A N Í A Á G Ú S T S D Ó T T I R H I L M A R G U Ð J Ó N S S O N K R I S T Í N Þ Ó R A H A R A L D S D Ó T T I R Á R N I A R N A R S O N N Ý T T Í S L E N S K T L E I K R I T Í S A M S T A R F I V I Ð V E S T U R P O R T ÁSKRIFTARKORT BORGARLEIKHÚSSINS Einfaldast og ódýrast að tryggja sér kort á borgarleikhus.is BROT ÚR HJÓNABANDI UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR BJÖRN THORS Húsnæðismál Þinglýstum kaup- samningum fjölgaði um tuttugu prósent á meðan leigumarkaður- inn dróst saman um sex prósent árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Þjóðskrár. Á sama tíma hækkaði leiguverð á höfuðborgar- svæðinu um sjö prósent. Þetta er í fyrsta sinn frá hruni sem þinglýstir kaupsamningar á Íslandi eru fleiri en leigusamningar. Gríðar- leg breyting hefur átt sér stað á síð- astliðnum árum en árið 2009 voru þinglýstir kaupsamningar tæplega 4.000 talsins en leigusamningar tæplega 11.000. Þróunin síðast- liðin ár hefur svo verið sú að smátt og smátt fjölgar kaupsamningum á meðan leigumarkaður breytist lítið. Í ársskýrslu Þjóðskrár kemur fram að fasteignamarkaðnum svipi núna til þess sem hann var árið 2003. Þó sé ekki jafn mikil hreyfing á honum og árið 2005 þegar markaðurinn náði hámarki. Fjöldi kaupsamninga hefur þre- faldast frá því sem var árið 2009, eða rétt eftir hrun, og stendur nú í tæplega 12.000 samningum. Á sama tíma hefur húsnæðisverð haldið áfram að hækka umfram það sem leigumarkaður hefur hækkað, eða um 7,8 prósent samkvæmt vísi- tölu. – snæ Leigumarkaðurinn dregst saman Í fyrsta sinn frá hruni eru þinglýstir kaupsamningar fleiri en þinglýstir leigu­ samningar. Fréttablaðið/Vilhelm stjórnmál „Ég tel það vera úti- lokað að nefndin komist að niður- stöðu í málinu fyrir þinglok,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur. Skýrsluna kallaði hún „Einkavæð- ing bankanna hin síðari“. Ögmundur bendir á að ráðgert sé að ljúka þingstörfum á fimmtudag- inn. „Samkvæmt lögum um rann- sóknarnefndir bæri okkur að senda okkar tillögur til stjórnar þingsins sem síðan gæfi okkur sín viðbrögð. Að því búnu yrði málið sent til umræðu inni í þinginu. Til þessa gefst enginn tími,“ segir hann. Hann bendir á, til samanburðar, erindi sem nefndinni hafi borist frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðis- ráðherra, um það hvort forsendur væru fyrir því að þingið gengist fyrir rannsókn á plastbarkamálinu svokallaða. „Við erum þegar búin að kalla til okkar fjölda aðila og erum að safna gögnum. Við skrif- uðum heilbrigðisráðherra fyrir fáeinum dögum og sögðum að það væri útilokað tímans vegna að klára málið fyrir þinglok. Hið sama gegnir að mínu mati um þetta mál,“ segir Ögmundur. Vigdís segir að sér finnist Ögmundur lýsa miklum verk kvíða að geta ekki boðað til fundar í nefndinni til að taka málið fyrir, núna þegar búið er að senda það til nefndarinnar til umfjöllunar. „Þannig að ég lýsi yfir miklum von- brigðum með þetta vinnulag og þetta sýnir hvað það er óheppilegt að hafa ráðherra úr fyrri ríkisstjórn sem formann nefndarinnar. Hann er að mínu mati vanhæfur til að fjalla um málið,“ segir hún. Vigdís telur þó að málið muni Segir Ögmund vera verkkvíðinn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina ekki geta tekið skýrslu Vigdísar Hauksdóttur til umfjöllunar fyrir þinglok. Vigdís segir formanninn vera verkkvíðinn og vanhæfan til að fjalla um málið. Ögmundur Jónasson tekur fyrstu skóflustunguna að fangelsinu á hólmsheiði. Fréttablaðið/GVa ekki daga uppi, jafnvel þó ekki verði fjallað um það á þessu þingi. „Það gerir það ekki út af því að ég sendi afrit af þessu máli á umboðs- mann Alþingis. „Hann verður þá að dekka þetta mál og hefja þá vinnu, ef, af pólitískum forsendum, fyrr- verandi ráðherra úr þessari ríkis- stjórn tekur það ekki upp.“ jon­ hakon@frettabladid.is Ferðalög Vikuferð stjórnar Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, fulltrúa Vegagerðarinnar, Strætó og innanríkisráðuneytisins til Kaupmannahafnar, Strassborgar og Vancouver, til að skoða hrað- vagna- og léttlestakerfi borganna, er ekki stillt upp sem lúxusferð heldur er hagkvæmnin látin ráða för. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er for- maður stjórnar SSH, og var bókað á fundi borgarráðs á fimmtudag að borgarstjóri færi ásamt aðstoðar- manni sínum, Pétri K. Ólafssyni. Ferðin hófst í Kaupmannahöfn í gær þar sem hópurinn gisti á tveggja stjörnu hóteli í Örestad skammt frá flugvellinum. Hópurinn fór á fund í gærmorgun hjá Metroselskabet, lesta- kerfi borgarinnar, sem hefur skrif- stofur skammt frá og hélt hópurinn til til Strassborgar um hádegi. Af hag- kvæmnisástæðum var ákveðið að slá ferðunum saman í eina ferð í staðinn fyrir að fara í tvær þriggja daga ferðir. Hópnum er ætlað að afla gagna vegna áforma sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu um eflingu almenn- ingssamgangna í nýju svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins. Hryggjarstykkið í því er Borgarlínan – nýtt léttlesta- eða hraðvagnakerfi sem tengir sveitarfélögin. Miðað er við að undirbúningi Borgar- línunnar ljúki í byrjun árs 2017. Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipu- lagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, fer í ferðina og segir að gert sé ráð fyrir tveimur dögum í ferðalag til Vancouver sem er á vesturströnd Kanada. „Þarna er verið að skoða hvernig svona verkefni eru byggð upp, hvernig þau eru fjármögnuð og hvaða umgjörð er sett utan um það, því þetta er langtímaverkefni og gengur þvert, bæði lárétt og lóðrétt, á stjórnsýslumörk. Við erum fyrst og fremst að læra hvernig aðrir hafa náð að leysa svona verkefni. Þetta verða engin þægindi, praktískt kom þetta best út svona,“ segir Hrafnkell. – bbh Borgarstjóri gisti á tveggja stjörnu hóteli í Danmörku Viðskipti Bruggsmiðjan Kaldi mun taka fyrstu skóflustungu að fyrir- huguðum bjórböðum klukkan eitt á morgun. „Þetta er skemmtileg viðbót við afþreyinguna í Eyjafirði og einnig er þetta fyrsta bjórbaðið á Íslandi, ef ekki á öllum Norðurlöndunum,“ segir í fréttatilkynningu sem Kaldi sendi frá sér í gær. Bjórböðin munu verða heilsulind Kalda þar sem hægt verður að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. Stefnt er að því að heilsulindin verði opnuð í febrúar á næsta ári. Bjórböð sem þetta eiga sér fordæmi í útlöndum, til að mynda í Tékklandi, en þangað fór Sigurður Bragi Ólafs- son, bruggmeistari Kalda, til að kynna sér bjórböð. „Ég hef sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður í sam- tali við Bítið á Bylgjunni í ágúst. – þea Skóflustunga tekin á morgun fyrir bjórspa hótel Cabinn í Kaupmannahöfn er glæsilegt hótel þó það sé aðeins tveggja stjörnu. bandaríski arkitektinn Daniel libeskind teiknaði það. Úr bruggverksmiðju Kalda. Fréttablaðið/PJetur Viðskipti „Hann er býsna svalur þessi gaur en hann á nú að vita betur eftir að við unnum þá í fótboltanum að það er ekki stærðin sem skiptir máli,“ sagði Jón Ásbjörnsson, forstjóri Íslandsstofu í Reykjavík síðdegis. Vísaði Jón þar til ummæla Malcolms Walker, eiganda bresku verslanakeðj- unnar Iceland, frá því fyrir helgi. Walker sagði þá að verslanakeðjan ætti rétt á nafninu þar sem viðskiptavinir Iceland væru mun fleiri en Íslendingar. ­ þea Eigandi Iceland býsna svalur Ég tel það vera útilokað að nefndin komist að niðurstöðu í málinu fyrir þinglok Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Þetta sýnir hvað það er óheppilegt að hafa ráðherra úr fyrri ríkis- stjórn sem formann nefndar- innar Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 Þ r i ð j U D a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -9 8 3 4 1 A B 2 -9 6 F 8 1 A B 2 -9 5 B C 1 A B 2 -9 4 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.