Fréttablaðið - 27.09.2016, Síða 18

Fréttablaðið - 27.09.2016, Síða 18
1. Orkustykki uppfull af heilkorni, fræjum og hnetum geta verið trefjarík og að okkur finnst holl- ur kostur. Þau geta þó innihald- ið talsvert af sykri og oft hanga þau saman á klístruðu sírópi sem situr á tönnum. 2. Vatn er besti svaladrykkurinn og enn betri með sítrónusneið eða hvað? Reyndar hefur sýran í ávextinum vond áhrif á gler- ung tanna. Betra er að drekka sítrónuvatn með máltíð svo sýran sitji ekki eftir á tönnunum. 3. Kaffidrykkja í hófi getur haft hressandi áhrif á okkur en um leið og við bætum mjólk, rjóma eða sykri út í sígur á ógæfuhlið- ina fyrir tennurnar. Með nokkr- um bollum á dag fóðrum við bakteríurnar í munninum úr hófi og hætta á tannskemmd- um eykst. 4. Klístruð og sykruð matvæli eins og seig karamella virka eins og höggbor baktería á tennurn- ar. Súkkulaði er strax betri kost- ur þar sem það bráðnar hratt og auðveldlega af tönnunum með munnvatni. 5. Vín hefur letjandi áhrif á munn- vatnsframleiðslu sem gerir tennurnar berskjaldaðar fyrir árásum baktería. Drekka ætti vatn meðfram víndrykkju til að halda vökvabúskapnum í lagi. 6. Gosdrykkja fer illa með tenn- urnar. Við höfum öll heyrt af tönninni sem leystist upp í gos- baði yfir nótt. Sýran veikir yfir- borð glerungsins. 7. Ísmola er ekki hollt að bryðja þar sem ískristallarnir rispa gler- unginn. Ef við leyfum ísmolanum hins vegar að bráðna í munnin- um hreinsar vatnið tennurnar. 8. Poppkorn er laust við sykur og trefjaríkt snakk. Hart hýðið innan úr poppinu hefur hins vegar tilhneigingu til þess að stingast milli tanna og undir þær sem býður hættunni á sýkingu heim. 9. Þurrkaðir ávextir eru betri kost- ur á laugardagskvöldi en full skál af nammi. Ávaxtasykurinn hefur sömu áhrif á tennurnar og karamellur og gúmmí og því má ekki gleyma að bursta tennurnar vel eftir kósíkvöldið. 10. Brjóstsykur er hreint eng- inn vinur tannanna, ekki nóg með að sykurinn ráðist á gler- unginn, ef molarnir eru harð- ir geta komið sprungur í yfir- borð tannanna þegar þeir eru bruddir. www.foodnetwork.com 8 óhollt fyrir tennurnar Tennurnar þurfa að þola mishollan mat sem við setjum inn fyrir varirnar. Þá getur jafnvel eitthvað sem við tengjum ekki beinlínis við Karíus og Baktus haft vond áhrif á glerunginn ef við förum ekki varlega. Á foodnetwork.com er að finna samantekt á fæðutegundum sem tannlæknar myndu helst vilja að við slepptum. NÝTT OG BETRA APP Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið í símanum eða spjaldtölvunni hvar og hvenær sem er. Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum 1 2 7 3 54 109 6 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r4 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -9 3 4 4 1 A B 2 -9 2 0 8 1 A B 2 -9 0 C C 1 A B 2 -8 F 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.