Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2016, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 27.09.2016, Qupperneq 24
„Ég var mjög spennt að fara á sýninguna enda hafði ég heyrt margt gott um hana,“ segir Anna en sýningin Elmia Lastbil hefur verið haldin annað hvert ár frá 1983. Sýningar svæðið er gríðar- stórt og nær yfir 75 þúsund fer- metra á inni- og útisvæði. Anna er eigandi Farmverndar og aksturs sem er lítið verktaka- fyrirtæki sem ekur fyrir Sam- skip. „Ég keyri Scania sem er skemmtilegt því Scania leggur mikið upp úr sínum sýningum á Elmia Lastbil, sérstaklega þegar þeir kynna nýja kynslóð bíla líkt og núna.“ Hún segir hápunkta sýningar- innar hafa verið sýningar Volvo og Scania sem voru að frumsýna nýja bíla. „Það var heilmikið sjó í kringum báða viðburðina.“ Anna fór á eigin vegum á sýninguna en auk hennar var hópur Íslendinga sem fór á sýn- inguna á vegum Brimborgar auk fjölmargra sem fóru á eigin vegum. Gestir sýningarinnar í heild voru um fjörutíu þúsund frá fjölmörgum löndum. „Það var alveg ótrúlega vel að þessari sýningu staðið og gaman að kynna sér allt það nýj- asta sem er í boði,“ segir Anna. Sýningin stóð frá miðvikudegi til sunnudags en Anna dvaldi á sýningunni tvo heila daga. „Ég var þarna frá morgni til kvölds og það var af nógu að taka. Það skemmtilega var líka að þarna gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi, ekki bara fullorðnir heldur börn líka.“ Mikilvæg tengslamyndun Þótt sýning á þessum mæli- kvarða sé bráðsniðug til að sjá allt það nýjasta sem er í boði, er hún ekki síður tækifæri fyrir fólk að mynda ný tengsl við fólk innan bransans. „Ég myndaði töluverð tengsl, bæði við aðra gesti, sýn- endur og sölumenn, og maður fór drekkhlaðinn af nafnspjöldum og bæklingum.“ Magnaðir bílar En kom eitthvað á óvart? „Já, það var magnað að skoða suma bílana sem einstaklingar voru að sýna. Það er ótrúlegt hvað sumir nostra við bílana og skreyta þá með myndum og lógóum. Þá eru margir sem breyta bílum sinum og innrétta á frumlegan hátt,“ segir Anna og finnst skemmtilegt að svona trukkakúltur sé að finna á Norðurlöndunum. Queen of the Road Í einum af þeim fjölmörgum básum sem Anna skoðaði rakst hún á hóp skemmtilegra kvenna sem köll- uðu sig Queen of the Road. „Þetta eru samtök kventrukkara á Norð- urlöndum sem hægt er að finna á Face book,“ lýsir Anna sem heillað- ist af félagsskapnum. „Ég keypti mér bol með lógóinu þeirra,“ segir hún glaðlega og segir ekki útilokað að hún gerist meðlimur. Frábær upplifun á Elmia Lastbil Anna Aurora Waage var ein af 40 þúsund gestum sem sóttu vöruflutningabílasýninguna Elmia Lastbil í Jönköping í Svíþjóð í lok ágúst. Sýningin er gríðarstór bransasýning og Anna varð ekki fyrir vonbrigðum enda komst hún varla yfir að skoða allt sem í boði var. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Anna Aurora, eigandi Farm- verndar og aksturs. Anna Aurora dvaldi tvo heila daga á sýningunni og alltaf var eitthvað nýtt að sjá. Sýningin er stór partur í kynningu Scania á nýjum útfærslum. Vörubílarnir á sýningunni voru æði fjölbreyttir. Sýningarsvæði Elmia Lastbil var gríðarstórt, 75 þúsund fermetrar bæði inni og úti.Önnu þótti gaman að sjá fallega skreytta trukka. VÖrubíLAr oG VinnuVéLAr Kynningarblað 27. september 20166 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -B 5 D 4 1 A B 2 -B 4 9 8 1 A B 2 -B 3 5 C 1 A B 2 -B 2 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.