Fréttablaðið - 27.09.2016, Síða 10
Stórhöfða 31 ∆ 110 Reykjavík ∆ sími 569 3000 ∆ stafir@stafir.is
stafir.is
Aukaársfundur
um sameiningarmál
Stafir lífeyrissjóður boðar til aukaársfundar á Grand hóteli
Reykjavík fimmtudaginn 29. september 2016 kl. 16.
Lögð verður fram á fundinum tillaga um sameiningu Stafa
lífeyrissjóðs og Sameinaða lífeyrissjóðsins til umræðu og síðan
atkvæðagreiðslu.
Stjórn Stafa lífeyrissjóðs
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
Gleraugnaverslunin þín
MJÓDDIN
Sími 587 2123
FJÖRÐUR
Sími 555 4789
SELFOSS
Sími 482 3949
15-50%
afsláttur af
umgjörðum
ÚTSALA
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Samgöngur Á fundi sveitarstjórnar
Dalabyggðar í síðustu viku var lögð
fram harðorð bókun um Snæfells-
nesveg, sem er milli Hörðudals og
Stykkishólmsvegar. „Sveitarstjórn
Dalabyggðar krefst þess að Alþingi
og ríkisstjórn vakni af þyrnirósar-
svefni og setji verulega aukið fjár-
magn til samgöngumála þannig að
íbúar landsins og gestir geti ferðast
um landið með þokkalega öruggum
hætti. Ekki ætti að þurfa að stofna
til nýrra gjaldstofna þar sem álögur
á eldsneyti og farartæki eru þegar
skýjum ofar,“ segir þar meðal annars.
Vegurinn er 60 km langur malar-
vegur og tengir saman Snæfellsnes
og Dali. Á fundinum voru kynntar
umferðartölur Vegagerðarinnar þar
sem kom fram að sumardagsumferð
sé allt að 160 prósentum meiri nú en
árið 2010. Þá voru upplýsingar frá
lögreglu einnig kynntar en á árinu
eru skráð 14 umferðaróhöpp þar
sem 21 einstaklingur var fluttur með
sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun. Í 12 af
þessum 14 óhöppum áttu erlendir
ferðamenn í hlut. Þá hefur í 18 til-
vikum þurft að sækja skemmda bíla
með dráttarbílum. Á veginum eru 14
einbreiðar brýr, margar blindhæðir
og krappar beygjur. Í tölvupósti
vegamálastjóra til íbúa á Skógar-
strönd fyrr á árinu kemur fram að
Vegagerðin hafi ekkert fjármagn í
aðgerðir við veginn og endurbygging
hans sé ekki á neinum áætlunum.
– bbh
Dalabyggð vill að ríkið
vakni af þyrnirósarsvefni
Alls eru 14 einbreiðar brýr á veginum og margar blindhæðir. frettAblAðið/Pjetur
Húnaþing Með núverandi fyrirkomu-
lagi lögreglunnar á Norðurlandi vestra
er lögreglan að varpa ábyrgð yfir á
aðra viðbragðsaðila og stefnir öryggi
íbúa á svæðinu í hættu. Þetta er mat
Geirs Karlssonar, yfirlæknis Heil-
brigðisstofnunar Norðurlands vestra
á Hvammstanga.
Geir ritaði lögreglustjóranum á
Norðurlandi vestra og innanríkis-
ráðuneytinu bréf þar sem hann fer
yfir áhyggjur sínar af staðsetningu lög-
reglumanna á svæðinu. Í ágúst þurfti
að bíða eftir lögreglu í tvær klukku-
stundir þegar maður lést er bifreið
fór í höfnina á Hvammstanga vegna
þess að lögreglan var við æfingar á
Sauðárkróki.
„Mér finnst það algerlega óásættan-
leg staða hvort sem er fyrir íbúa svæð-
isins eða viðbragðsaðila hér að þurfa
að bíða svo lengi eftir aðstoð lögreglu
þegar mikið liggur við,“ segir Geir.
Björn Pálsson, lögreglustjóri Norð-
urlandsumdæmis vestra, segir það rétt
að öryggi íbúa á Hvammstanga sé ekki
það sama og annarra.
„Já, ef við horfum á þetta sem ein-
hvers konar gæði, og kannski er rétt
að hugsa það svo, þá er þeim misskipt
í þessu eins og öðru, til dæmis fjar-
lægð frá spítala, lækni og svo fram-
vegis,“ segir Páll. „Staðsetning okkar
manna er reglulega í skoðun en engin
afgerandi ákvörðun hefur verið tekin
um breytingu á henni. Það eru margir
þéttbýlisstaðir, bæði hér í þessu
umdæmi og annars staðar, sem búa
við svipaðar aðstæður.“
Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitar-
stjóri Húnaþings vestra, segir marga
íbúa finna fyrir öryggisleysi og er
sammála Geir yfirlækni um að öryggi
þeirra sé stefnt í hættu. „Ég er sammála
yfirlækni og get staðfest að þetta er
upplifun margra íbúa. Þá veldur fjar-
vera lögreglu auknu álagi og þjónustu-
þyngd á fjölskyldudeild Húnaþings
vestra. Íbúar upplifa varnarleysi, bið
eftir lögreglu er það löng að eftir að
hringt er þá getur margt gerst meðan
beðið er, sem kallar síðar á áfallahjálp
og sálræna úrvinnslu,“ segir Guðný
Hrund. sveinn@frettabladid.is
Íbúar Húnaþings í
meiri hættu en aðrir
Yfirlæknir Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga segir íbúa svæðisins í
meiri hættu vegna fjarlægðar við lögregluþjóna á vakt. Viðbragðstími lögreglu
er allt að tvær klukkustundir og segir sveitarstjóri að íbúar finni fyrir óöryggi.
lítið öryggi er að búa á Hvammstanga. Þar finna íbúar fyrir öryggisleysi samkvæmt
sveitastjóranum og yfirlækni sem ritaði lögreglu bréf eftir hörmulegt slys í ágúst.
Bandaríkin Barack Obama Banda-
ríkjaforseti lýsti í gær miklum
áhyggjum af ástandinu í sýrlensku
borginni Aleppo. Eins og stendur fara
uppreisnarmenn með völdin í meiri-
hluta borgarinnar en stjórnarherinn
situr um borgina.
Obama sagði sjúkraliða eiga erfitt
með að ráða við þann mikla fjölda
borgara sem særðir eru og anna þeir
því ekki eftirspurn. Þá sagði hann blóð
til gjafar sem og lyf nærri á þrotum
eftir þriggja vikna umsátur stjórnar-
hersins. Einnig lýsti hann yfir áhyggj-
um af því að vatn væri af skornum
skammti eftir loftárás á dælustöð.
„Það sem við höfum séð frá ríkis-
stjórn Assads [Sýrlandsforseta] og
bandamönnum þeirra Rússum er
ákveðin herferð gegn óbreyttum
borgurum. Sprengjum er varpað á þá
þar til þeir gefast upp og hlýða,“ sagði
talsmaður forsetans, Josh Earnest, í
gær. - þea
Lýsir áhyggjum af Aleppo
2 7 . S e p t e m B e r 2 0 1 6 þ r i Ð J u d a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a Ð i Ð
2
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:5
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
B
2
-D
3
7
4
1
A
B
2
-D
2
3
8
1
A
B
2
-D
0
F
C
1
A
B
2
-C
F
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K