Fréttablaðið - 27.09.2016, Side 31
Atvinnutækjadeild Volvo tilheyra
fjögur fyrirtæki; Volvo Trucks,
Volvo CE, Volvo Bus, Volvo Penta
og Renault Trucks. Volvo Trucks
höndlar eins og nafnið gefur til
kynna með vörubíla, Volvo CE með
vinnuvélar, Volvo Bus með rútur,
Volvo Penta með bátavélar og síð-
ast en ekki síst eru það atvinnu-
bílar frá Renault Trucks. Atvinnu-
tækjadeildin flytur í nýtt húsnæði í
lok næsta árs og binda menn mikl-
ar vonir við það. „Nýverið fengum
við úthlutaða lóð að Hádegismóum,
við hliðina á Morgunblaðshúsinu.
Við gengum til samninga við Loft-
orku og eru jarðvegsframkvæmd-
ir þegar hafnar og í framhaldi hefj-
ast byggingaframkvæmdir og við
sjáum fram á að þeim ljúki í lok árs
og við getum þá flutt inn í lok þess
næsta,“ segir Kristinn Már Emils-
son, framkvæmdastjóri atvinnu-
tækjasviðs Brimborgar.
Við flutningana stækkar aðstað-
an umtalsvert. „Verkstæðisrýmið
verður stærra auk þess sem öll að-
koma og aðstaða á útisvæðinu verð-
ur rýmri,“ segir Kristinn.
Flutningarnir munu líka skapa
umtalsvert hagræði. „Í dag er sölu-
deildin okkar og varahlutadeildin á
einum stað og verkstæðis móttakan
á öðrum. Í Hádegis móum
verður allt á einum stað. Þá ætlum
við að bæta við hraðþjónustu og
dekkjaverkstæði svo eitthvað sé
nefnt og við það þurfum við eðli
málsins samkvæmt að bæta við
okkur mannskap. Við flutningana
verða sömuleiðis skarpari skil á
milli atvinnutækja- og fólksbíla-
hluta Brimborgar.“
En hvernig er starfsemi atvinnu-
tækjadeildarinnar almennt háttað?
„Við erum að þjónusta þau atvinnu-
tæki sem við seljum og viljum fyrst
og fremst líta á okkur sem þjón-
ustufyrirtæki. Starfsemin skiptist í
söludeild nýrra og notaðra atvinnu-
tækja, sölu á varahlutum tengdum
atvinnutækjum og tvískipt verk-
stæði. Annars vegar Volvo vöru-
bílar og rútur og hins vegar Volvo
vinnuvélar og bátavélar, en á síðar-
nefnda sviðinu er meira unnið úti á
vettvangi. Í því skyni erum við með
mjög vel útbúna verkstæðisbíla
sem geta farið á staðinn og þjón-
ustað viðkomandi tæki en þannig
má oft komast hjá því að flytja þau
á verkstæði,“ útskýrir Kristinn.
Volvo er að sögn Kristins traust
merki en fyrirtæk-
ið leggur gríðar lega áherslu á um-
hverfismál, öryggi og gæði. Krist-
inn segist vissulega finna fyrir
uppsveiflunni í tengslum við auk-
inn ferðamannastraum til lands-
ins en sala á rútum er þó svipuð
og í fyrra. „Við erum búnir að selja
fjórar rútur það sem af er ári og
eru menn ánægðir með þær. Þá
höfum við átt einhverja bíla á lager
og höfum nú hjá okkur Volvo 9900
á lager. Þetta er einstaklega glæsi-
legur 49 sæta bíll í sérstakri VIP
útgáfu. Þeir sem eru að svipast um
eftir rútu ættu ekki að láta hann
fram hjá sér fara.“
Kristinn segir kúltúrinn hjá
Volvo mjög góðan og fer framleiðsl-
an eftir ströngustu gæðastöðlum.
„Frændur okkar hjá Volvo í Sví-
þjóð hafa líka stutt vel við bakið
á okkur sem gerir okkur kleift að
veita viðskiptavinum okkar fyrsta
flokks þjónustu,“ segir Kristinn en
starfsmenn deildarinnar eru ein-
mitt nýkomnir úr vettvangsferð í
verk smiðju Volvo Trucks í Gauta-
borg. „Við fórum í
Volvo safnið, þjálf-
unarsetrið og
verksmiðjuna
en það kemur mönnum alltaf jafn
mikið á óvart hvað allt er skipu-
lagt og hreint. „Menn sjá eflaust
fyrir sér að vörubílaverksmiðja
sé full af skít og drullu en þarna
sést ekki ryk á gólfi. Allt fer eftir
ströngustu ferlum og hver íhlutur í
bílana kemur á fyrirfram ákveðn-
um tíma. Bílarnir líða svo fumlaust
eftir færibandinu og fyrr en varir
eru þeir tilbúnir til afhendingar.“
Um næstu helgi fer Iceland
Fish ing Expo fram í Laugardals-
höll, þar verður Brimborg með
glæsilegan Volvo Penta sýningar-
bás þar sem hægt verður að kynna
sér bátavélaframleiðsluna í þaula.
„Í tilefni sýningarinnar erum við
með tilboð á Volvo Penta vélbún-
aði og varahlutum í september,“
segir Kristinn og vonar að sem
flestir nýti sér tilboðið og líti inn
á sýninguna. Nánari upplýsingar er
að finna á volvotrucks.is, volvoce.is,
volvobus.is og volvopenta.is í síma
515-7070.
Spennandi tímar fram undan
Brimborg hefur verið með umboðið fyrir Volvo á Íslandi síðan 1988. Volvo atvinnutækjadeildin er fjórskipt og höndlar með allt frá
vörubílum til bátavéla. Deildin mun flytjast á næstu misserum af Bíldshöfða í nýtt og stærra húsnæði að Hádegismóum.
Við flutningana í Hádegismóa mun skapast umtalsvert hagræði og verður hægt að veita enn betri þjónustu. MYNDIR/GVA
„Við lítum fyrst og fremst á okkur sem þjónustufyrirtæki,“ segir Kristinn.
Volvo 9900 49 sæta VIP hópferðabifreið.
Nánari upplýsingar er að finna á volvotrucks.is, volvoce.is,
volvobus.is, volvopenta.is og í síma 515-7070.
Kynningarblað VöRuBílAR oG VINNuVélAR
27. september 2016 13
2
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:5
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
B
2
-C
9
9
4
1
A
B
2
-C
8
5
8
1
A
B
2
-C
7
1
C
1
A
B
2
-C
5
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K