Fréttablaðið - 27.09.2016, Page 13

Fréttablaðið - 27.09.2016, Page 13
Í grein sem Fréttablaðið birti 21.09.16 gerir aðstoðarmaður mennta- og menningarmála- ráðherra athugasemdir við ummæli sýningarstjóra Listasafns Íslands um skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart menningarmálum og við það að leiðarahöfundur Frétta- blaðsins skuli skömmu síðar taka undir ummælin og samsinna þeim. Í grein aðstoðarmanns ráðherra er ummælunum mótmælt og þau hrakin með því að gera samanburð á framlögum ríkisins til tiltekinna menningarstofnana í tíð tveggja ríkisstjórna, á sex ára bili, þ.e. frá fjárlögum 2010 til fjárlaga yfir- standandi fjárlagaárs 2016. Bandalag íslenskra listamanna hefur gegnum árin fylgst með framlögum til lista og menning- ar og átt um þau mál samtöl við stjórnvöld, bæði löggjafarvaldið á Alþingi og framkvæmdavaldið. Í þeim umsögnum sem BÍL hefur sent fjárlaganefnd Alþingis og í ráðgjöf til stjórnvalda eftir að fjár- hagur ríkisins hrundi, hefur verið lögð áhersla á að viðmiðunarár alls samanburðar sé fjárlagaárið 2009, í ljósi þess að það voru síðustu mark- tæku fjárlög sem Alþingi samþykkti. Vegna þessa er nauðsynlegt að gera athugasemd við þá ákvörðun aðstoðarmanns ráðherra að nota fjárlög 2010 sem viðmið í sínum samanburði, árið sem ríkissjóður var nánast gjaldþrota og stjórnvöld skáru niður framlög til allrar opin- berrar starfsemi svo undan sveið. Það er almennt viðurkennt að listir og menning hafi orðið mjög harka- lega úti í þeim niðurskurði og að hægast hafi gengið að bæta menn- ingargeiranum áfallið af niður- skurðinum. Það eru ýmsar aðferðir færar til að reikna samanburð af því tagi sem hér um ræðir, þ. á m. sú sem notuð er í grein aðstoðarmanns ráðherra, að bera saman framlög á verðgildi hvers árs en vísa til hækk- unar á verðlagsforsendum fjárlaga á tímabilinu, sem var 25,5% á milli áranna 2010 og 2016. En ef við- miðunarárið hefði verið 2009 hefði hækkunin orðið 31,7%, sem gefur allt aðra niðurstöðu. Í útreikningum sem BÍL leggur til grundvallar sínum samanburði hefur viðmiðunarárið verið fjár- lagaárið 2009 og tölurnar fram- reiknaðar með verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands. Þá lítur dæmið svona út (allar upph. í millj. kr.): Þjóðleikhúsið 2009 719,8 – fram- reiknað 920,9 – 2016 982,6 – hækk- un 6,7% Sinfóníuhljómsveit Íslands 2009 534,8 – framreiknað 684,2 – 2016 929,2 – hækkun 35,8% Kvikmyndasjóður 667,7 – fram- reiknað 854,2 – 2016 844,7 – lækkun 1,1% Íslenska óperan 175,7 – fram- reiknað 224,8 – 2016 195,9 – lækkun 12,8% Bókmenntasjóður 50 – fram- reiknað 63,9 – 2016 96,6 – hækkun 51,1% Þjóðminjasafn 463,6 – framreikn- að 593,1 – 2016 687,7 – hækkun 15,9% Listasafn Íslands 165,4 – fram- reiknað 211,6 – 2016 211,5 – lækkun 0,1% Varðandi Listasafn Íslands er nauðsynlegt að gera þá athuga- semd að fjárlagaárið 2013 var fjárframlag Listasafns Sigurjóns Ólafssonar (tæpar 30 milljónir) sett undir fjárlagalið Listasafns Íslands, tölurnar milli áranna 2010 og 2016 eru því ekki sambærilegar, í útreikningnum hér að framan hefur framlagið til LSÓ verið undanskilið. Varðandi hækkað framlag til Sin- fóníuhljómsveitar Íslands verður að hafa í huga flutning sveitarinnar í Hörpu 2011 þar sem húsaleiga er margfalt stærri útgjaldaliður en áður var og varðandi Bókmennta- sjóð er rétt að taka fram að 2013 var stofnuð Miðstöð íslenskra bók- mennta sem hefur önnur og fjöl- breyttari verkefni en bókmennta- sjóður áður og er hún fjármögnuð af sama fjárlagalið. Hagsmunasamtök og stofnanir í menningargeiranum hafa árum saman þrýst á um nákvæmari skráningu opinberra upplýsinga um listir og skapandi greinar. Því miður hefur ekki tekist að fylgja þróuninni í nágrannalöndum okkar eftir varðandi skráningu menn- ingar tölfræði. Skoðanaskipti af því tagi sem hér fara fram eru til marks um þörfina á reglulegri miðlun slíkra útreikninga og samræmdri aðferðafræði. Menningartölfræði Kolbrún Halldórsdóttir forseti BÍL – Bandalags íslenskra lista- manna Uppúr 1914 kvöddu bændur það eldforna búskapar-lag frumstæðra þjóða að nytja sauðfé sem mjólkurpeníng. Þó ótrúlegt sé rækta þeir það enn til kjöts og reyna síðan að troða kjötinu með ríkismeðgjöf uppá útlendinga sem fúlsa við því. Þessi bitvargur, sauðkindin, hefur gegn- um tíðina gert úr Íslandi það land sem svo er spilt af mannavöldum að ekkert annað evrópuland kemst þar í hálfkvisti. Einginn einstakur skaðvaldur hefur spilt Íslandi eins- og sauðkindin. Sauðfjárbúskapur tilheyrir altöðru menníngarstigi og efna- hagskerfi en íslendingar búa við nú á dögum, og á einsog háttar til núna meira skylt við skemtun eða sport en landbúnað sem takandi sé mark á, enda ekki fjármagnaður af þeim sem stunda hann fremuren sym- fónían, skelkur landsbygðarinnar. Vinnubrögð og umræða sem engum gagnast Framangreindur texti er ekki skrifaður í kjölfar nýsamþykktra búvörulaga. Árið 1975 gaf Halldór Laxness út æskuminningar sínar í bókinni Í túninu heima. Þar reifar hann þessa skoðun sína á gagn- semi þáverandi landbúnaðar- stefnu. Innihald og tónn textans á þó margt sammerkt með þeirri orðræðu sem hefur sprottið upp eftir að 19 þingmenn Alþingis sam- þykktu ný búvörulög. Með öðrum orðum þá ríkir engu meiri sátt um íslenskan landbúnað en á þeim tíma sem nóbelskáldið gaf út bók sína. Sjaldan hefur Alþingi samþykkt lög sem mættu andstöðu jafn breiðs hóps hagsmunaaðila. Full- trúar neytenda, skattgreiðenda, launþega, umhverfisverndar, samkeppnissjónarmiða, atvinnu- rekenda og viðskiptafrelsis lýstu sig allir andsnúna samningunum. Um 40% sauðfjárbænda höfnuðu samningunum auk fjórðungs kúa- bænda. Þá voru um fjórum sinnum fleiri andvígir samningunum en hlynntir meðal almennings sam- kvæmt skoðanakönnun Maskínu. Það voru ekki síst vinnubrögð stjórnvalda og bændahreyfingar- innar í aðdraganda samninganna sem sættu gagnrýni. Með því að endurnýja alla samninga samtímis gafst einstakt tækifæri til að marka heildstæða stefnu í landbúnaðar- málum. Í stað þess að vinna að slíkri endurskoðun í breiðu sam- starfi við helstu hagsmunaaðila var um lokaða samningagerð bænda og landbúnaðarráðuneytis að ræða. Afleiðing þessara vinnubragða er heiftúðleg umræða þar sem tekist er á um réttmæti samninganna í stað framtíðarstefnu í landbúnaði. Slíkt gagnast engum. Verður tækifærið nýtt eftir þrjú ár? Landbúnaður þarf ekki að vera áframhaldandi ágreiningsefni langt fram á þessa öld. Líkt og víða annars staðar nýtur hefðbundinn landbúnaður almennrar velvildar og flestir eru tilbúnir að styðja við atvinnugreinina með einhverjum hætti. Sú dilkadregna umræða sem einkennir landbúnaðarmál endur- speglar fyrst og fremst óánægju með vinnubrögð og skort á sam- ráði. Uppgangur ferðaþjónustu og breyttar neysluvenjur skapa mikil tækifæri til nútímavæðingar land- búnaðarkerfisins. Í stað þess að steypa atvinnugreinina í fast mót ætti að vera unnt að auka sveigjan- leika og nýbreytni, öllum til heilla. Atvinnuveganefnd og alþingis- menn brugðust hlutverki sínu við breytingar á búvörulögum í meðförum þingsins. Í stað þess að tryggt væri gagnkvæmt endur- skoðunarákvæði virðast bændur hafa alla þræði á sinni hendi. Það eru ámælisverð vinnubrögð í ljósi yfirlýsinga um þjóðarsamtal og sátt um samningana. Til að færa umræðu um framtíð landbúnaðar í réttan farveg þarf bændaforystan að sýna kjark og líta á endurskoðun samninganna árið 2019 sem gagnkvæmt ákvæði. Tækifæri til umbóta eru sannarlega til staðar og þau þarf að nýta. Það vilja allir elska íslenskan landbún- að. Það er bara mjög erfitt þegar vinnubrögð við mörkun landbún- aðarstefnu bera merki hatrammrar sérhagsmunabaráttu. Ást og hatur í 100 ár Frosti Ólafsson framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs Íslands Til að færa umræðu um framtíð landbúnaðar í réttan farveg þarf bændafor- ystan að sýna kjark og líta á endurskoðun samninganna árið 2019 sem gagnkvæmt ákvæði. Tækifæri til umbóta eru sannarlega til staðar og þau þarf að nýta. Það vilja allir elska íslenskan land- búnað. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is AROUNDTHEWORLD.IS Aðventuferð til Heidelberg og Rothenburg ob der Tauber 1.—5. des 2016 Innifalið flug, gisting í 4 nætur, 2 kvöldverðir, vínsmökkun , ferð til Rot- henburg, ferðir til og frá flugvelli. Verð í tvíbýli kr. 146.600 á mann Skoðaðu ferðirnar á vefnum okkar www.aroundtheworld.is Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA Opinn morgunverðarfundur miðvikudaginn 28. september á Grand Hótel Reykjavík í salnum Gullteigi kl. 8.30-10.00. Dagskrá Heilbrigð samkeppni Tryggvi Másson, viðskiptafræðingur á efnahagssviði SA. Hvert stefnum við? Dr. Stefán E. Matthíasson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. HVER ER STEFNA STJÓRNMÁLAFLOKKANNA? Umræður um áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu: Ásta Guðrún Helgadóttir, Pírötum, Elsa Lára Arnardóttir, Framsóknar flokki, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, Sigrún Gunnarsdóttir, Bjartri framtíð, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu og Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum. Margrét Sanders, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu stýrir fundi og stjórnar umræðum. Léttur morgunverður og heitt á könnunni frá kl. 8.00. Heilbrigð samkeppni Áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 2 7 . s e p T e m B e R 2 0 1 6 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B 2 -B F B 4 1 A B 2 -B E 7 8 1 A B 2 -B D 3 C 1 A B 2 -B C 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.